Spurl leitar að forritara

Spurl ehf. leitar að forritara í spennandi verkefni.

Í starfinu felst forritun á næstu útgáfu Spurl.net bókamerkjaþjónustunnar sem nú hýsir 4,5 milljónir bókamerkja fyrir yfir 30 þúsund manns um allan heim. Jafnframt að aðstoða við viðmótsforritun og léttari bakendavinnslu við leitartæknina okkar – Zniff – sem meðal annars knýr leitarvélina Emblu á mbl.is.

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vefsíðu-scripting málum og gagnagrunnum, helst PHP og MySQL og hafa auga fyrir viðmótshönnun og framsetningu. Þekking á CSS, XML, RSS, Atom, Python, Java, Javascript og myndvinnslu eru allt stórir kostir.

Umfram allt leggjum við áherslu á brennandi áhuga á því að taka þátt í þróun á spennandi hugbúnaði, hugmyndaauðgi, vinnusemi og fjölhæfni.

Aldur og menntun eru ekki höfuðatriði, en reynsla og fyrri verkefni (hvort sem er í vinnu eða fikti) munu ráða miklu.

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda póst á jobs@spurl.net með stuttum inngangi, lýsingu á fyrri verkum (tenglar ef mögulegt) og öðrum upplýsingum sem þið teljið að skipti máli. Öllum verður svarað.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s