Bensínverð

Uppfært 7. ágúst 2008 með nýjustu gögnum

Skemmtilegt hvað hægt er að gera á internetinu nú til dags með lítilli fyrirhöfn.

Með því að bræða saman þrjár einfaldar gagnauppsprettur

…gat ég útbúið þetta graf:


(Smellið til að sjá gagnvirka útgáfu af grafinu á Google Docs)

Hráolíuverðið er s.s. í dollurum, gengi dollars augljóslega í krónum, en vísitölurnar tvær eru settar í 100 stig í byrjun árs 1997. Önnur er hin eiginlega mæling Hagstofunnar, hin – þessi gula “vísitala bensínverðs” sem ætlar alveg útúr korti í lokin – er búin til af mér. Hún er einfalt margfeldi af verði hráolíutunnunnar og gengi dollars, en þetta eru þeir tveir þættir sem alltaf er vísað í þegar leitað er útskýringa á breytingum (yfirleitt hækkun) á bensínverði hér á landi.

Niðurstaðan er í stuttu máli sú að ef þetta væri það eina sem réði bensínverði, ætti bensínlítrinn nú að kosta 6 sinnum meira en hann gerði í upphafi árs 1997!

Skv. upplýsingunum frá Hagstofunni mun hann þá hafa kostað u.þ.b. 84 krónur. Hann er þó – þrátt fyrir allt – aðeins u.þ.b. tvöfalt dýrari nú en hann var þá eða í kringum 170 krónur í stað 510 króna. Guði sé lof!

Eru þá olíufélögin ekki að okra á okkur eftir allt saman? Ekki samkvæmt þessu. Hin raunverulega niðurstaða er samt sú að þeir þættir sem ráða bensinverði á Íslandi eru miklu fleiri og flóknari en þessir tveir.

Meðal þeirra má nefna:

  • I október 1999 var gerð skattalagabreyting þar sem vörugjaldi á bensíni var breytt úr prósentu í fasta krónutölu
  • Þó hráolíuverð sveiflist til, þá hefur það ekki sömu áhrif á seinni stig vinnslunnar, s.s. hreinsun olíunnar og fullvinnslu í söluhæft eldsneyti á bíla.
  • Flutningskostnaður á eldsneytinu hingað til lands helst ekki að fullu í hendur við eldsneytisverð.
  • Innlendi þátturinn í verðinu er óháður ofangreindum sveiflum.

Ég viðurkenni fúslega að ég átti von á annarri niðurstöðu þegar ég lagði af stað í þessa útreikninga, en svona er þetta. Gaman væri að heyra hvað öðrum finnst 🙂

P.S. Töfluna sem grafið byggir á má nálgast hér á Google Docs

3 comments

  1. Nemendur mínir voru að vinna verkefni um framtíðarorku íslendinga og fund þessar skemmtilegu pælingar um samhengi þátta sem mynda orkuverð.
    Takk fyrir.
    Þorvaldur Örn, kennari í Stóru-Vogaskóla

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s