Skakkur heimur

  • Ef flugslys væru mun algengari en þau eru í dag, myndu þau ekki vera eins áberandi í fréttum. Fólk fengi þá á tilfinninguna að þau væru sjaldgæfari og væri ekki eins hrætt við að fljúga.
  • Eldgos teljast yfirleitt fréttnæm, en á Ítalíu er eldfjallaeyja sem heitir Stromboli. Hún hefur gosið nær samfleytt í a.m.k. 2.000 ár. Hún hefur aldrei verið í fréttum.
  • Mannskæðasta stríð samtímans er í Kongó þar sem nærri 40.000 manns deyja í hverjum mánuði af völdum stríðsins – miklu meira en í Írak og m.a.s. Darfur. Þannig er það búið að vera undanfarin 10 ár.

Það er margt sem ræður fréttavali, en í grunninn þykja óbreytt ástand og langtíma breytingar ekki fréttnæm. “Fréttir” eru stakir, ólíklegir atburðir sem rúmast innan 24 tíma hrings fréttamiðlanna. “Ljóti” heimurinn sem fréttirnar sýna er það versta í almennt þokkalega friðsömum og fallegum heimi. Það er ekki fyrr en við förum að sjá mikið af góðum fréttum sem við ættum virkilega að fara að hafa áhyggjur!

2 comments

  1. >“Ljóti” heimurinn sem fréttirnar sýna er það versta í almennt þokkalega friðsömum og fallegum heimi.

    Gæti ekki verið meira sammála. Fréttirnar grípa sértilfellin.

    -A

  2. Þetta er náskylt því vandamáli að þegar ótrúlegar niðurstöður koma út úr rannsóknum vekja þær meiri athygli en þessar sem kannski mátti við búast að fá í ljósi reynslu og sögu!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s