Sælt veri fólkið,
Að venju er blásið til jólaglaggar (“glögg” um “glögg” frá “glögg” til “glaggar” eða var það “glöggvunar”). Flest kannist þið við prógrammið, en fyrir nýliðana í hópnum eru reglurnar eftirfarandi:
- Það verður opið hús hjá okkur frá því seinnipartinn á Þorláksmessu (les 16:00 GMT) og þangað til síðasta gesti dettur í hug að fara.
- Það má koma snemma, fara snemma, fara seint, koma tvisvar, koma þrisvar, eða jafnvel koma ekki – allt eftir því sem vill og verður.
- Á boðstólnum er eitthvað fyrir alla: Gos, kaffi, kakó, smákökur, ávextir, öl (jóla- og hinsegin), o.s.frv., o.s.frv., og svo auðvitað jólaglögg.
- Ungmenni, gamalmenni, makar, börn og ofurmenni velkomin.
Eitt hefur þó breyst – við erum flutt! Nú verða herlegheitin að Skipholti 15, þetta er í raun örstutt frá gamla staðnum – ca. 500 m í austur. Það verður hvort eð er takmörkuð stemming á Laugaveginum í roki og rigningu 🙂
Og ef þið eruð hrædd um að villast þá er þetta húsið með gulu svölunum – þið þekkið það þegar þið sjáið það.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest – sakar ekki að þið sendið línu um líkur á mætingu til að við höfum smá hint um fjöldann.
Við ykkur hin segjum við “Jólskí Karamba” (sjá viðhengi). Við meinum samt:
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Ykkar vinir,
Hjalli og Magga Dóra
– – –
Aloha,
Merry Christmas, and Happy New Year from Hjalli and Magga Dora.
As stated above in Icelandic, you are all invited to pre-Christmas party on December 23rd. It’s casual – you can come and go as you like after 1600 GMT. Feel free to bring friends, spouses, kids and other attachments.
Those of you that will make it will be able to enjoy traditional Icelandic Christmas delicatessen, including Magga’s famous “Jólaglögg”.
We’ve just moved, the new home is in Skipholt 15 – 5 minutes walk from the old place.
Hope that at least some of you will make it – certified copy of last minute plane tickets will grant a free extra portion of “glögg” 🙂
Your friends,
Hjalli & Magga Dora