Í einum af uppsveitum Borgarfjarðar býr rútubílstjóri á leigulóð.
Fyrir nokkrum árum skuldaði hann landeigandanum leigu – sagan segir 50.000 krónur. Fyrir skuldinni skrifaði hann ávísun og afhenti landeigandanum. Landeigandinn taldi ólíklegt að innistæða væri fyrir ávísuninni, en lét gott heita.
Skömmu síðar var komið að því að landeigandinn stæði skil á útsvari til sveitarinnar. Sem hluta af greiðslu þess, afhenti hann oddvitanum áðurnefnda ávísun. Oddvitinn taldi ólíklegt að innistæða væri fyrir ávísuninni, en lét gott heita.
Sveitin stóð á þessum tíma ásamt fleiri sveitarfélögum að sameiginlegum skólarekstri. Oddvitinn leggur því fram fé til reksturs skólans og þar á meðal áðurnefnda ávísun. Skólastjórinn taldi ólíklegt að innistæða væri fyrir ávísuninni, en lét gott heita.
Skólinn stendur svo fyrir skólaakstri í sveitunum sem hann þjónustar. Einn af skólabílstjórunum var einmitt umræddur rútubílstjóri. Skólastjórinn gerði upp við hann skömmu síðar og notaði til þess áðurnefnda ávísun. Rútubílstjórinn sá enga sérstaka ástæðu til að innleysa ávísunina.
– – –
Aðra áhugaverða dæmisögu af litlum hagkerfum má finna í þessari frásögn um Péturs-krónuna í Arnarfirði í brjun 20. aldarinnar.
en falleg saga 🙂
Kvantum-fýsíska súper-ávísunin sameinast tóminu á ný.