Framtíð viðskipta: Opið bókhald og fullkomið gegnsæi?

Ég átti umtalverða peninga í hinum “áhættulausa” og nú alræmda Sjóði 9 hjá Glitni. Það þýðir ekkert að gráta það, þó auðvitað fylgist maður með því hvernig umræðan þróast um það hvort sjóðurinn hafi verið kominn út fyrir yfirlýsta fjárfestingastefnu sína og þá möguleg eftirmál þess.

Þegar ég talaði við minn mann í bankanum í gær, fékk ég þær upplýsingar að eitt af því sem Glitnir hyggðist gera til að auka trúverðugleika bankans – og ekki síður sjóða hans – væri að opna bækur sjóðsins. Ég gat ekki skilið það öðruvísi en svo að í stað þess að gefa öðru hverju (að mér sýnist árlega) út yfirlit yfir það hvað er á bakvið eignir sjóðsins, þá yrði það gert stöðugt – jafnvel í rauntíma. Þannig gæti maður á hverjum tíma séð hvaða skuldabréf sjóðurinn ætti og metið útfrá því á eigin forsendu áhættu hans.

Þetta hitti á einhverjar taugar hjá mér, þar sem ég hef verið að velta mér mikið uppúr gögnum og þá ekki síst fjármálatengdum gögnum síðustu mánuði og hef verið að komast á þá skoðun – óháð þessu atviki – að framtíð viðskipta liggi í rauntíma upplýsingagjöf að öllu leiti.

Lög um upplýsingagjöf í kauphallarviðskiptum eiga sér meira en aldarlanga sögu og tilgangur þeirra er að markaðsaðilar sitji við sama borð með bestu fáanlegu upplýsingar á hverjum tíma. Á þeim tíma sem lögin eru mótuð, hefur ársfjórðungsleg birting á rekstrartölum líklega verið ansi stíf krafa – jaðrað við það að vera rauntíma upplýsingagjöf með þeirra tíma tækni. Í dag er þessu öðruvísi farið. Það er ekkert sem stoppar kauphallir í að setja kröfur um rauntímaaðgengi að hverju sem þeir kjósa. Já – jafnvel inn í bókhald fyrirtækjanna, sjóðsstreymi þeirra, útistandandi kröfur og eignastöðu.

Þannig gæti fjárfestir, hvort sem hann er að fjárfesta í hlutabréfum, skuldabréfum, eða einhverjum sjóðum, grafið sig niður í minnstu smáatriði fjárfestingar sinnar. Svolítið eins og DataMarket og fjárlögin, nema bara á miklu stærri skala og með miklu meiri nákvæmni.

Ef svona hefði verið, hefðu margir verið búnir að benda á samsetninguna í Sjóði 9 og hversu mikið hékk þar á fáum, tengdum aðilum. Það hefði líka verið búið að grafa í alla undirmálsvafningana og gagnrýna þá. Hrunið stafar af miklu leiti af því að fáir, ef nokkur, hafði tækin til að sjá í gegnum flækjuna sem búið var að spinna í allskyns fjármálagjörningum.

Ég held að þegar þessum hamförum á fjármálamörkuðum lýkur og menn fara að endurskoða leikreglurnar, sé eitthvað á þessa leið líklegt til að verða ofan á. Ekkert annað en fullkomið gegnsæi á öll tiltæk gögn getur aukið tiltrú almennings á þessum mörkuðum aftur.

Warren Buffet fjárfestir aldrei í neinu sem hann skilur ekki. Með rauntímaaðgang í undirliggjandi vef fjármála- og bókhaldskerfa myndu allir hafa tólin til að skilja það sem að baki fjárfestingum þeirra og hópnum sem heild treystandi til að veita markaðsaðilum aðhald með því að rýna í þessar tölur með og beita allskyns greiningar og birtingartólum til að koma auga á veilurnar í kerfinu.

6 comments

  1. Fylgist spenntur með. Upplýsingaflæði í fjármálum var alltaf skrúfað niður af praktískum ástæðum. Með tækninni sem við höfum í dag er þetta orðið raunhæft. Afhverju að halda í ársbókhaldshefðina?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s