Krónuheilkennið

Mynd: Danny Nicholson

Mynd: Danny Nicholson

  • Það var krónan* sem olli fáránlegu innstreymi fjármagns á bóluárunum (nú “snjóhengjan”)
  • Það var krónan sem gerði íslensku bönkunum kleift að vaxa langt umfram svipaða banka annars staðar í heiminum
  • Það var vegna krónunnar sem sá vöxtur olli kerfisáhættu meðal 300þús manns sem ekki höfðu sér neitt til saka unnið (annað en að vera ekki búin að sjá í gegnum krónuna)
  • Það var krónan sem minnkaði kaupmátt Íslendinga í Hruninu
  • Það er krónan sem þarf að plástra með gjaldeyrishöftum og draga þar með úr tækifærum Íslendinga til þátttöku í alþjóðaviðskiptum og -tækifærum
  • Það er krónan sem þarf að plástra með verðtryggingu og gerir það að verkum að Íslendingum bjóðast ekki og mun ekki bjóðast sambærileg kjör til fjármögnunar húsnæðiskaupa og fólki í nágrannalöndunum.

Samt elska menn krónuna. Hvað er þetta? Eitthvað tilbrigði við Stokkhólmsheilkennið?

Og svo þetta sé nú ekki bara kvart og kvein án þess að leggja til lausnir, er best að ég vitni af hógværð í 2 árum yngri sjálfan mig:

Þetta er mikilvægasta mál íslensks samtíma. Miklu mikilvægara en flestir gera sér grein fyrir,

[…]

Að halda – og halda fram – að aðeins ein leið sé fær og skella sjálfkrafa skollaeyrum við öllum hugmyndum um annað er barnaskapur. Möguleikarnir eru fjölmargir. Viðfangsefnið er að finna þann sem hefur fæsta galla.

Það þarf að fá bestu hagfræðinga og peningamálamenn samtímans til að vega og meta þessa kosti í opnu ferli þar sem jafnframt er lögð áhersla á að útskýra stöðuna, leiðirnar og kosti og galla hverrar um sig á einfaldan og skiljanlegan hátt fyrir almenningi. Jafnframt þarf að tryggja að öllum spurningum og ábendingum sem upp koma sé svarað skýrt og skilmerkilega og þær metnar inn í leiðirnar eftir því sem við á áður en ákvörðun er tekin.

Af gjaldeyrishöftum, dægurþrasi og sandkassapólitík, 12. apríl 2012

* Krónan er hér í merkingunni íslenska krónan með því peningastjórnunakerfi sem komið var á laggirnar 2001 og hefur ekki verið breytt í neinum grundvallaratriðum að öðru leyti en að bæta við gjaldeyrishöftum.

6 comments

  1. Að þurfa svo að skýra út hvernig þú notar orðið krónan með * neðst í greininni er algerlega frábært.

    Semsagt þú ert að tala um krónuna sem endurskilgreint hugtak sem nær yfir alla þá þætti sem stuðluðu að hruni.

    Af hverju vorum við annars að eyða peningum í rannsóknarskýrslu ?

    Af hverju gáfum við bara ekki út tvíblöðunga með þínum upplýsingum og skýringum á því hvað orðiið krónan nær yfir. Og svo litmynd af krónunni á bakhlið. Svo allir fávitarnir skilji og viti hvað þú ert að tala um.

  2. Frumstæð greining þar sem ráðist er á gjaldmiðil, þið eruð nokkrir svoleiðis þegar athyglin beinist að okkar eigin vandamálum. Nei, það var ekki krónan, það var ekki gjaldmiðillinn. Hvernig útskýrirðu fjármálahrun USA, margra evrulanda sem enn stendur yfir eða fjármagnshöft á Kýpur,?

    Það kemur gjaldmiðlum ekkert við.

    Nei, það sem olli okkar hruni er siðferðislega gjaldþrota þjóð sem er dofin af kúgun, mjög mikil spilling opinbera kerfisins og ekki síst, sem er kjarni málsins, auðlindgjafir, en þær meina okkur að byggja upp almennilegt þjóðfélag. Við tókum ekki eftir þessu meðan skuldsetningin vatt upp á sig, rétt eins og aðrar þjóðir tóku ekki mikið eftir þessum atriðum hjá sér meðan skuldsetning þeirra vatt upp á sig. Nú blasir þetta við. Til upprifjunar má benda á Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið.

    Því fyrr sem fólk fer að ræða það í stað tittlingaskíts eins og gjaldmiðil, því fyrr verður hægt að byggja upp sómasalegt þjóðfélag á Íslandi. Fyrr gerist það ekki, það er ekki mögulegt, sama hvernig menn reyna að snúa sér út úr því vandamáli, það er ómögulegt. Það sem mikilvægara er, það verður að gerast áður en hægt er að spá í öðrum gjaldmiðlum, við erum ekki gjaldgeng inn í einhvers konar myntsamstarf með þessa spillingu okkar hér á landi.

  3. Ari. Alveg rétt, það er fleira að, ein eitt af aðalverkfærum þeirra “afla” sem þú ert að tala um til að hafa þessi tök á þjóðinni er gjaldmiðillinn. Ég er reyndar á þeirri skoðun að það sé gallað umhverfið sem gerir það að verkum að aðilar eins og þeir sem þú ert að tala um koma fram, rétt eins og það koma fram fuglategundir með mismunandi löguð nef eftir því hvaða fæða er í boði í umhverrfinu. Sjá: https://hjalli.com/2008/12/15/kreppan-er-kerfisvilla/

  4. rtu með hugmynd eitthvað annað sem er betri en króna, Hjalli?

    Telur þú að Evran sé eitthvað betri?

    Af hverju varð hrun í Grikllandi, Spáni, Portúgal og Írlandi?

    Og af hverju eru Frakklandi og Ítalía á lánuðum tíma þar sem gengi Evrunnar er haldið háu með með því að dæla inn skattpenningum borgara Evru-ríkjanna?

    Er það svona framtíð sem þú vilt fyrir Ísland, að taka upp Evru sem haldið er á lífi með skattfé borgara Evrulandanna?

    Krónan er ekki orsakavaldur hér, heldur þeir sem sýsluðu með fé. Mundu að “guns don´t kill people, but people kill people”.

    1. Eins og fram kemur í tilvitnuninni í pistlinum að ofan, þá snýst þetta ekki bara um Evru vs. krónu. Ég er þó sannfærður um að Evran er margfalt betri gjaldmiðill en núverandi króna, þó hún sé engin töfralausn og vel hægt að klúðra málum með henni eins og án. En það kunna að vera aðrir enn minna vondir kostir í stöðunni, ef einhver fæst til að leggjast í alvöru greiningu og umræðu um þessi mál.

      Aðalpunkturinn er nefnilega sá að það er sorglegt að horfa upp á það – ár eftir ár – að enginn þorir að takast á við gjaldmiðilinn, peningastefnuna og efnahagsstjórnina (=krónuna) heldur frekar glíma við einstakar afleiðingar af þessari vitleysu, eða einhver smámál sem engu skipta í stóra samhenginu. Mér er skítsama þó gjaldmiðillinn heiti króna, ef hann bara virkar fyrir samfélagið sem er að nota hann. Núverandi króna er ekki að gera það.

      Og fyrst við erum farin að tala um að byssur drepi ekki fólk, þá er krónan einmitt eitt það “vopn” sem misvandað fólk hefur notað til að hafa áhrif á íslenska hagkerfið sjálfu sér til hagsbóta í gegnum tíðina. Það væri mikið fengið með “afvopnun” á því sviði.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s