Fjárlögin í myndum – uppfærsla

Gögnin frá annarri umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarpið 2009 komu inn á Fjárlagavefinn um helgina.

Í tilefni af því uppfærði ég myndræna framsetningu DataMarket á fjárlögunum (sjá upphaflega bloggfærslu) til að hægt sé að sjá með nokkuð þægilegum hætti þær breytingar sem gerðar hafa verið á útgjöldum Ríkisins og einstakra ráðuneyta í meðförum þingsins.

Ég bætti líka inn leitarmöguleika, þannig að hægt er að slá inn hluta úr heiti einstakra rekstrarliða til að finna þá í frumvarpinu.

Það væri gríðarlega gaman að taka þetta “alla leið” og tengja t.d. saman myndritin og viðeigandi skýringatexta í sjálfu frumvarpinu, sem og að lesa inn eldri fjárlög, breytingar á þeim í meðförum þingsins og svo auðvitað samanburð við ríkisreikning sama árs.

Það er svona viku vinna að ganga vel frá þessu, þannig að það gerist líklega ekki fyrr en ég fæ kostunaraðila á þetta, eða DataMarket þarf að vinna gögnin upp í tengslum við önnur verkefni.

Það má smella á myndina til að opna nýju græjuna:

One comment

  1. Vantar bara tölurnar frá 2008 eða 2007 inní grafið til samanburðar svo maður geti gert sér betur grein fyrir hvað þessar tölur þýða og hvaða áhrif þær geta haft.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s