Nýting íslenskra auðlinda – ólík nálgun

sustainabilityTöluvert hefur verið rætt um náttúruauðlindir okkar Íslendinga, nýtingu þeirra og umgjörð síðustu mánuði.

Í stuttu máli er um að ræða tvær meginauðlindir sem nýttar eru og fluttar út í dag svo nokkru nemi: endurnýjanleg orka og sjávarfang. Í framtíðinni verða þær etv. fleiri og mætti nefna neysluvatn og jarðefnaeldsneyti í því samhengi.

Þó þessar tvær meginauðlindir okkar séu í eðli sínu býsna ólíkar, gilda mörg sömu lögmálin um þær. Hvort tveggja eru þetta auðlindir sem endurnýja sig og unnt er að nýta umtalsvert án þess að á þær gangi frá ári til árs. Bæði virkjanakostir og fiskimið liggja að mestu utan hefðbundins eignalands og má því með góðum rökum segja að þær séu í grunninn sameign þjóðarinnar. Af þessu mætti ráða að umgjörð þessarra tveggja mikilvægu atvinnuvega ætti að mestu að lúta sömu lögmálum. Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm hljótum við að byggja nýtingu þessara auðlinda á sömu grundvallarreglum – og ef ekki, þá hljóta að minnsta kosti að liggja góð rök að baki því.

Kerfin eru hins vegar gerólík.

  • Orkuvinnsla hefur frá upphafi verið nær alfarið á vegum hins opinbera. Landsvirkjun, Orkuveitan og önnur orkufyrirtæki hafa verið í eigu hins opinbera og skilað sínum arði þangað þegar hann hefur verið til staðar. Ríkið hefur sömuleiðis gert, ábyrgst og liðkað fyrir mörgum stærstu fjárfestingum sem gerðar hafa verið í orkugeiranum. Þrátt fyrir að margar þessara framkvæmda hafi verið umdeildar hefur verið nokkuð almenn sátt um þetta fyrirkomulag eignarhalds, hvort sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa kennt sig við hægri eða vinstri.
  • Um fiskveiðarnar gegnir hins vegar allt öðru máli. Úthlutun veiðiheimilda er jú á höndum hins opinbera, en í seinni tíð held ég að segja megi að öll vinnsla, fjárfesting og nýting þessarar auðlindar hafi verið á höndum einkaaðila. Litið hefur verið svo á að umsvif þessara fyrirtækja, skattgreiðslur þeirra og nú síðast mjög hóflegt auðlindagjald sé endurgjald þessara aðila fyrir nýtingu auðlindarinnar. Þrátt fyrir að fiskveiðistjórnunarkerfið sé mjög umdeilt virðist sömuleiðis gilda almenn sátt um það að nýting þessarar auðlindar sé á höndum einkaaðila, hvort sem menn kenna sig við hægri eða vinstri. Satt að segja man ég ekki eftir einum einasta manni sem hefur lagt til breytingar á þann veg að útgerð yrði almennt í höndum opinberra aðila – deilurnar hafa frekar snúist um endurgjald þeirra fyrir þá nýtingu.

Hvernig stendur á þessum mikla mun á því hvernig við meðhöndlum þessar náttúruauðlindir? Erum við ekki í hrópandi mótsögn við sjálf okkur með því að nálgast þær með svona ólíkum hætti? Þurfum við ekki að setja niður fyrir okkur einhver grundvallarviðmið í því hvernig við viljum að allar auðlindir séu nýttar þannig að þær nýtist landsmönnum sem best og hefja svo umbætur á þessum kerfum með hliðsjón af því? Þá munum við líka eiga auðveldara með að ákveða hvernig nýta eigi aðrar auðlindir, þegar og ef vinnsla þeirra hefst í stórum stíl.

Ég held að það væri okkur hollt að skoða þessi kerfi vandlega, reyna að átta okkur á því hvort það er einhver eðlismunur á auðlindunum sem réttlætir mismunandi nálgun í nýtingu þeirra og reyna að setja niður þær grundvallarreglur sem við viljum að gildi um þær. Mér vitanlega hefur þetta aldrei verið gert.

One comment

  1. Ágætt að spá aðeins í þetta. Held að þar sem orkan tengist almanna þjónustu og því hagur almennings að ekki eingöngu sé hugsað um að græða sem mest á auðlindinni í þágu hluthafa sé betra að hún sé í opinberri eigu. Reynslan erlendis sýnir að ef einkaaðilar koma að orkurekstri leiði það til verri þjónustu og hærri gjalda. Auðvitað er það líka þjóðarhagur að vel sé gengið um fiskimiðin, en þar sem afurðin er fyrst og fremst flutt úr landi ólíkt orkunni, er dálítið erfitt að bera þetta saman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s