Gagnatorg DataMarket komið í loftið!

Í vikunni opnuðum við hjá DataMarket almennan aðgang að gagnatorginu okkar.

Ég ætla að skrifa meira um það á persónulegu nótunum fljótlega, en læt nægja í bili afrit af tilkynningunni sem við sendum áskrifendum að fréttabréfinu okkar í gær (þið getið gerst áskrifendur hér).

Kæri áhugamaður um DataMarket,

Miðvikudagurinn 12. maí var stór dagur fyrir okkur, en þá opnuðum við fyrir almennan aðgang að lausninni sem við erum búin að vera að þróa í rúmlega eitt og hálft ár.

Það er okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar gagnatorgið: DataMarket.com

DataMarket tekur saman töluleg gögn frá ýmsum opinberum aðilum og gerir þau aðgengileg á einum stað með samræmdum eiginleikum, s.s. leitarmöguleikum, samanburði, tengingum við fréttaefni og aðra viðburði, og niðurhali gagna til dæmis til notkunar í Excel.

Það sem komið er inn eru meira og minna öll gögn sem birt eru opinberlega frá:

  • Hagstofu Íslands, þar með talin gögn úr ritinu Hagskinnu sem er yfirlit yfir sögulegar hagtölur.
  • Seðlabanka Íslands
  • Vinnumálastofnun
  • Fasteignaskrá
  • Orkustofnun; og
  • Ferðamálaráði

Að auki eru þar gögn frá Ríkislögreglustjóra og öll töluleg gögn úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Öll þessi gögn eru frá og með deginum í dag aðgengileg öllum netnotendum án endurgjalds á DataMarket

Þarna er að finna meira en 2.500 gagnasett frá framangreindum aðilum og samanlagt meira en sjö milljón tímaraðir um allt á milli himins og jarðar, þar á meðal: hitastig á Stykkishólmi, barnsfæðingar á mánuði frá 1853, atvinnuleysi iðnaðarmanna, raforkuframleiðslu með jarðvarma, útbreiðslu DVD spilara og kílóverð á súpukjöti svo fátt eitt sé nefnt.

Hvernig nýtist DataMarket mér?

Það fer algerlega eftir því við hvað þú starfar, á hverju þú hefur áhuga og hvaða ákvörðunum þú stendur frammi fyrir, en við erum handviss um að flestir geta notað DataMarket sér til gagns eða fróðleiks þegar þeir hafa tileinkað sér grunneiginleika þess.

Hér eru nokkur dæmi sem ef til vill kveikja einhverjar hugmyndir:

Einhverjir gætu líka haft áhuga á að bera saman mánaðarlaun bankastjóra þriggja stóru bankanna á árunum 2004-2008.

Ágæt leið til að kynnast eiginleikum DataMarket er að skoða þessi sýnidæmi og jafnvel fylgja þeim skref fyrir skref.

Innskot HG: Hér er myndband sem sýnir eitt þessarra sýnidæma:

Hafðu samband!

Þar sem DataMarket er spánný lausn, vitum við að þið eigið eftir að rekast á lausa enda sem við höfum gleymt að hnýta, hluti sem betur mega fara og fá hugmyndir sem gætu nýst okkur við áframhaldandi þróun. Þess vegna hvetjum við ykkur til að taka þátt í umræðum á spjallborðinu okkar eða senda okkur línu á hjalp@datamarket.com

Ef þið hafið áhuga á að vita meira um starfsemina, skoða samstarfsfleti eða forvitnast um hvaðeina sem snýr að lausninni eða fyrirtækinu, þá er netfangið datamarket@datamarket.com.

Takk fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Njóttu DataMarket!

Kveðjur,

DataMarket-hópurinn

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s