Myndræn framsetning gagna: Mannfjöldaþróun á Íslandi

Eins og nafnið gefur til kynna snýst DataMarket um öflun og miðlun hvers kyns gagna. Ég er þessvegna búinn að vera að velta mér mikið síðustu vikurnar uppúr allskyns gagnamálum og þeim möguleikum sem góð og aðgengileg gögn opna.

Myndræn framsetning er eitt af því sem getur gefið gögnum mjög aukið vægi og – ef vel tekst til – dregið fram staðreyndir sem annars eru faldar í talnasúpunni.

Ég gerði smá tilraun með mannfjöldagögn frá Hagstofunni. Byggt á tölum um aldurs- og kynjaskiptingu frá 1841 til dagsins í dag bjó ég til gagnvirka hreyfimynd sem sýnir hvernig mannfjöldapíramídinn (einnig þekkt sem aldurspíramídi) þróast á tímabilinu. Útkomuna má sjá með því að smella á myndina hér að neðan.

Smellið á myndina til að spila

 

Græni liturinn sýnir 18 ára og yngri, rauði liturinn 67 ára og eldri og guli liturinn þá sem eru þar á milli.

Myndin bendir á nokkrar áhugaverða hluti í mannfjöldaþróun Íslendinga:

  • Barnadauði: Fyrstu árin er sorglegt að sjá hvernig yngstu árgangarnir – sérstaklega sá allra yngsti – ná ekki að færast upp. Þetta segir sína sögu um barnadauða, aðbúnað barna og “heilsugæslu” þessa tíma.
  • “Baby boom”: Fram að lokum seinni heimstyrjaldarinnar vex og eldist þjóðin nokkuð jafnt og þétt. Reyndar dregur aðeins úr fæðingum framan af seinna stríði, en svo verður alger sprenging – það sem kallað er “baby boom” upp á ensku og á sér klárlega sína hliðstæðu hér. Þessi “barnasprengja” hefur verið rakin til aukinnar hagsældar, betra heilbrigðiskerfis og almennrar bjartsýni í kjölfar stríðsins. Uppúr 1960 jafnast svo stærð árganganna út aftur með tilkomu getnaðarvarna og skipulagðari barneignum en tíðkuðust fram að því.
  • Erlent vinnuafl: Síðasta sagan í þessum gögnum sýnir svo uppgangssveiflu síðustu ára. Ef þið skrefið ykkur í gegnum árin frá 2005-2008 (til þess eru örvatakkarnir) má sjá greinilega aukningu í aldurshópnum á bilinu 20-50 ára, sérstaklega karla megin. Aldurshópar geta eðli málsins ekki stækkað af náttúrulegum ástæðum (enginn fæðist 25 ára) þannig að þessi aukning stafar af aðfluttum umfram brottflutta. Þarna er líklega kominn hluti þess erlenda vinnuafls sem hingað hefur leitað í góðæri og framkvæmdum síðustu ára.

Sjálfsagt má lesa fleira út úr þessari mynd, en ég eftirlæt ykkur frekari greiningu 🙂

Örfá orð um tæknina

Myndin er gerð í stórskemmtilegu tóli sem nefnist Processing og gerir svona vinnslu tiltölulega einfalda. Hægt er að keyra bæði stakar myndir og vídeó út úr Processing, en til að ná fram gagnvirkni er keyrt út svokallað Java Applet. Sjálfur væri ég hrifnari af að sjá þetta sem Flash, þar sem stuðningur við það er almennari og útfærsla þess í vöfrunum á margan hátt skemmtilegri en Java (fljótara að ræsast, flöktir síður, o.fl.), en það verður ekki á allt kosið.

Allar hugmyndir, ábendingar og álit vel þegin.

5 comments

  1. Sæll Hjalli.

    Hversu mikið þarftu að customize’a eða hamstra gögnin til þess að geta birt þetta með þessu Process dóti? Eða er kannski að hægt að henda í þetta hvaða fyrirspurn sem er og gera eitthvað sniðugt?

    Ég var einmitt að eiga við manntalsgögn fyrir um ári (POC), og kúnninn vildi endilega eitthvað svipað þessu, en það eina sem stóð til boða var ferlega static, sérsmíðað manntalskerfi frá Skandinavíu (hvers nafn ég man ekki) eða sérsmíða með einhverjum flash components, sem við enduðum á að gera. Nú stendur kannski til að gera verkefni úr þessu, svo þetta hljómar kannsi ágætlega…

    anyway, skál 🙂

    Börkur

  2. Það er hægt að kenna Processing að lesa nánast hvað sem er. Þetta er í grunninn bara Java kóði og hefur þannig lagað litlar takmarkanir. Í þessu tilfelli eru gögnin geymd sem CSV skrá á servernum sem er svo lesin í minni við ræsingu. Ég hef líka látið Processing gera http fyrirspurnir til að ná sér í gögn niður í grunn, þannig að þetta getur verið mjög sveigjanlegt.

    Það er mjög fljótlegt að komast inn í þetta. Einfalt í uppsetningu, fullt af góðum dæmum sem fylgja og fín documentation á vefnum þeirra.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s