Menn hafa verið að hneykslast á Ólafi Ólafssyni fyrir að eyða tugum milljóna í afmælisveislu sem hann hélt í gærkvöldi. Hneykslunin á því hefur jafnvel skyggt á gjöf hans og konu hans, Ingibjörgu Kristjánsdóttur, upp á milljarð til styrktar menningarmálum og uppbyggingu í þróunarlöndum í tilefni af sama afmæli.
Lítið ykkur nær. Ef þið, næst þegar þið haldið upp á afmælið ykkar, látið 15-faldan veislukostnaðinn renna til góðgerðarmála, þá leyfist ykkur að hneykslast. Ætli margir geti státað sig af því?
Þetta er mjög góður punktur hjá þér. Ég held að ég sleppi því að halda upp á afmælið mitt næst 😉
hann gefur milljarð í höfuðstol….en gefur vextina arlega sem eru um 100-150 millur….sem er svipað og og veislan kostaði….
hann er ekki að gefa neinn helvitis milljarð vinur….hann situr í stjorn sjoðsins og milljarðurinn stendur kyrr, bara vextirnir árlega fara svo til liknarmala….
Já, ég er nú í svipuðum pælingum – á næsta ári verð ég þrítugur og var að spá í að fá U2 til að spila en ef þeir eru uppteknir þá hringi ég líklegast í Elvis.
http://ja.is/simaskra/?query=Elvis
Þessi frétt Baggalúts sem fínt innlegg í þessa umræðu:
http://www.baggalutur.is/index.php?id=3721
Eftir stendur að Partý Óli er þrátt fyrir allt að gefa 150 milljónir árlega til ýmissa verkefna. Mér er svo skítsama hvort það eru vextir. Það þýðir náttúrulega að sjóðurinn ætti að vaxa og kleyft að auka árlega upphæð síðar meir.
Þú ættir að spá í það hvar hann fékk þennan pening kjáninn þinn!