Þegar hugmynd fær fólk…

Fyrir fimm vikum síðan mætti ég á “kick-off” fund í námskeiði sem kallast Business Innovation Lab. Námskeiðið er samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og er ætlað að koma saman viðskiptafræðinemum í HR og hönnunarnemum í hinum ýmsu greinum í LHÍ og nýta kraft og kunnáttu hvors um sig til að koma fram með heildstæðar viðskiptahugmyndir. Ástæðan fyrir því að ég var þarna er að Guðjón félagi minn hafði platað mig til að vera einhvers konar “mentor” fyrir einn af verkefnahópunum. Mitt hlutverk var s.s. að leggja grunninn að einhverri hugmynd sem þau gætu unnið með.

Ég gróf upp eina gamla hugmynd úr glósubókunum mínum og útskýrði hana fyrir hópnum í örstuttu máli: Útvarp sem hefði það eitt umfram önnur útvörp að hafa “tímastilli”. Með öðrum orðum mætti snúa tímanum til baka og hlusta þannig á útvarpsútsendinguna eins og hún var 10 mínútum fyrr, eða hlusta á morgunútvarpið svona undir hádegið, nú eða bara stöðva útvarpsfréttirnar meðan maður svarar í símann, án þess að missa af viðtalinu við Siggu frænku. Í stuttu máli “TiVo fyrir útvarp”.

Síðustu vikur hef ég svo skipst á nokkrum tölvupóstum við hópinn, bent þeim á hvar þau geti leitað upplýsinga um eitt og annað sem tengdist útfærslunni og svo framvegis – ósköp lítið í sjálfu sér. Ég hef s.s. eiginlega ekki gert neitt, nema sleppa einni lítilli, ómótaðri hugmynd út í loftið og fylgjast svo með því hvað gerist.

Það kom mér þessvegna skemmtilega á óvart þegar ég mætti á föstudaginn á uppskeruhátíð námskeiðsins að sjá að þarna var komin heildstæð viðskiptaáætlun, vörumerki, markaðsefni og meira að segja gullfalleg frumgerð af útvarpinu sjálfu – Uturn:

Uturn útvarpið

Tækið fékk reyndar m.a.s. stutta umfjöllun í Kastljósinu á föstudagskvöldið.

Þetta er það sem gerist þegar hugmyndir fá rétta fólkið til að vinna með þær og fólkið fær jákvætt og gott stuðningsumhverfi til að gera sitt besta.

Nú ætla ég ekki að fullyrða að Uturn-útvarpið verði nokkurntíman að veruleika, en á 5 vikum er búið að taka eitthvað sem ekkert var – og hefði aldrei orðið hefði það bara setið í kollinum á mér – og breyta því í sprota sem hefur fullt tækifæri til þess að verða eitthvað miklu meira!

– – –

Til hamingju HR og LHÍ með frábært námskeið og frábært framtak og sömuleiðis allir hóparnir með sín frábæru verkefni.

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s