Pæling um evruna


Í tilefni af aukinni umræðu um evruna upp á síðkastið, þá gróf ég upp þennan póst sem ég sendi kunningja mínum síðasta vor:

Ein pæling varðandi krónuna / evruna: Þó þjóðin taki upp ekki upp Evruna, get ég þá gert það – einhliða?

Ég rek lítið fyrirtæki og stefni að því að hafa bróðurpartinn af tekjunum í erlendri mynt. Ég gæti samið við mína starfsmenn um að þeir fengju greitt í evrum, ég get átt bankareikning í evrum og ég get meira að segja borgað (a.m.k. í mörgum búðum hér í miðbænum) matvöruinnkaupin mín, kaffihúsaheimsóknir og önnur helstu útgjöld í evrum. Ég gæti í sjálfu sér meira að segja samið við mína íslensku viðskiptavini í evrum og sent þeim reikninga í evrum.

Ef nógu margir gerðu þetta, þá myndi það líklega minnka sveiflurnar á krónunni, eða a.m.k. áhrif gengissveifla á matvöruverð og neysluvöru – það gæti meira að segja verið business í því að stofna verslun sem tekur bara við greiðslum í evrum: “Evru-prís – verslun með stöðugt vöruverð”?

Sjálfsagt veit ég of lítið um hagfræði til að skilja af hverju þetta er ekki hægt og auðvitað hefur þetta ókosti líka, en aðalpunkturinn er þessi: Þarf ríkið endilega að taka upp evruna – getur fólkið ekki bara gert það?

Þó mín persónulega aðstaða hafi breyst töluvert í millitíðinni, stendur punkturinn eftir: Mun almenningur ekki bara smám saman taka upp evruna og þarf nokkuð stjórnvöld til að ákveða það?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s