Nörd ársins!

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi síðastliðinn föstudag að hljóta nafnbótina Nörd ársins 2010.

Ég hef lengi beðið eftir því að einhver efndi til keppni sem ég ætti möguleika á að vinna og full ástæða til að þakka Skýrr fyrir að gera það.

Reyndar grunar mig að réttnefni titilsins væri “Athyglissjúkasta nörd ársins 2010” þar sem ég á ekki roð í marga af þeim sem hlutu tilnefningu í eiginlegum nördaskap. Líklega hefur fólki dottið í hug að tilnefna mig þar sem sum þeirra nörda-verkefna sem ég hef verið að vinna að hafa hlotið töluverða athygli, en það er auðvitað ekki síður að þakka þeim eðalnördum sem hafa unnið með mér að hlutum eins og DataMarket, Já.is og öðrum nördaskap í gegnum tíðina.

Einu sinni þótti niðurlægjandi að vera kallaður “nörd”. Fólk skiptist í þrjá hópa: “nörd”, venjulegt fólk og “töffara”. Það er hins vegar alltaf að sýna sig betur og betur að 21. öldin er öld nördanna. Þrjú dæmi:

  • Þrír ríkustu menn í heimi eru nörd
  • Borgarstjórinn í Reykjavík “var einu sinni nörd”
  • Obama hefði aldrei orðið forseti Bandaríkjanna nema með hjálp nörda-vina sinna

Eða eins og Bill Gates hafði einu sinni eftir í góðri ræðu: “Verið góð við nördana, það eru góðar líkur á að þið munið vinna fyrir eitt þeirra í framtíðinni”.

Takk fyrir mig, takk Skýrr, takk allir sem hafa nördast með mér í gegnum tíðina. Eins og sjá má var ég “geðveikislega” ánægður með titilinn:

6 comments

  1. Nördin voru hallærisleg á 20. öldinni. Hver las eiginlega myndasögur, voru það ekki nörd og lúðar? Er einhver að spá í því hvað Batman: The Dark Knight, Ironman 1 og 2, X-Men osfrv. eru að hala inn af tekjum? Eftir aldamótin eru nördar að komast sífellt meira í tísku. Til hamingju með þetta, hver veit nema þú sért einmitt svalasti maður Íslands? 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s