Ég er opinberlega orðinn Makka-maður. Búinn að vera að dandalast með MacBook Pro í nokkra mánuði og kunnað því vel, en skipti endanlega í gær. Makkinn er núna mín aðaltölva. Það verður líklega kveikt á Pésa í nokkra daga til viðbótar meðan ég er að sækja það sem ég er smám saman að átta mig á að ég hef gleymt þeim megin, en svo er það bara bless.
Það eru nokkrar ástæður fyrir skiptunum:
- Apple er á mikilli siglingu og ég hef svo sem ekkert verið feiminn við að lýsa aðdáun minni á þeim sem fyrirtæki. Þeir fóru frá því að vera nærri gjaldþrota ’99 og yfir í það að vera stórgróðafyrirtæki síðustu ár – og breyttu tónlistariðnaðnum í leiðinni með iPod og iTunes.
- Tölvurnar þeirra hafa oftast verið “solid”, en þessi mögru ár fældu marga frá því að kaupa vélarnar þeirra. Hver vildi sitja uppi með svona fjárfestingu ef fyrirtækið rúllar svo? Þetta olli því svo að fáir skrifuðu hugbúnað fyrir Makkann og það varð svo aftur til þess að færri höfðu áhuga. Nú er öldin önnur. Ekki nóg með það að hægt sé að fá nánast allan hugbúnað sem hugurinn girnist fyrir Makkann (og meira til) heldur getur maður á einfaldan hátt keyrt Windows samhliða Mac OS X og þannig öll forrit sem bara eru til fyrir Windows.
- Verðið á Makkanum er nú orðið svipað og fyrir sambærilegar vélar frá helstu PC framleiðendunum. Líka hérna heima. Ef þið trúið því ekki – beriði saman t.d. verðskrána fyrir MacBook fartölvurnar (síðu 3 og 4) hjá Apple á Íslandi við ThinkPad vélarnar hjá Nýherja. Að vissu leiti er verið að bera saman epli (pun intended) og appelsínur, en IBM hefur síður en svo vinninginn.
- Svo er náttúrulega allt Apple dótið svo fallegt og talar svo skemmtilega saman. iPoddinn er besti vinur MacBook og svo kemur AppleTV í þessum mánuði og iPhone þegar líður á árið…
Ég skal samt segja ykkur hver stærsti sölupunkturinn var. Það þarf oft ekki meira til. Makkinn er alltaf og undantekningarlaust tilbúinn til vinnslu um leið og ég opna vélina. Bara opna og – BÚMM – byrja að skrifa. Bæði Dell og HP vélarnar sem ég hef verið að nota síðustu 2 ár áttu það til að taka óratíma í “Resuming Windows” – sem síðan verður til þess að maður tekur þær síður með á fundi til að taka niður punkta og svona.
Ég er allavegana hæstánægður með gripinn enn sem komið er. Svo er bara að sjá hvaða veggi maður hleypur á núna þegar maður fer að nota þetta fyrir alvöru.
P.S. Þetta er ekki tómur dans á rósum: Stóra vandamálið framan af er að styðja ekki á epli-Q lyklasamsetninguna þegar maður vill skrifa @-merkið. Epli-Q lokar nefnilega umsvifalaust því forriti sem verið er að vinna í en það vill svo óskemmtilega til að eplis-takkinn er á sama stað og AltGr á makkanum (AltGr-Q er @ á Windows eins og menn vita). Tvö grá hár þar…
Velkominn yfir á myrku hliðina. Ég einmitt fékk minn fyrsta Makka í sumar, skrifaði niður nokkra punkta þá sem gætu hjálpað.
http://andri.dk/is/tech/mac/newbie
hahah…ég veit ekki hversu oft ég lokaði forritum þegar ég var að reyna að skrifa @ merkið. Ég finn til með þér.
Núna er hausverkurinn minn hinsvegar sá að þegar ég vinn á windows þá get ég ekki lokað forritum með apple-q
Frábær síða Andri. Ég get bætt við að fyrir ofur-nördana þá er terminal forrit Mac heimsins iTerm:
http://iterm.sourceforge.net/
…Apple á Íslandi er búið að setja upp fína byrjendasíðu:
http://www.apple.is/windows/
…auk lista yfir algeng forrit:
http://www.apple.is/windows/forritin/
Velkominn í ljósið.
Þú hefur alltaf virkað á mig sem greindur og vel gefinn maður, svo þessi ákvörðun kemur mér lítið á óvart.
Velkominn í litla fallega heiminn okkar. Drykkir á barnum, stelpur við sundlaugina.
Og það sem gerir verð samanburðinn enn meira Apple í hag er sú staðreynd að Thinkpad tölvurnar eru alveg fáránlega dýrar hér á skerinu, kosta allt upp í tvöfalt á við sambærilegar vélar frá öðrum PC framleiðendum.