Verkefnin vantar ekki…

Áður birt á vef Hugmyndaráðuneytisins.

Á hverjum morgni labba ég fram hjá aðstöðu Listaháskólans við Skipholt. Þar í glugga stendur “Stefnumót bænda og hönnuða”. Smá Gúggl leiddi í ljós að þetta er verkefni sem hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og er “frumkvöðlaverkefni í þágu atvinnulífsins þar sem tvær starfstéttir eru leiddar saman til að skapa einstaka afurð.”

Þetta er auðvitað frábært framtak, en getum við ekki tekið okkur þetta til fyrirmyndar á ótal sviðum eins og “ástandið” er?

Sem dæmi, þá varð ég undrandi á því þegar ég var að taka saman lista yfir sprotafyrirtæki hér á landi hversu mörg þeirra – sérstaklega þau sem ekki eru í hugbúnaðarbransanum – eru með arfaslakar vefsíður. Þarna er tækifæri fyrir vefsnillinga að taka til hendinni. Búa til vel útlítandi, vel skrifaða vefi, leitarvélabesta fyrir þau orð sem máli skipta, beita Facebook, YouTube og öðrum samfélagsmiðlum þar sem það á við og jafnvel búa til hnitmiðaða, en ódýra vefauglýsingaherferð, t.d. með Google Ads.

Ástæðan fyrir því að viðkomandi fyrirtæki eru ekki með betri vefsíðu eru líklega tíma- og peningaskortur og mögulega skilningsleysi, miklu frekar en áhugaleysi. Þessi fyrirtæki myndu því vafalaust taka því fegins hendi ef einhver kæmi til þeirra og bæðist til að taka vefmálin í gegn. Greiðsla gæti hreinlega falist í tekjuskiptingu á þeim tekjum sem andlitslyftingin skilaði. Þetta á í mörgum tilfellum að vera hægt að mæla býsna nákvæmlega, t.d. aukinn fjöldi (eða jafnvel upphaf) pantanna í gegnum vefinn. Ég væri til í að smíða nýjan vef fyrir sum þessarra fyrirtækja fyrir 10-20% af þeim tekjum sem ég held að hægt væri að skapa þeim með betri vef.

Útfærslur varðandi útlagðan kostnað, tekjuskiptingu, samningstíma, viðhald og annað getur verið margskonar, en grundvallaratriðið er það að hvorugur aðilinn þarf að leggja neitt til (nema vinnu sína auðvitað) til að láta á þetta reyna.

Svipað fyrirkomulag mætti sjá fyrir sér í fleiri sérfræðistörfum: sölumálum, almennum markaðsmálum, fjármálaumsjón, gerð viðskiptaáætlana og svo mætti lengi telja.

Aðalmálið er að allir græða. Verkefnalausir fá verkefni og í framhaldinu tekjur í samræmi við árangur, fyrirtækin fá ódýra aðstoð og möguleika á nýjum tekjum (eða sparnað, t.d. með betra aðhaldi í fjármálunum) og öllum er í hag að sem best takist til.

Ég hvet fyrirtæki sem etv. hafa ekki úr nægum verkefnum að moða og fólk sem misst hefur vinnuna til að hugsa út fyrir boxið og finna tækifæri af þessum toga þar sem þeir geta boðið krafta sína og þekkingu með öðru sniði en almennt tíðkast, t.d. eins og hér er lýst.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s