Menntunarstig Íslendinga – erum við best eða verst í heimi?

Ég sá á Facebook í dag að margir voru að vitna í aðsenda grein í Fréttablaðinu sem í stuttu máli gengur út á það að menntunarstig Íslendinga sé með því versta sem gerist.

Lykilsetning í greininni er eftirfarandi:

Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu.

Það ber svo mikið á milli fullyrðinga á borð við “menntaðasta þjóð í heimi” og “nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum” að mig renndi í grun að kannski væri raunveruleikinn ekki svart-/hvítur, heldur meira svona grár (eins og oft vill verða). Ég ákvað að kafa aðeins í þetta.

Sitjandi á einum stærsta gagnabanka opinberrar tölfræði sem til er, eru heimatökin hæg fyrir mig. Hér eru því nokkrir listar sem ég gat grafið upp í fljótu bragði og allir segja eitthvað um menntun á Íslandi í samanburði við aðarar þjóðir:

Fljótt á litið styður þetta hvorugan pólinn. Og það er reyndar venjan þegar svona fullyrðingum er slengt fram. Við erum bara “eitthvað svona meðal” í þessu, eins og reyndar í flestu öðru.

Að sjálfsögðu eigum við að gera sem best í að efla menntun, en þarna dregur greinarhöfundur fram einn af ótal mælikvörðum á menntunarstig og alhæfir útfrá honum.

Eigum við ekki að hætta að halda því fram að við séum alltaf annað hvort best eða verst í heimi í öllu og draga svo upp valda mælikvarða máli okkar til stuðnings?

3 comments

  1. Frábært að sjá tölulega nálgun á þessu. En ég held að það sé eitt í viðbót sem þú gætir skoðað, sem gæti sýnt að nettó fjöldi menntaðra sem er til taks fyrir atvinnulífið er lægri á Íslandi en í flestum öðrum löndum.

    Þar liggja tvær ástæður að baki. 1) vegna smæðar landsins er embættismannakerfið hlutfallslega stærra en í öðrum löndum; 2) þó að það sé rétt að langflestir Íslendingar sem halda erlendis á nám komi aftur til Íslands á endanum, þá eru margir (flestir?) sem eyða 2-5 árum erlendis fyrst eftir nám til að afla sér starfsreynslu, nú upp á síðkastið hefur þetta auðvitað aukist, en það er vonandi skammtímaatriði. Þessi ungi (og hlutfallslega ódýri…) og vel menntaði starfskraftur getur verið driffjöðrin í nýsköpun, og það er dýrt að missa það fólk frá atvinnulífinu.

    1. Það væri líka áhugavert að vita hvort upplýsingar um hvort hægt sé að mæla “brain drain” úr gögnunum. Ég heyrði í einhverjum þætti á bbc að eitthvað land í Afríku sem hafði orðið illa út úr brain drain byrjaði að halda skrá um menntun og netföng landsmanna sinna þ.a. þegar verkefni komust á koppinn þar sem menntun viðkomandi hentaði þá var hægt að senda tölvupóst til viðkomandi og reynt að laða fólk þannig til baka. Veit því miður ekki meira um hvort og þá hvernig þetta gékk en á yfirborðinu er þetta sniðug hugmynd.

  2. Það gleður mig alltaf að lesa pisla sem þennan þar sem hlutirnir eru hvorki gerðir alhvítir með tilheyrandi oflæti eða alsvartir með minnimáttarkenndina sem fylgifisk. Okkur Íslendingum gengur longum illa að feta meðalveginn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s