DataMarket mun sjá um fund Hugmyndaráðuneytisins á laugardaginn kemur.
Efnistökin verða gegnsæi, óhindrað aðgengi að upplýsingum og nýting gagna við upplýsta ákvarðanatöku , en þetta eru allt lykilatriði fyrir Næsta Ísland og raunar heiminn allan við að vinda ofan af vantrausti í stjórnmálum, fjármálum og fyrirtækjarekstri.
Farið verður í gegnum hvernig hægt er að breyta þurrum gögnum í gagnlegar upplýsingar og jafnvel hreina afþreyingu með myndrænni framsetningu og bættu aðgengi.
Hugmyndaráðuneytið sjálft verður krufið til mergjar og skoðað hvernig sprotafyrirtæki og frumkvöðlar geta nýtt og miðlað upplýsingum sér til framdráttar.
Fjallað verður um nýstárlegar aðferðir við “algert gegnsæi” í fyrirtækjarekstri og að lokum kafað ofan í gögn sem varpa ljósi á ris og fall íslenska hagkerfisins -gögn sem hefðu getað varað við þróuninni miklu fyrr ef einhver hefði verið að horfa á mælana.
Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Balthazar við Ingólfstorg (áður Victor, sjá kort). Fundurinn hefst kl. 16:30 og er öllum opinn, en gott ef þeir sem ætla að mæta skrá sig á Facebook síðu samkomunnar.
Bætt við 22. febrúar 2009:
Þetta verður algjörlega “the place to be” á laugardaginn!
Takk fyrir skýra og mjög svo aðgengilega framsetningu þína á hvað átti sér stað í íslensku efnahagslífi í aðdraganda bankahrunsins!