Undanfarnir dagar hafa verið merkilegir. Vikurnar tvær hér á undan virðast hafa farið í þunglyndi og “refresh” á mbl.is, vb.is og Eyjunni hjá voðalega mörgum. Ég er þar engan veginn undanskilinn.
Síðustu tvo daga hef ég aftur á móti orðið þess var að þetta er mjög að snúast við. Fólk er farið að sjá tækifærin sem opnast við svona endaskipti á samfélaginu.
Ég bý svo vel að þekkja og vera tengdur stórum hópi af mjög frjóu og skapandi fólki á ótal sviðum þjóðlífsins og í kjölfar bloggfærslna (1 | 2) og “Tvitta” um ástandið hefur mikið af þessu fólki haft samband með einum eða öðrum hætti.
Það er ótrúlegur kraftur sem nú er að leysast úr læðingi og áhrifa hans mun verða vart í pólitík, listum og skapandi iðnaði á næstunni og um langa hríð.
Nýja Ísland verður bæði kraftmeira, skemmtilegra og ríkara en það gamla. Búið ykkur undir breytingar!
Þessu er ég mjög sammála!
Yesss
Alveg feitt og þokkalega !