Tekjuskattur meðal-Jóns: Sundurliðaður reikningur

Nú er að hefjast árleg umræða um fjárlög næsta árs. Þá koma fram ýmsar mis-gáfulegar hugmyndir um tekjuöflun og niðurskurð, en flest eigum við svolítið erfitt með að átta okkur á öllum þessum tölum. 600 milljarðar króna eru ekki upphæð sem við tengjum auðveldlega við.

Í morgunútvarpinu á Rás2 í morgun gerði ég tilraun til að koma fjármálum ríkisins í persónulegara samhengi og stærðir sem fólk á auðveldara með að skilja og ræða þar með á skynsamlegum nótum.

Hugmyndin er einföld. Að setja tekjuskattinn okkar og sundurliðun hans fram eins og reikning fyrir hverri annari þjónustu sem við erum vön að kaupa:

Smellið á myndina til að sjá allan reikninginn

Viðtakandi þessa reiknings er “meðal”-Jón. Hann hefur 438 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði (þetta er skv. skýrslu Hagstofunnar um laun á almennum vinnumarkaði 2010). Jón býr í Reykjavík og borgaði því 13,03% í útsvar. Alls greiðir Jón þá rétt rúmlega 1.500 þúsund í tekjuskatt (að útsvari meðtöldu).

Þessu deilum við svo hlutfallslega niður í sömu hlutföllum og ríkisútgjöldin deilast niður skv. nýútkomnum Ríkisreikningi 2010 og þannig fáum við upphæðina á einstökum liðum á reikningnum hans Jóns.

Það er rétt að taka fram að (skv. upplýsingum í sama Ríkisreikningi, sjá bls. 10) telur tekjuskattur einstaklinga aðeins tæp 20% af heildartekjum ríkisins og við borgum því meira fyrir þessa þjónustu í gegnum aðra skatta og gjöld s.s. virðisaukaskatt, fjármagnstekjuskatt, tekjuskatt fyrirtækja, tryggingagjald o.s.frv. Allt fer þetta þó í sömu hítina (og úr henni) og því ekki ósanngjarnt að segja að svona skiptist sú upphæð sem við vorum rukkuð um á álagningarseðlinum fyrir nokkrum dögum síðan.

Það er rétt að taka fram að þetta er auðvitað mest til gamans gert og ber því ekki að taka of alvarlega. Öll gagnrýni og pælingar eru þó auðvitað velkomin.

9 comments

 1. Spurt er: Hvað þýða mínustölur?

  Framsetningin hefði líka gott af sebra-röndum eða álíka til að auðvelda auganu að tengja texta og tölur.

  Flott framsetning!

  1. Góð spurning. Svaranna er væntanlega að leita í téðum ríkisreikningi, en ég skal spara þér ómakið með að segja að þetta eru stofnanir/liðir sem hafa meiri tekjur en gjöld.

 2. Frábær samantekt, en að vísu er ósanngjarnt að taka með útgjaldaliði sem hafa markaða tekjustofna og eru því ekki greiddir af tekjuskatti einstaklinga, sbr úrvinnslugjald, samgönguverkefni sem eru fjármögnuð af eldsneytis- og þungaskatti (og fer því öðruvísi út úr vasa okkar) o.s.frv.

  1. Get alveg tekið undir það, enda “til gamans gert” eins og tekið er fram í færslunni.

   Það má þó færa rök fyrir því að þetta séu ekkert annað en sitthvor vasinn á sömu brók, því allt er þetta fjármagnað af ríkissjóði á endanum. Ég ætla samt ekki að halda uppi hörðum vörnum fyrir það sjónarmið 🙂

 3. Virkilega áhugaverð framsetning, takk.
  Frekar óþægilegt finnst mér að sjá hvað Dómsmálaráðuneytið er að kosta mikið umfram t.d. menntamálin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s