Orka og auðlindir

Þegar efnahagshrunið reið yfir heiminn haustið 2008 fékk ég stóraukinn áhuga á hagfræði, pólitík og efnahagsmálum. Ég sökkti mér á kaf í allskyns efni um þessi mál til að reyna að skilja betur það sem var að gerast. Allmargar bloggfærslur urðu til sem hliðarafurðir af því grúski mínu, þar á meðal ein mest lesna færslan sem ég hef skrifað: “Tími stórra breytinga“. Hún stendur enn býsna vel fyrir sínu og ég fullyrði að því breytingaskeiði sem þar var lýst sé engan veginn lokið.

Þetta grúsk hefur leitt mig áfram og undanfarið hefur áhuginn beinst meira og meira að orku- og auðlindamálum. Ég ætla reyndar að ganga svo langt að fullyrða að skilningur á þeim málum sé grundvallaratriði í að skilja efnahag, alþjóðapólitík og mannkynssöguna. Líka þá sem framundan er, því það eru margvísleg tímamót framundan í þessum málum. Ég lít engan veginn á mig sem sérfræðing í þessum efnum, en til að skerpa þessar pælingar mínar ætla ég að skrifa nokkrar bloggfærslur – eins konar glósur úr mínu grúski – sem ég vona um að koma af stað áhugaverðum umræðum um þessi mál og hjálpi mér að skilja frekar.

Akkúrat núna sé ég fyrir mér að þetta sé efniviður í 4 nokkuð ítarlegar bloggfærslur:

  • Orkumál
  • Málmar og önnur jarðefni
  • Matur og vatn
  • Ísland og auðlindirnar

Ég lofa engu um það hversu hratt ég mun koma þessu frá mér, en stefnan er a.m.k. sett á að gera þessum málum skil á næstunni, eins og annir við annað leyfa.

Fyrsta færslan er alla vegana komin í loftið. Svo sjáum við til.

One comment

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s