data

Icesave-reiknir leiðréttur

Eftir ábendingu frá vökulum notanda, fundum við villu í Icesave-reikninum sem DataMarket setti í loftið í samvinnu við mbl.is í síðustu viku. Sjá fyrri færslu.

Villan gerði það að verkum að áhrif breyttrar kröfuraðar voru ofmetin í þeim tilfellum þegar endurheimtar eignir Landsbankans verða verulegar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.

Að öðru leiti stendur reiknilíkanið óhaggað. Allar skýringar eru óbreyttar og eftir sem áður réttar.

DataMarket – sem ber ábyrgð á reikniverki Icesave-reiknisins – biðst afsökunar á þessum mistökum.

Áhrifin eru umtalsverð. Breytingin frá grunnforsendum, við það að breyta kröfuröðinni er 87,8 milljarðar króna nú í stað ríflega 200 milljarða áður. Frávik í öðrum dæmum fara – eins og segir í tilkynningunni – eftir því hve mikið af eignum Landsbankans endurheimtast.

Leiðrétting þessa efnis mun birtast á mbl.is í fyrramálið.

Þetta særir stoltið auðvitað töluvert. Ástæðuna fyrir því að þessi villa slæddist með má rekja til ónógra prófana áður en reiknirinn fór í loftið, en forsendurnar og útreikningarnir eru – eins og sjá má í útskýringum við reikninn – býsna margslungin.

Rétt skal vera rétt og við lærum af þessum mistökum.

Þróun búsetu á Íslandi

DM-iconHjá DataMarket erum við alltaf að fikra okkur áfram í meðhöndlun og framsetningu ólíkra gagna.

Áherslan hjá okkur þessa dagana er mikið á íslenskum efnahags- og þjóðfélagsgögnum, enda stefnum við á að opna svokallað Gagnatorg um íslenskan efnahag innan skamms.

Við ákváðum að æfa okkur aðeins í framsetningu landfræðilegra gagna og reyna að gera breytingum á búsetu landsmanna síðustu öldina skil.

Gögnin sem við unnum með að þessu sinni voru mannfjöldatölur eftir sveitarfélögum sem Hagstofan heldur utan um. Afraksturinn má sjá í vídeóinu hér að neðan. Hver hringur á kortinu táknar s.s. eitt sveitarfélag og stærð hans (nánar tiltekið flatarmál) fólksfjöldann. Þar sem sveitarfélög hafa bæði sundrast og sameinast á þessum tíma, segir vídeóið einnig nokkra sögu um þá þróun, ekki síst undir það síðasta, en miklar sameingar hafa átt sér stað síðasta rúma áratuginn.

Að túlka íbúafjölda sveitarfélags í einum punkti er auðvitað aldrei yfir vafa hafið og segir aðeins hálfa söguna. Reyndar dreymir okkur um að útbúa síðar annað vídeó sem segi sýni eiginlega búsetuþróun miklu nákvæmar og betur, en það þarf að bíða – a.m.k. um hríð.

Smellið á myndina hér að neðan til að opna myndbandið í fullum gæðum.

Á glænýju bloggi DataMarket má svo finna nánari upplýsingar um það hvernig myndbandið var unnið, hvaðan gögnin eru fengin, hvernig þau voru unnin og svo framvegis.

urbanization

Iceland & Energy – presentation w. John Perkins

Just finished my previously mentioned presentation on Icelandic energy data. Some 250-300 people showed up – mostly to listen to John Perkins obviously.

Interesting audience to say the least, but a lot of fun!

My DataMarket piece went well – and putting it together at least helped me put some things in perspective. The slides are included below. As before, full screen viewing is recommended. Enjoy:

Iceland & Energy: Upcoming presentation

I have been invited – on behalf of DataMarket – to give a presentation at the University of Iceland on April 6th.

The occasion is a small conference due to the visit of “Economic Hit ManJohn Perkins to Iceland. Perkins is here to attend the premiere of “Dreamland“, a documentary on the effects that large-scale energy projects – especially for aluminum smelting – have had on the Icelandic economy and society in general.

My role will be to present data on the Icelandic energy sector and try to visualize some of the developments that can be seen in this data. I’ll try to cover some of the developments the film talks about, but also the obvious benefits that an abundance of renewable energy brings. I’ve already seen several data sets that give us laymen an interesting perspective on these things.

As a teaser I include below a few slides on the history of electricity generation in Iceland associated with key milestones in the building of our power plants. Be there on April 6th for more 🙂

(Full screen viewing recommended)

Hlutverk upplýsingatækni í rannsókn bankahrunsins

detectiveNú eru a.m.k. fjögur embætti að rannsaka ýmsa þætti bankahrunsins:

Talsvert hefur verið talað um verkaskiptingu þessarra embætta, hæfi þeirra og aðra umgjörð, en eitt af því sem hefur komið mér á óvart er hversu lítið hefur verið rætt um sjálfar rannsóknaraðferðirnar.

