Sprotastarfsemi í stormviðri

Þrátt fyrir að bjartsýni sé nauðsynleg, má hún auðvitað ekki vera úr tengslum við raunveruleikann.

Mig langaði þess vegna til að benda á stórgott lesefni sem setur nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi og reyndar fyrirtækjarekstur almennt í núverandi þrengingum í ágætt samhengi.

  • Annars vegar er það kynning sem bandaríski VC sjóðurinn Sequoia Capital, hélt fyrir sín fyrirtæki í síðustu viku. Þessi sjóður hefur meðal annars komið snemma inn í fyrirtæki á borð við Apple, Yahoo!, Google og Flextronics, þannig að það er full ástæða til að hlusta á þeirra ráðleggingar. Myndin sem þeir draga upp af hagkerfi heimsins er ekki glæsileg, en þeir leggja líka til punkta fyrir fyrirtækin til að vinna sig framúr því.

  • Hins vegar er það grein Pauls Graham – sprotafjárfestis og frumkvöðuls: Why to Start a Startup in a Bad Economy?, en þar fer hann í gegnum það af hverju fjárfestar og frumkvöðlar ættu (og ættu ekki) að stofna fyrirtæki núna og reyndar af hverju staða efnahagsmála er afgangsstærð í þeirri spurningu.

One comment

  1. Hæ,

    Í þessari kynningu eru nokkrar myndir sem, að mínu mati, standa upp úr varðandi efni sem er mikilvægt að vita af. Þar bera hæst glæra 46/47 sem snúa að þeim gátlista sem lagt er til að sé notaður til að meta nýsköpunarfyrirtæki og stöðu þeirra. Einnig er glæra 49/53 áhugaverð fyrir þá sem eru komnir af stað og ættu nú að nota að vera að taka til eða öllu heldur setja allan fókus á aðalatriðin.

    Lesið á milli lína – nett pollýanna:
    Til að horfa á jákvæðu hliðar þessarar kynningar, sem eru vissulega ekki mjög margar, vil ég benda á í hverskonar yfirburðar stöðu smá og sveigjanleg fyrirtæki eru í dag. Ef ykkur finnst þetta svart ímyndiði ykkur þá bara í smá stund hvernig það er að reka stórfyrirtæki (tánkskip) við þessar aðstæður.

    Það er núna sem smáir aðilar eiga möguleika “gegn” þeim stóru og það er á tímum sem þessum sem lítil fyrirtæki með góðar lausnir, á góðu verði, eiga möguleika á að koma sínum vörum á framfæri – yfir brýr sem vanalega er gætt af tröllunum (sorry tók sig upp smá myndlíkingaþörf).

Leave a reply to Stefán Cancel reply