Mér var bent á skýrslu um umhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi, sem ég man að ég sá á sínum tíma – og minnir reyndar að ég hafi tekið þátt í að svara:
Þetta er býsna góð úttekt á þessu umhverfi og gagnlegur leiðarvísir, núna þegar virkilega þarf að huga að þessum málum og þá ekki síst þeim fyrirtækjum sem einmitt eru komin af stað. Ég leyfi mér að draga fram eina mynd úr skýrslunni sem sýnir svart á hvítu hve sorglega þessi mál hafa þróast undanfarin ár.

Skora á greiningadeildina að koma með spá fyrir næstu 2-4 ár 🙂