Af iðnaðarsalti

Ég fór í smá skoðunarleiðangur um internetið til að forvitnast um þetta iðnaðarsalt sem var í fréttunum í gær. Umræðan er að venju yfirborðskennd og lítið um nákvæmar upplýsingar í umfjöllun fjölmiðla. Hér er það sem ég komst að.

Á gömlu afriti af vefsíðu Ölgerðarinnar fann ég vöruna. Hana er ekki lengur að finna í vörulistanum á vef fyrirtækisins. Með smá fikti fann ég samt stóra og fína mynd af pakkningunum, enn á vefsvæði Ölgerðarinnar (afrit af myndinni hér ef hún skyldi hverfa).

Á pakkningunum stendur stórum stöfum “Industrial salt” og “For industrial use only”. Með góðum vilja má etv. skilja það þannig að matvælaiðnaður falli þar undir … og þó!

Innihaldslýsingin er líka vel sjáanleg þarna:

E536 virðist álitið nánast skaðlaust, en um E535 segir á Wikipedia “Despite the presence of the cyanide ligands, sodium ferrocyanide is not especially toxic (acceptable daily intake 0–0.025 mg/(kg body weight)) because the cyanides are tightly bound to the metal.” Frumheimildin þarna er þetta skjal frá WHO.

Bæði þessi efni er hins vega líka að finna í lýsingum á hefðbundnu matarsalti, enda koma þessi efni í veg fyrir að saltið kekkist.

Það virðist því ólíklegt að alvarleg hætta sé á ferðum eða einhver hafi orðið fyrir skaða af neyslu þessa iðnaðarsalts. Hins vegar falla efni til iðnaðarframleiðslu ekki undir jafn strangt eftirlit og matvara og því hefðu önnur snefilefni eða mengun verið líklegari til að komast í dreifingu með þessum hætti.

Eftir stendur því að það er alvarlegt að fyrirtækið leyfi sér að selja þessa vöru til matvælaframleiðslu á svig við lög og reglur og eins að eftirlitsstofnunin láti það óátalið.

Það er hins vegar engin ástæða til að fara á límingunum yfir því að einhver hafi orðið fyrir heilsutjóni af þessum sökum, nema fram komi nýjar og óvæntar upplýsingar.

Leikmannsrannsókn lokið 🙂

Uppfært 14. janúar kl 21:24: Herti aðeins á orðalagi varðandi “For industrial use only”. Það er erfitt að spyrja sig ekki spurninga um það hvort efnið sé raunverulega ætlað til neyslu með þessa merkingu þarna. Áréttaði líka í niðurlaginu að ekki sé ástæða til að fara á límingunum af ótta við að einhver hafi orðið fyrir heilsutjóni. Eftir sem áður er full ástæða til að taka þetta alvarlega, fara vandlega yfir starfsemi fyrirtækisins og eftirlitsaðilanna, spyrja erfiðra spurninga og grípa til aðgerða eins og tilefni reynist til.

35 comments

 1. Svipað mál:
  http://www.chinapost.com.tw/health/other/2009/11/18/233164/Industrial-salt.htm

  “The major differences between industrial salt and edible salt are the levels of heavy metal materials. Industrial salt can contain a much higher level of heavy metal materials that could possibly harm the immune and reproduction systems in humans, and might cause cancer. Pro-longed consumption of industrial salt might also cause problems with thyroid glands.”

  1. Það er ekki gefið að þetta sé sambærilegt mál. Nú vitum við efnasamsetningu saltsins sem var selt hér, en í þessari frétt er a.m.k. gefið í skyn að efnasamsetningin í kínverska dæminu sé eitthvað flóknari. Sennilega er alls ekki það sama “iðnaðarsalt” og “iðnaðarsalt”.

   Samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum í fréttum RÚV í kvöld virðist munurinn á þessum vörum helst fólginn í eftirliti og uppfyllingu staðla (sem er auðvitað mikilvægt), en að öðru leyti fara í gegnum sama framleiðsluferli og matarsaltið þeirra. Það er full ástæða til að fara fram á skýr svör á því í hverju munurinn á þessum tveimur vörum er fólginn og hvaða snefilefni – ef einhver – gætu t.d. sloppið í gegn um iðnaðarsaltsframleiðsluna sem ekki gera það í matarsaltinu.

