Fjöllin og fræga fólkið á Emblu

Fyrir stuttu skrifaði ég um nokkur sæt Emblu trikk sem við erum búnir að vera að kóða inn í Embluna. Ég sagði að það væri meira á leiðinni og nú eru dottin inn tvö ný trikk.

  • Nöfn þekktra einstaklinga: t.d. Jón Arnar Magnússon. Birtir stuttan texta um viðkomandi og tengil á færslu um hann eða hana í bókinni Samtíðarmenn, frá Eddu. Alls eru þetta um 1700 einstaklingar.
  • Örnefni og staðir: t.d. Hólmavík. Þarna eru inni um það bil 9000 örnefni og með því að smella á tengilinn fæst kort af svæðinu úr Kortabók Íslands þar sem staðurinn er. Viðmótið á kortunum mætti vera betra (það þarf að skima kortið í leit að nafninu), en engu að síður er þetta mjög hjálplegt. Vonandi tökum við þetta lengra fljótlega.

Svo er von á fleiru svipuðu. Þið bíðið bara spennt á meðan 🙂

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s