Prius vs. Hummer

Smá viðbót við pistilinn um öfgana í umræðunni um global warming.

Glottandi menn hafa ítrekað sagt mér að Prius-inn sé í raun og veru alls ekki umhverfisvænni en Hummer – satt að segja mun verri – og að auki kosti hann meira en aðrir bílar sömu stærðar.

Ég kafaði aðeins í málið.

Best þekkta “rannsóknin” um “raunveruleg umhverfisáhrif” Prius var framkvæmd af lítið þekktu en hagsmunatengdu markaðsrannsóknafyrirtæki í Bandaríkjunum. Þessi grein hefur verið hrakin af Toyota sjálfum (vitanlega), en með tilvitnunum í heldur virtari stofnanir á borð við MIT. Þessi (langa) grein er ágætis úttekt á málinu frá báðum hliðum.

Sjálfur ek ég á Prius og veit af reynslu að hann eyðir rétt rúmlega helmingnum af því sem fyrri bíll (Corolla) gerði. Prius kostar “út úr búð” hér á landi meira en Corolla, en minna en Avensis, enda liggur hann á milli þeirra í stærð. ERGO: hann er ekki dýrari.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að innan 10 ára verða nær allir bílar búnir einhvers konar “hybrid” búnaði, þ.e. búnaði sem nýtir þá orku sem fer til spillis í öðrum bílum við hraðabreytingar – og sá búnaður mun að sjálfsögðu þróast eins og önnur tækni.

Þessi umræða er því litlu skárri en sú um “Global Warming”. Enn á ný kemur í ljós að heimurinn er hvorki svartur né hvítur, en það eru einu sjónarmiðin sem fá að heyrast.

4 comments

 1. Já, þessi “rannsókn” er frekar mikill brandari.
  Varðandi tvinnbílana er ég algjörlega sammála þér, þetta kemur í alla bíla fljótlega og ég hugsa að landslagið verði búið að breytast svakalega eftir 5 ár – tvinnbílar sem hægt er að stinga í samband og keyra 40-50km á rafmagnshleðslunni munu verða málið. Þar til hreinræktaðir rafbílar taka við eftir 10-20 ár. Og fyrir óþolinmóða má skoða þessa: http://en.think.no/

 2. >Ég er ekki í nokkrum vafa um að innan 10 ára verða nær allir bílar búnir einhvers konar “hybrid” búnaði

  Ertu efins um hreinar rafmagnslausnir (no pun intended) nái fótfestu?

 3. Jafnvel rafmagnsbílar (og kannski sérstaklega þeir) verða búnir búnaði sem nýtir orkuna sem annars fer til spillis við hraðabreytingar.

  Einhvernveginn þarf náttúrulega alltaf að frumframleiða raforkuna og víðast hvar þarf hvort eð er að gera það með jarðefnaeldsneyti, þannig að þá er það bara orkusóandi milliskref.

  Reyndar væri ég alveg til í að skella mér á þennan .

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s