Þetta kemur í ljósi óhugnarlegra frétta síðustu viku og umræðu í kjölfarið.
Ég held að það sé ekki spurning að kvikmyndir og tölvuleikir gefa veiku fólki hugmyndir að útfærslu ofbeldisverka, hins vegar er ástæða til að efast um að þau valdi þeim.
Þetta getur skýrt það sem virðist við fyrstu sýn þverstæða, að eðli ofbeldisverka helst oft í hendur við það sem sést í samtíða bíómyndum, en á sama tíma hafa rannsóknir ekki getað bent á fylgni milli kvikmyndaáhorfs eða tölvuleikjaiðkunar við tíðni slíkra glæpa.
Tölvuleikir gera fólk ekki veikt, en geta gefið veiku fólki hugmyndir.
Uppfært: Hér er grein hjá Forbes um svipuð mál tengd skotárásinni í Montreal í síðustu viku.
Listin, lífið, hvort hermir eftir hvoru?
Fjölmiðlar (kvikmyndir, leikir, netsamfélög, fréttir o.fl.) eru orðin svo samofin daglegri tilveru okkar að stundum verður erfitt er að sjá á milli listar og lífs.
Hin hliðin á þessu er að aukin þáttaka veiklyndra í hinum ýmsu samfélögum “ætti” að auka möguleikana á því að hægt sé að hjálpa fólki en ella.
Þetta er stórt umræðuefni, það má líklegast ræða um það vel og lengi.