  2. Thad er varla fraedilegur moguleiki ad fyrir thetta verd hafi Egill &Co fengid 99,9% hreint NaCl. Thad myndi flokkast sem mjog hreint efni og vera gjaldgengt a efnafraeditilraunastofum til ad kvarda maelitaeki og er selt tiltolulega dyrum domum. Thad sem a thessum pakka er kallad NaCl er liklega e-t mix af NaCl (ég myndi skjóta á vel yfir 95%, veit samt ekki) og svo alls konar öðrum efnum, t.d. (thung-)málmum. Hvad thetta er haettulegt er omogulegt ad segja til um an thess ad efnagreina thetta serstaklega.

 2. Hjalli þú ert þarna með fína athugun á saltinu sem slíku, sem er gott mál. 🙂

  Þú skautar hins vegar framhjá tvennu sem mér finnst einmitt stórmál í þessari frétt. 1) í 13 ár kaupir fyrirtæki undirmálsvöru og selur (að því er virðist) sviksamlega sem eitthvað annað. Salt til matvælagerðar selst víst á allt að tíföldu verði á við iðnaðarsaltið. Mér finnst stóra málið vera sviksama blekkingin sem átti sér stað til að ná 13 ára gróða. Þetta finnst mér ekkert öðruvísi en ef þú hefðir keypt fínasta nautahakk í 13 ár af fyrirtæki með topp reputation og notað á veitingastaðnum þínum til frekari matargerðar – kemst svo að því að þetta var allan tíman blandað hakk sem fæst í Bónus á 10-15% af því sem þú varst að borga fyrir það. Það er mjög stórt vandamál, þó svo að heilsu viðskiptavina þinna hafi ekki endilega verið hætt.

  2) eftirlitsaðilinn – þarna virðast vera 2 eftirlitsaðilar og hvorugur þeirra segir neitt í tæp 13 ár og þegar annar þeirra fer með þetta í fjölmiðla kvartar hinn yfir gagnrýninni, fremur en að koma með málefnaleg rök. Raunar finnst mér ekki síður skandall að eftir athugun segir eftirlitsaðilinn í fínu lagi að selja umframlagerinn. Það þætti mér í lagi ef hann hefði sagt “þú mátt selja þetta – en frá og með í dag máttu ekki selja þetta nema upplýsa að fullu um hvers konar salt þetta er og ekki er æskilegt að þú sért að selja þetta til aðila í matvælaframleiðslu”.

  Mér þykir eftirlitshlutverkið mjög mikilvægt og því mjög alvarlegt þegar manni sýnist eftirlitsaðilinn sjálfur ekki taka því alvarlega.

  Hvað verður um salmónellusýktan kjúkling ef hann væri ekki að finnast (og reportaður o.s.frv.) af eftirlitinu? Jú, hann væri í næstu búð og síðan eldhúsinu þínu. Lauslega frá tölfræðivinklinum mætti benda á sama, að jafnaði væri kannski lítið af salmónellukjúkling í búðum þó ekkert eftirlit væri til staðar (average = fine), en eftirlitið er akkurat til að sjá til þess að það sé ekki “bara stundum, no biggie” heldur sé helst aldrei. Sama með flestöll eftirlit. Þmt í þessu tilfelli.

  En – samt ánægður að þú tókst svona leikmanna-voice of reason 🙂 hefði bara viljað sjá hina 2 vinklana inni í þessu hjá þér líka 😉

  1. Ég er barasta alveg sammála þér Kristján, enda er þetta í raun það sem ég segi í niðurlaginu hér að ofan, bara í aðeins færri orðum:

   “Hins vegar falla efni til iðnaðarframleiðslu ekki undir jafn strangt eftirlit og matvara og því hefðu önnur snefilefni eða mengun verið líklegari til að komast í dreifingu með þessum hætti.

   Eftir stendur því að það er alvarlegt að fyrirtækið leyfi sér að selja þessa vöru til matvælaframleiðslu á svig við lög og reglur og eins að eftirlitsstofnunin láti það óátalið, en það er engin ástæða til að fara á límingunum.”

   …og þar á ég við að það sé óþarfi að fara á límingunum af ótta við að einhver hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna þessara óásættanlegu vinnubragða eftirlitsaðilanna og – sérstaklega – Ölgerðarinnar.

