DataMarket í Silfri Egils

Á sunnudaginn var fékk ég tækifæri til þess að kynna hugmyndir okkar DataMarket fólks um gögn og gegnsæi í Silfri Egils.

Viðbrögðin hafa verið stórgóð og gaman að þetta virðist hafa fallið í góðan jarðveg. Upptöku af innlegginu má finna hér að neðan.

Því miður tapast talsvert við það minnka vídeóið svona niður, en frásögnin vegur það upp að einhverju leiti.

Gögnin sem fram komu í kynningunni verða öll fáanleg á Gagnatorgi um íslenskan efnahag, þegar við hleypum honum af stokkunum. Á vef DataMarket má skrá sig til að fá tilkynningu þegar gagnatorgið lítur dagsins ljós.

Loks má geta þess að Háskóli Íslands hefur boðið mér að flytja erindi af svipuðum toga næstkomandi mánudag. Þá gefst tími til að fara heldur dýpra í málin og vonandi líka fyrir einhverjar spurningar og svör.

Fyrirlesturinn verður öllum opinn og hefst kl. 12:30, mánudaginn 9. mars í stofu 102 á Háskólatorgi. Nánari upplýsingar.

2 comments

  1. Þetta er hörku sniðugt. þarf samt ekki að staðla það hvernig upplýsingarnar eru matreiddar t.d ef á að birta túlka mánaðarlegar skýrlsur? Hafa alltaf sama útlitið á öllu?

  2. Takk Teitur. Hvað áttu við nákvæmlega?

    Í Gagnatorginu verður þetta þannig að notendur hræra sjálfir í gögnunum og skoða þróun, bera saman við fréttir og atburði í stöðluðu formi.

    Það væri lítið mál að útbúa staðlaðar skýrslur sem kæmu út úr því, en reyndar held ég að lifandi mælaborð á netinu væri sínu gagnlegara.

    Útlitið okkar er tiltölulega staðlað, þó það hafi ekki endilega náð sinni endanlegu mynd.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s