Deiglan.com lagðist á hliðina, svo vinsæll var undirskriftalisti þeirra gegn ritstjórnarstefnu DV – líklega farið yfir bandvíddarkvótann sinn. Annars væri full ástæða til að hvetja fólk til að skrifa sig á listann.
Það er að vísu all-langt síðan ég hætti svo mikið sem að fletta DV – ég man ekki einu sinni hvaða ósvífni varð til þess á endanum að ég gafst upp. Margir gleyma nefnilega að þeir borga fyrir blað með því einu að fletta því, auglýsingar skila flestum blöðum meiri tekjum en sala og áskrift.
Það er því ekki síður ástæða til að hvetja auglýsendur til að hundsa blaðið – hver vill setja nafn sitt við margt af því sem er birt þarna?
Annars held ég reyndar að hávaðinn sé orðinn nógu mikill. Það kæmi mér á mjög á óvart ef ritstjórn blaðsins verður óbreytt eftir helgina. Það gæti meira að segja verið að sjálf útgáfa blaðsins myndi gerbreytast, eða jafnvel leggjast af.
Það er gott.