   1. Já ég hljóp sennilega að einhverju leiti á mig, því við fyrsta lestur fannst mér þetta meira eins og að rétt í lokin kæmi svona “by the way…” mention á þessum 2 atriðum og að “límingarnar” vísuðu til þess. En þá erum við í það minnsta sameiginlega búnir að dekka þetta allt saman mjög vel, hlýtur að vera.. ;o)

 3. Ég ætlaði að segja það sem Kristján sagði.

  Ásamt því að bæta við þessu leikriti:

  Ölgerðin: Yes hello is this mr. Salt?
  Mr. Salt: Hello mr. Egill.
  Ölgerðin: I would like to order salt. Lots of salt.
  Mr. Salt: Yes I have salt. Two types. Salt of the earth and INDUSTRIAL SALT.
  Ölgerðin: Yes, yes. The prices?
  Mr. Salt: The INDUSTRIAL SALT is cheaper. And also more industrial.
  Ölgerðin: We will take that. Yes we will.

 4. Þess vegna er saltið selt sem iðnaðarvara „For industrial use only“ að það eru mestar líkur á að það uppfyllti skilyrðin til að teljast margfalt dýrara matarsalt.
  Fyrir iðnarðarsalt fæst aðeins innan við 1/5 af verði matarsalts.
  Framleiðandi sem hefur í höndunum vöru sem líklegat uppfyllti öll skylirði til að verða seld sem matarsalt selur hana ekki árum saman í miklu magni sem iðanðarsalt fyrir aðeins brot af því sem fæst fyrir hina — nema vegna þess að hann á vart að óbreyttu möguleika á að fá vöruna viðurkennda til manneldis.
  Það starfar aðeins og eingöngu af því að saltið er mengað þungmálmum og/eða öðrum efnum sem teljast óhæf til manneldis og of kostnaðarsamt er að fjarlægja úr saltinu.

  1. „ að það uppfyllti EKKI skilyrðin til að teljast margfalt dýrara matarsalt“ átti að standa þarna.

 5. Í fréttunum í kvöld kom fram að iðnaðarsalt hefði verið selt hér til matvælafyrirtækja áratugum saman. Og það rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var í matvælafræðinni 1996-1999 þá fórum við í fyrirtækið Jón Ásbjörnsson niðri við höfn og fengum salt til að nota í vöruhönnun á söltuðum þorsklundum sem við svo djúpsteiktum í kjúklingabaunadeigi. Okkur var bent á stóran kassa fullan af grófu salti sem var með bleikri slikju (ég er ekki að ýkja). Ég hryllti mig og spurði af hverju saltið væri svona á litinn, og svarið var að þetta væri iðnaðarsalt. Við fengum nokkrar skóflur af þessu í fötu, og notuðum annars vegar í saltpækil og hins vegar til að kafsalta þorsklundir. Útvötnuðum svo mjög vísindalega og djúpsteiktum í eldhúsinu heima. Fengum hóp til að skynmeta vöruna og allt. Enginn kvartaði yfir skærbleiku salti.

  1. Mjög athyglsivert og takk fyrir að gerina frá þessu Anna.
   Ég hef einmitt verið að spyrja þessarra spurninga hér á vefnum að þessu tilefni hverskonar salt erum við að nota á saltfisk.
   Þekktur er gul-litarvandi í saltfisk sem við Íslendingar leystu með öðru ólöglegu efni til að hvíta fiskinn til baka. Nú les ég í skýrlsu hjá Matís að guli liturinn sé í réttu hlutfalli við kopar í saltinu — en kopar á einfaldlega ekki að vera í matarsalti, svo af því er ljóst að sá vandi hyrfi bara við að nota löglegt neyslusalt.

 6. Er það á ábyrgð Ölgerðarinnar að kaupendur kunna ekki að lesa?

  Ef ég labba inn í Heklu og segist áhugasamur um Skoda en bendi svo á MMC, er það þá sölumannsins að vita betur hvað ég vill?

  Ég ætla að vona að enginn skynsibitastaðurinn sé að versla feiti af Heklu sem á að nota í eh Caterpillar gröfuna…

  Þá væri Hekola í sjúpum skít (eða þannig).

  1. Þetta er nú ódýr samlíking, en ég skal spila með:

   Ef Hekla væri með deild eða dótturfyrirtæki sem sérhæfði sig í innflutningi hráefni til matvælaframleiðslu og listaði þar koppafeiti innan um kókosolíu og steikingarfeiti, væri misskilningur kaupenda a.m.k. að einhverju leyti á ábyrgð Heklu.

