Efni óháð veitu

Á föstudaginn var urðu nokkur tímamót í efnisdreifingu hérlendis. Þetta fór ekki mjög hátt, en er þó þróun sem vert er að veita athygli.

Þannig er að nú geta þeir sem eru með afruglara frá Digital Íslandi og þeir sem eru með ADSL sjónvarp frá Símanum keypt aðgang að miðlum hins aðilans án þess að þurfa að bæta við afruglara þeirra. Flókið? Ekki svo:

  • Fyrir þá sem eru með Digital Ísland: Þið getið núna fengið Enska boltann (allar 5 rásirnar) í gegnum Digital Ísland afruglarann. Til þess hringið þið í Símann í 800-7000 og skráið ykkur þar. Nokkrum mínútum síðar geturðu horft á uppáhaldsleikina þína.
  • Fyrir þá sem eru með ADSL sjónvarp Símans: Þið getið núna fengið Stöð 2 og Sýn í gegnum ADSL myndveituna ykkar. Til þess hringið þið í 365 í 515-6100 og – voila – þessar stöðvar detta inn á nýjum stöðvanúmerum á svörtu fínu fjarstýringunni.

Þetta er nokkuð óvenjuleg aðferð sem þarna er farin, þ.e. að einn aðili selji áskrift á dreifikerfi annars. Reyndar skilst mér að það sé einstakt í heiminum. Í öðrum löndum hefðu dreifikerfin einfaldlega samið við efnisveiturnar um heildsölu á efni þeirra, en þessa lendingu má líklega rekja til togstreitu á milli fyrirtækjanna tveggja.

Útkoman er í sjálfu sér nokkurnvegin sú sama fyrir neytendurna. Aðalmálið er að þurfa ekki að leggja út í frekari fjárfestingar og vesenið við enn eitt boxið við sjónvarpið til að ná nýjum stöðvum. Bara eitt símtal og málið er afgreitt. Á sumum svæðum veit ég líka að aðeins annað dreifikerfið er til staðar og þannig opnast nú t.d. möguleiki á áskrift að Stöð 2 á nokkrum stöðum þar sem ekki var hægt að ná henni áður.

Áður voru frístöðvar beggja aðila, Sirkus, NFS og SkjárEinn komnar í dreifingu á báðum kerfunum. Það ku hins vegar ekki vera von til þess að erlendu pakkarnir fari í sams konar dreifingu, enda er framboðið þar að mestu leiti sambærilegt hjá 365 og Skjánum.

Breytinguna má annars rekja til Jafets-nefndarinnar svokölluðu sem samgönguráðherra skipaði samhliða útgáfu fjarskiptaáætlunar 2005-2010. Ég hef áður lýst hrifningu minni á því skjali.

Nefndin lagði að vísu til sem fyrsta kost þá gölnu leið að efnisveitur myndu allar reka saman eitt stafrænt dreifikerfi sem allir myndu svo nýta sér. Sem betur fer varð sú leið ekki ofan á og í staðinn voru sett svokölluð “must carry” og “may carry” ákvæði (sem verða að ég held að lögum í haust). Þau þýða í stuttu máli að eiganda dreifikerfis er skylt að dreifa áskriftarstöðvum efnisveitu sé farið fram á það og heimilt að dreifa frístöðvum hennar án sérstaks leyfis.

Hvað sem öllu líður er niðurstaðan til hags fyrir neytendur (aukið úrval og þægindi) og á eftir að koma sér vel fyrir báðar fyrirtækjablokkirnar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s