Kæra Jóhanna,
Hér er greinargerð sú sem stjórn Seðlabankans fór fram á með nýju frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands:
Þrjár stöður Seðlabankastjóra eru leifar gamalla tíma þegar stærstu stjórnmálaflokkarnir skiptu með sér æðstu embættum stofnana þjóðfélagsins. Þessar leifar eiga ekki heima í þeirri endurreisn sem nú þarf að fara fram.
Að auki hafa núverandi Seðlabankastjórar setið í gegnum eitt mesta efnahagshrun á Vesturlöndum. Rökstutt hefur verið að þeir hafi hvorki beitt réttri peningastjórnun né sinnt því eftirlitshlutverki sem þeim bar á þessum tíma. Traust á Seðlabankanum og Íslensku efnahagslífi verður því ekki endurheimt með sömu menn við stjórnvölinn.
Þú kannski lætur þetta ganga til þeirra sem báðu um það…