   Ef Hekla hefði komist að því að skyndibitastaðir hafi verið að nota koppafeiti í kokteilsósu í 13 ár hefði og þá sótt um undanþágu til eftirlitsaðila til að halda því áfram er ljóst að ábyrgðin er að einhverju leyti þeirra. Þeir geta a.m.k. ekki haldið því fram að þeir hafi bara haldið að American Style ætlaði að nota þetta á skurðgröfurnar sínar.

   Hins vegar vekurðu athygli á punkti sem enn hefur ekki verið mikið ræddur í þessu samhengi: Kaupendur iðnaðarsaltsins hafa að sjálfsögðu upp til hópa vitað hvað þeir voru að kaupa og horft á það með blinda auganu (eða jafnvel glaðvakandi) þar sem innkaupaverðið er miklu lægra.

 7. Matvælastofnun komst að því í nóvember 2011 að 91 matavælafyrirtæki höfðu í 13 ár keypt iðnaðarsalt til nota í matvælaframleiðslu. Þetta er auðvitað aðaðlatriðið. Það er algjör aukaatriði hvort við höfum verið svo “heppin” að iðnaðarsaltið innihélt engin aukaefni svo sem þungmálma (nóg er komið af kadmíum í bili), díoxín, nítrötum og eða joði, sem er í raun eitur hér á landi vegna mikillar fiskneyslu hér á landi. Hvers vegna komast fyrirtæki í matvælaiðnaði upp með það að nota iðnaðarsalt í stað matarsalts? Hvað er mikið af aukefnum í smjöri, brauði, ostum, unnum kjötvörum, saltfiski o.fl. sem rekja má til iðnaðarsalts? Veit það einhver? Er öllum sama? Hvar ligur ábyrgðin? Hvaða 91 fyrirtæki eru þetta? Allt upp á yfirborðið í norræna velferðarkerfinu eða ekki?

  1. Sé nú ekki á neinn hátt tengingu við norrænt velferðarkerfi eitthvað sérstaklega í tengslum við þetta mál – t.d. eru hlutir sem þessir vaktaðir gríðarlega agressíft (alla jafna) í USA.

   En, að öðru leyti algerlega sammála þér. Þess vegna skiptir í raun sáralitlu máli í umræðunni að ekki hafi farið illa þetta skiptið (að því er virðist – því flest þessi efni valda jú sínum vandamálum þegar þau safnast upp, ekki strax við neyslu) því með sömu rökum gætum við lagt niður alla eftirlitsstarfsemi og allar reglur samstundis. Því meiraðsegja þegar eina skiptið kemur uppá sem illa fer yrði það eflaust bara útskýrt sem gríðarlega ólíklegt skref frá norminu, eins konar “freak accident”, sem meira eftirlit myndi engu um breyta. Og nei, ég er ekkert sérstaklega að reyna að draga samlíkingu við fjármálageirann og slíkt, einskær tilviljun að þegar ég lít yfir ritaðan texta sé ég að það gæti eins átt við þar…

 8. Miðað við lög um matvæli þá hafa stjórnendur Ölgerðarinnar gerst sekir um alvarlegt lögbrot.

  Ef rýnt er í lögin um matvæli þá er eru þeir búnir að gerast brotlegir við lög og ættu ef allt væri eðlilegt að fá dóm fyrir brot sín.

  Hér eru nokkrar greinar laganna sem vert er að hafa í huga við þetta alvarlega mál.

  3. gr. Þannig skal staðið að framleiðslu og dreifingu matvæla að þau valdi ekki heilsutjóni og að ekki sé beitt blekkingum í viðskiptum með þau.

  8. gr. b. Óheimilt er að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg, þ.e. heilsuspillandi eða óhæf til neyslu. Stjórnandi matvælafyrirtækis ber ábyrgð á að uppfylltar séu kröfur laga og stjórnvaldsreglna sem gilda um starfsemi þess á hverjum tíma. Stjórnandi ber ábyrgð á öllum stigum framleiðslu og dreifingar í fyrirtækjum undir hans stjórn og skal sannprófa að þessum kröfum sé fullnægt.

  31. gr. Brot gegn ákvæðum þessara laga og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum.

  Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á stjórnanda eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Þó skal lögaðili ekki sæta refsingu ef um óhapp er að ræða. Einnig má, með sömu skilyrðum, gera lögaðila sekt ef stjórnandi eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot.

