Í gær dúkkaði 4 milljónasta “spurlið” upp á bókamerkjaþjónustunni okkar, Spurl.net. Það er innan við ár síðan þau voru bara milljón og ekki einu sinni 3 mánuðir síðan þau voru 3 milljónir.
Núna er okkar helsta vandamál að höndla öll þessi gögn þannig að allir séu samt ánægðir með hraðann og gæðin. Það eru uppfærslur á leiðinni, en þetta er forgangatriði – að bæta hraða og nytsemi, áður en við förum að bæta við mjög miklu af viðbótarmöguleikum.
Hvað um það – gaman að sjá svona ört vaxandi kúrvu – vaxtarverkir eru góðir verkir 😉