dohop.com – íslenskt hugvit kemur þér milli heimshorna


Sennilega hafa nú flestir sem fylgjast með íslenska upplýsingatækniheiminum heyrt af dohop.com nú þegar og jafnvel prófað ferðaleitarvélina þeirra.

Fyrir ykkur hin, þá er þetta sem sagt leitarvél sem leitar að flugi á milli hvaða tveggja staða sem vera skal með hvaða flugfélagi sem er. Takmarkið er að ná inn öllum flugfélögum heimsins og nú þegar eru 650 flugfélög á skrá – þar af nær öll flugfélög í Evrópu, bæði lággjaldafélögin og þessi gömlu góðu. Leitarvélin er einstök í sinni röð og hefur vakið athygli nokkuð víða, m.a. var grein um þá á CNN.com fyrir 3 vikum síðan.

Dohop fór sem sagt úr Beta-prófunum og í loftið “fyrir alvöru” í síðustu viku og það er skemmst frá því að segja að nýja leitarvélin og viðmótið er hrein snilld. Endilega prófiði græjuna. Ég veit að þeim dauðlangar í viðbrögð frá fólki sem prófar og notar þjónustuna til að vita hvað má betur fara og svo framvegis.

Það er félagi minn í Spurl, Frosti Sigurjónsson, sem er upphafsmaður dohop, og hann er búinn að safna saman hóp af snillingum sem sjá um tæknihliðina. Við vorum einmitt að flytja í sameiginlegar skrifstofur á Klapparstígnum ásamt farsímaþjónustufyrirtækinu Hex.

Spennandi tímar framundan!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s