  Mál út af brotum skv. 1. og 2. mgr. skulu sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.]1)

  Lögin má lesa hér:
  http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=%2Fwwwtext%2Fhtml%2Flagasofn%2F139b%2F1995093.html&leito=matv%E6la

 9. Ég fann þessar upplýsingar um E536, sem er ekki alveg samhljóða wiki síðunni: http://www.mbm.net.au/health/500-585.htm

  Hér er lýst aukaverkunum, sem ekki eru óalgengar eftir að fólk hafi borðað mikið saltaðan mat.

  E536 Potassium ferrocyanide Prepared from hydrogen ferrocyanide and potassium hydroxide. Synthetic crystallising agent. Metal removal in wine, anti-caking agent, seasonings, spices. By-product of coal gas production; low toxicity, reduces oxygen transport in the blood, which in turn may cause breathing difficulties, dizziness or headache. Banned in the United States.

   1. Sammála, soldið sérstakt. Hélt að fólk myndi frekar kommenta ef það hefði eitthvað til málanna að leggja, fremur en að það klæji svo í lófana að röfla yfir einhverju ótengdu á hvaða spjallborði sem er…

 10. Hvað með t.d. sjávarsalt sem við kaupum í matvöruverslunum? 15% af þyngd sjávarsalts er ekki NaCl (salt), enda unnið úr sjó og inniheldur allt sem sjórinn inniheldur nema vatnið. Sjávarsalt eins og t.d. Maldon sem matargúrúar mæla með og kostar meira en venjulegt borðsalt, inniheldur m.a.súlfat, brómíum og strontíum (http://en.wikipedia.org/wiki/Sea_salt). Í sjó er nokkuð af kviasilfri, arsen og kadmíum sem mælist m.a. í fiski, og því geri ég ráð fyrir að kadmíum finnist einnig í sjávarsalti. Borðsalt sem selt er í búðum inniheldur auk þess viðbætt joð (til að fyrirbyggja joðskort í okkur) sem hvorki iðnaðarsalt né sjávarsalt innihalda. En borðsalt inniheldur líka þessi viðbættu efni sem iðnaðarsalt inniheldur til að hindra að það klekkist.

  Í dag er líka hægt að kaupa mjög dýrum dómum svokallað Himalyan salt (http://en.wikipedia.org/wiki/Himalayan_salt) í fínni heilsubúðum og heilsurekkum matvöruverslana sem sumir heilsugúrúar mæla sérstaklega með. Himalyan salt (sem er markaðsheiti til að blekkja fólk) er óhreinsað námusalt beint úr annarri stærstu salt námu heims í Pakistan í Khewra ( töluvert frá Himalya fjöllum) (http://en.wikipedia.org/wiki/Khewra_Salt_Mines), námu sem hefur verið nýtt frá dögum Alexanders mikla (2300 ára gamlar). HImalyan salt hefur bleikan lit (vegna snefilefna) og hefur ekki verið hreinsað eins og borðsalt eða iðnaðarsalt sem kemur m.a. frá sömu námu (árs framleiðsla ca. 500 þ. tonn.) Himalyan salt inniheldur m.a. gifs og ýmis önnur steinefni. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sé ástæðu til að banna Himalyan salt eða vara neytendur við blekkingunni, enda ekki ekki líklegt að neysla í hófi valdi okkur meiri skaða en saltneysla almennt. Ekki er heldur hægt að sýna fram á að Himalyan salt bæti heilsu okkar.

  Meðalneysla einstaklinga á salti hér á landi og á vesturlöndum er hins vegar óhófleg og yfir heilsuverndarmörkum og stuðlar m.a. að háum blóðþrýstingi, sykursýki og nýrnaskemmdum (http://www.mayoclinic.com/health/sea-salt/AN01142 ). Hár blóðþrýstingur og sykursýki valda hjarta- og æðasjúkdómum sem er einn stærsti kostnaðarliður í heilbrigðiskerfi okkar.

  Þetta iðnaðarsalts dæmi snýst hvorki um okkur neytendur né heilsu okkar, heldur um að viðhalda eftirlitskerfinu. Ef yfirvöldum væri annt um heilsu okkar myndu þau vara okkur við þeim matvælum sem salti er bætt í.

