Tók þessa mynd í sumar og fann hana núna í einhverri tiltekt hjá mér.
[smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu]
Þetta er s.s. fjallasýn í Borgarfirðinum, sem var ekkert spes þegar maður var að alast upp þarna en verður glæsilegari eftir því sem maður sér hana sjaldnar. Frá vinstri til hægri eru þarna Hestfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Brekkufjall og Hafnarfjall. Svo má týna sér í því að telja upp nöfnin á hinum ýmsu tindum og minni “hólum” 😉
Myndin er sett saman úr 10 myndum á venjulegu sniði og svo skeytt saman með hinu stórsniðuga AutoStitch forriti. Mæli með að áhugamenn um ljósmyndun kíki á græjuna.
Sumir hafa þetta fyrir augum alla daga og eru glaðir NEMA um jóleleytið þegar þau skyggja á sólina
snilldar mynd og náttúrulega fallegast útsýni sem fyrir finnst