Vetni og aðrir orkugjafar

Í Mogganum um helgina var merkilegt viðtal við Baldur nokkurn Elíasson sem vann hjá sænska stórfyrirtækinu ABB um árabil. Stuttur inngangur að viðtalinu er hér á fréttavef mbl.is, en mun meira í blaðinu sjálfu.

Ég held reyndar að það sé alvarlegur misskilningur í málflutningi Baldurs í þessari grein. Hann talar um að “vegirnir myndu fyllast af flutningabílum” sem væru að flytja vetni á kútum á vetnisáfyllistöðvar. Nú er það svo að á vetnisstöðinni uppi á Höfða t.d. þá er vetnið einmitt framleitt á staðnum. Það sem þarf er sem sagt bara vatns- og rafmagnsinntak, og – voila – þú ert kominn með áfyllingarstöð.

Sem þýðir að það eru alls engir flutningar á vetni á vegunum.

Þetta breytir hins vegar auðvitað engu um það að orkubinding í rúmmálseiningu af vetni, gerir það að ófýsilegum orkugjafa*. Metanblandan er skemmtileg nálgun.

– – –

* Vetni í þessu samhengi er reyndar alls ekki orkugjafi heldur ákveðið form orkugeymslu, þar sem vetnið er framleitt með rafmagni. Það þarf því að virkja meiri raforku ef við ætlum að fara að keyra á vetnisbílum og ekki víst að allir tækju vel í það. Hins vegar opnar þetta á marga nýja virkjunarkosti þar sem hægt er að nota óstöðuga orkugjafa (s.s. sjávarföll og vindorku) til að framleiða vetni og safna þannig orkunni upp, meðan jöfn orkuframleiðsla er forsenda hefbundinnar raforkunotkunar (sem er síðan aftur ástæðan fyrir nauðsyn stórra miðlunarlóna í vatnsfallsvirkjunum).

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s