  1. Frábær og fróðlegur pistill Geir.

   Ég er reyndar ekki alfarið sammála því að þetta mál snúist um eftirlitskerfið. Það brást jú hérna, en umfram allt brást Ölgerðin og kaupendurnir. Fóru á svig við lög til að spara sér peninga og það verður því miður að teljast líklegt að flestir, ef ekki allir í þessu ferli hafi gert það vitandi vits.

  2. Mjög gott innlegg í þessa umræðu. Ég vil einungis setja spurningamerki við fullyrðinguna að saltneysla sé almennt óhófleg í hinu hefðbundna mataræði vesturlandabúa. Umræðan um heilsuspillandi áhrif salts er langt frá því að vera lokið og niðurstöður rannsókna eru hvorki augljósar né afgerandi á einn veg. Yfirlitsgrein: http://www.nytimes.com/2011/05/04/health/research/04salt.html?_r=1

   Önnur grein í Scientific American sem gengur svo langt, að tala um ákveðið samsæri og pólitískan áróður gegn salti. Sel það ekki dýrara en ég keypti það! (Take it with a grain of salt?)

   http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=its-time-to-end-the-war-on-salt

   1. Sjávarsalt er unnið úr hreinum sjó og gengur undir eftirlit
    Allt efni er nátturulegt og allt jarðarlíf er uppsprottið af sjónum
    En auðvitað er allt neyslu gott í hófi

   2. Það má vel setja spurningarmerki við fullyrðingar um hættu óhóflegrar saltneyslu, svona svipað og núna eru vísindamenn farnir að setja spurningar við fyrri fullyrðinar að mettuð fita sé slæm fyrir heilsuna. Vísindin eru stöðugt í þróun og við ný “sannindi” koma í ljós og eru í gildi þangað til vísindin kollavarpa þeim einhverntíma í framtíðinni. En gildir ekki enn þá hin gamla speki, allt er best í hófi? Líka saltneysla.

    Hermann Huijbens vill meina að sjávarsalt sé unnið úr hreinum sjó og undir eftirliti, en það breytir því ekki að í því salti er fullt af aukaefnum, þar á meðal geta verið þar þrávirk efni sem núna eru að greinast í fiski og færast upp fæðupíramíndan. Það er töluverð blöndun í sjónum og efni dreifast um allan heim og mælast þar sem engin iðnaður er í þúsunda km fjarðlægð eins og á norðurslóðum. Það er á hinn bóginn væntanlega mjög lítið af slíkum efnum í saltinu miðað við t.d. stóran/gamlan feitan fisk sem er ofalega í fæðupýramíndanum og því ætti sjávarsalt að vera alveg meinlaust til neyslu. Námusalt, sem iðnaðarsalt er unnið úr, er upphaflega komið úr enn hreinn sjó fyrir þúsundum eða milljónum árum síðan og inniheldur væntanlega svipuð efni og núverandi sjávarsalt að frádregnum þeim mengunarefnum sem við mennirnir höfum verið að bæta í sjóinn á undarfðrnum tveimur öldum.

   3. Svo ég leiðrétti mig aðeins .Iðnaðar- og borðsalt er hreinsað námusalt og því ekki rétt hjá mér að hér að ofan að iðnaðarsalt (99,9% NaCl) innihaldi svipuð efni og sjávarsalt (85,6% NaCl)

 11. Guð sé lof að þetta er salt sem er yfirlegt bara 1- 2% innihald neysluvaran,Ef þetta var t.d hveiti vorum við kannski allir dauðir. Eftir á að koma langtíma áhrif í ljós. upplýsingar um innihald fáist kannski á Akzo Nobel.nl Þar er selt toppgæða málning enda stærtsta fyrirtæki í Evrópu á þeirra svið.

 12. Það sem stendur upp úr er dapra hið dapra eftirlitskerfi sem við meigum búa við. Það eru ófáar eftirlitsstofnanir á Íslandi og nú er svo komið að við höfum fengið staðfest að eftirlit með fjármálum og matvælum hefur verið undir væntingum, og í vasa iðnaðarins sem þeir áttu að fylgjast með. Lög og reglur skipta engu máli ef eftirlit er ekki til staðar. Hef starfað við matvælavinnslu erlendis svo árum skiptir, í fleiri en einu landi, og ég þori fullyrða að þótt ég hefði viljað það, þá hefði mér ekki tekist að nota vel merkt iðnaðarsalt.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s