Smá Firefox trikk

Eitt af því sem fer í taugarnar á mér við vefsíður er þegar höfundur síðunnar vill ákveða fyrir mig hvort ég vilji opna tengil í nýjum glugga eða ekki. Ég nota alla helstu vafrana (IE, Firefox og Opera) eitthvað, en þó er Firefox aðalvafrinn.

Ég tók svo eftir því áðan að Firefox (1.5 og nýrri) er kominn með stillingar sem leyfa manni að ráða nákvæmlega hvernig svona linkar haga sér. Trikkið er eftirfarandi:

 1. Opnaðu stillingarnar í Firefox, með því að skrifa about:config í slóðarreitinn (address field).
 2. Leitaðu að strengnum open_newwindow. Þetta skilar tveimur línum:
  • browser.link.open_newwindow
  • browser.link.open_newwindow.restriction

 3. Breyttu þessum stillingum eins og þér hentar. Fyrri línan (browser.link.open_newwindow) ræður því hvernig tenglar sem opna nýja glugga eru höndlaðir:
  1 = opnaðir í sama flipa,
  2 = opnaðir í nýjum glugga,
  3 = opnaðir í nýjum flipa.

  Sú seinni (browser.link.open_newwindow.restriction) ræður því hvernig javascript sem heimta að opna nýja glugga (window.open()) eru höndluð:

  0 = Opna alla nýja glugga eins og open_newwindow segir til um,
  1 = leyfa javascripti alltaf að opna nýja glugga,
  2 = opna javascript glugga í nýjum glugga ef tilgreint er nánar hvernig þeir eigi að líta út (týpískir sprettigluggar (pop-ups) í vefforritum.

  Persónulega vel ég:

  • browser.link.open_newwindow = 1
  • browser.link.open_newwindow.restriction = 2

…og þá vitiði það.

2 comments

 1. Getur líka gert þetta með því að fara í Tools -> Options… Velja síðan Tabs. Haka við “Force links that open new windows to open in:” og velja síðan annaðhvort “the same tab/window as the link” eða “a new tab”.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s