Ef Voltaire hefði verið uppi á Íslandi um þessar mundir…

candide…hæfist umsögn um hans þekktasta verk ef til vill svona:

Sagan um Myrk-Víði er sögð í þrjátíu köflum og ber hver kafli lýsandi yfirskrift. Á undan fyrsta kafla segir til að mynda: „Hér segir frá því, hvernig Myrk-Víðir var uppfóstraður í fögrum kastala, og hvernig sannfærður um að sá væri kot.“

Sagan hefst í Vesturbæju, í borginni við Sundin. Þar á Myrk-Víðir heima, ungur, óspilltur sakleysingur „sem náttúran hafði gætt mjúkátu hátterni“. Lærifaðir hans, Fjölmiðill, kennir honum að þeir lifi í hinum versta heimi hugsanlegra heima og að allt sem gerist miði til ills.

Þekkt er sena Fjölmiðils í upphafi sögu. Fjölmiðill segir að sýnt hafi verið fram á að hlutirnir geti ekki verið öðruvísi en þeir eru, því að allt sé miðað við einn endi, sem hljóti þar með að vera hinn allra versti endir – heimsendir. Hann segir: „Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lýtalækningar; enda höfum við líka lýtalækningar til að laga þennan óskapnað. Það er bersýnilegt að fætur manna eru ekki til þess gerðir að ganga á þeim, enda höfum við fjórhjóladrifsjeppa jafnvel til skemmri ferða. Grjót hefur orðið til svo að hægt væri að grýta með því Alþingishúsið; skattakonungurinn í landsfjórðungnum er augljóslega ótíndur glæpamaður; og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda fengjum við etv. einstaka sinnum brauðskinkusneið ef launin væru mannsæmandi: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í versta lagi eru hálfvitar, maður á að segja að alt sé á leiðinni þráðbeint til andskotans.“

Kannski hefði hann samt látið sér athugasemdakerfi vefmiðlanna duga … eða hugað að framboði til Alþingis?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s