![]() |
Allir sem vilja þekkja okkur velkomnir að venju á Þorláksmessu á:
Laugaveg 82 allsnægtir af ávöxtum og öðru góðgæti. Úrvals vörur. Ekkert verð. Þjer ættuð að líta inn í fallegu íbúðina okkar. Hvar sem þjer annars eigið heima í bænum. Magga&Hjalli —– As always, our friends and families are invited to drop in on December 23rd on: Laugaveg 82 fruits and other delicatessen plentiful. Quality products. Moderate prices 🙂 Thou should drop by wherever thou lives in thee world. Magga&Hjalli |
Upphaflega auglýsingin er úr Morgunblaðinu laugardaginn 14. desember 1935
Helstu reglur:
- Ykkur er óhætt að koma hvenær sem er eftir klukkan svona 16-17.
- Það má stoppa stutt.
- Það má stoppa lengi.
- Það má koma tvisvar.
- Það má koma með börn, vini, fjarskylda ættingja og nýfundna kunningja, hunda, hesta og kanínur, en helst ekki mjög rauðhærða.
- Það má sleppa því að koma – en það er litið hornauga.
- Gleðinni lýkur þegar síðasti gesturinn rúllar niður stigann.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, við ykkur hin segjum við:
Gleðileg jól
og
farsælt komandi ár