Tölvuheimur og Ísland í dag

Tölvuheimur hætti að koma út á pappírsformi um áramótin. Ég er búinn að skrifa í blaðið meira og minna í næstum 10 ár og held mig þrátt fyrir allt við sama heygarðshornið, en vefútgáfa blaðsins var að líta dagsins ljós núna fyrir helgi og verður að mér skilst uppfærð daglega.

Fyrsti pistillinn minn birtist þar í morgun. Hann fjallar um það hvernig gögnin sem við notum eru í sífellt meiri óreiðu, en þrátt fyrir það hefur aldrei verið einfaldara að finna þau. Pistlarnir mínir verða þarna annan hvern mánudag.

Ég var svo líka í Íslandi í dag áðan – ásamt Stefáni Hrafni félaga mínum – að fjalla um skynsamlega notkun unglinga á Netinu (á mínútu 32:30 ca.) og hvernig foreldrar geta fylgst með því sem þau eru að gera – auðvitað með þeirra samþykki. Tilefnið var áhrifamikil umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompási á NFS í gærkvöldi, en þar lögðu Kompásmenn gildrur fyrir nokkra barnaníðinga á Netinu.

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s