Kreppan er kerfisvilla

Risaskjaldbaka á Galapagos-eyjumGátan er leyst: Kreppan er kerfisvilla.

Með:

  • …þá peningamálastefnu sem var í gangi,
  • …örmyntina okkar – krónuna,
  • …götótt regluverk
  • …vanbúið eftirlitskerfi; og
  • …þær ytri aðstæður sem verkuðu á hagkerfið – fyrst til vaxtar og svo til hafta

…var þetta óhjákvæmilegt.

Þetta hefur sem sagt ekkert með einstaka auðmenn, banka eða fjárfestingarfyrirtæki að gera, þó það dragi í sjálfu sér ekkert úr ábyrgð þeirra þegar og ef í ljós kemur að þeir hafi brotið reglur, lög og siðferði í einhverjum málum.

Frjáls markaður er lífrænt kerfi. Ótal aðilar mætast í gríðarstórri og flókinni heild sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir, né áttar sig á afleiðingum stórra eða smárra atvika á afkomu einstakra tegunda eða vistkerfisins í heild. Eins og önnur lífræn kerfi reynir markaðurinn á þanmörk sín á alla mögulega vegu, en lífræn kerfi eru jafnframt framúrskarandi við að finna lausnir sem henta vel þeim aðstæðum sem umhverfið býður upp á hverju sinni. Stöðugt umhverfi leiðir af sér fjölbreytt kerfi sem leitar jafnvægis, óstöðugt eða takmarkað umhverfi leiðir til sérhæfingar sem getur reynst dýrkeypt.

Þannig þróast finkur með langan og boginn gogg þar sem blóm með djúpa blómbotna bjóða upp á ljúffengan hunangssafa. Þannig spretta upp menn eins og Hannes Smárason í því fyrirtækjaumhverfi sem hér var boðið upp á. Ef ekki finkan, þá fyllir einhver önnur tegund þessa hillu vistkerfisins. Ef ekki Hannes, þá einhver annar.

Þegar meiriháttar breytingar verða á fæðuframboði, munu sum dýrin neyðast til að skipta yfir í fæðu sem þau voru ekki vön að borða áður. Þegar alþjóðleg lánsfjárkreppa skellur á mun einhver stofna hávaxta innlánsreikninga í stað þess að fjármagna sig með lánsfé. Ef ekki Landsbankinn, þá einhver annar.

Munurinn á vistkerfinu og hagkerfinu er sá að umgjörð hagkerfisins er mannanna verk. Henni er hægt að breyta til að bregðast við breyttum aðstæðum. Auka fæðuframboðið, stækka beitarsvæðin, grisja skóginn.  Umgjörðinni okkar var ekki breytt nógu hratt né reglunum fylgt nógu vel eftir. Finkurnar kláruðu hunangssafann, grasið reyndist rándýrunum óætt og vistkerfið hrundi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s