Í mínum huga er það alveg skýrt að eitt af lykilatriðunum í því að árangur náist í þessum rannsóknum er mikil og vönduð beiting upplýsingatækni. Þetta snýr bæði að því að skilja stóru mynd þeirrar atburðarásar sem átti sér stað hér á undanförnum árum sem og að finna og upplýsa einstök mál. Ég óttast hins vegar að of fáir skilji hversu mikilvægt þetta atriði er og hef flugufregnir fyrir því að a.m.k. sum þessarra embætta átti sig engan veginn á þeim verkefnum sem þau standa frammi fyrir hvað þetta varðar.

Hér eru nokkrir punktar sem etv. hjálpa til við að skilja stöðuna:

  • Allar fjármálaaðgerðir fara fram með einum eða öðrum hætti í tölvukerfum. Hjá íslensku bönkunum einum erum við að tala um hundruð þúsunda, jafnvel milljónir færslna á hverjum einasta degi í tugum ef ekki hundruðum mismunandi kerfa. Allar þessar aðgerðir eru skráðar með einhverjum hætti.
  • Auk þessarra færslna eru tölvupóstar og önnur tölvusamskipti skráð, auk þess sem öll símtöl manna á milli eru skráð og í mörgum tilfellum tekin upp skv. lögum. Um þau símtöl og tölvupóstar sem ekki eru skráð hjá bönkunum sjálfum eru til skráningar hjá fjarskiptafyrirtækjum og netveitum. Um símtölin er að lágmarki skráð að þau hafi átt sér stað og tölvupóstar og efni þeirra liggja alltaf fyrir a.m.k. í einhvern tíma hjá netveitum.
  • Afrit eru tekin af öllum gögnum bankanna – bæði úr fjármálakerfum og öðrum (t.d. skráakerfum allra vinnustöðva, póstkerfum, netþjónum o.s.fr.) – a.m.k. einu sinni á dag og þau geymd með ýmsum, öruggum hætti bæði innan og utan starfsstöðva bankanna í lengri og skemmri tíma. Sum þessarra gagna eru m.a.s. geymd í vörslu eftirlitsaðila lögum samkvæmt.
  • Ég hef nokkuð öruggar heimildir fyrir því að meðal allra fyrstu aðgerða stjórnvalda eftir hrun bankanna hafi verið að tryggja að afrit ýmissa tölvugagna kæmust í örugga vörslu þannig að ekki væri hægt að eiga við þau.
  • Mikið af þessum gögnum eru á sértæku sniði sem eiga við einstök, rándýr kerfi sem í notkun voru (og eru enn mörg hver) í bönkunum. Þessi gögn er mjög erfitt að lesa og túlka nema með notkun þessarra kerfa.
  • Allt í allt erum við hér að tala um gríðarlegt magn af gögnum – ég leyfi mér að giska á einhver hundruð terabæta fyrir þau ykkar sem sú tala segir eitthvað. Fyrir ykkur hin erum við að tala um jafngildi margra, stórra, þéttskipaðra vöruskemma ef gögnum ef prenta ætti ósköpin út.

Ef einhver hélt að svona rannsókn færi fram með aðferðafræði Matlock lögmanns með því að blaða í útprentum og afritum af pappírsskjölum, fingrafararannsókn og snjöllum yfirheyrslum á lykilvitnum, þá ættu ofangreindir punktar að sýna nokkuð glögglega að svo er ekki.

Ef ætlunin er að sanna – nú eða afsanna – kerfisbundið misferli, misræmi í afstemmingum, vísbendingar um óeðlileg verðbréfaviðskipti, samskipti aðila í tengslum við tiltekna atburði o.s.frv., þá verður það aðeins gert með býsna flókinni og sérhæfðri upplýsingatæknivinnu, mynsturgreiningum á stórum gagnasöfnum, leitarmöguleikum í hverskyns textagögnum og síðast en ekki síst þekkingu á þeim kerfum, aðferðum og starfsháttum sem viðgengust í bönkunum.

Til að taka af allan vafa um það, þá þykist ég alls ekki hafa þá þekkingu sem til þarf. Hana hefur reyndar varla nokkur einn maður. Við erum að tala um stórar og óhjákvæmilega dýrar aðgerðir, en án þeirra verður aldrei nema örlítið brot þessarar starfsemi rannsakað.

Ég vona að ofantaldir rannsóknaraðilar átti sig á þessu.

Að lokum eru hér örfá atriði sem mætti byrja á að skoða:

  • Fá a.m.k. einn stjórnanda eða millistjórnanda sem hafði með upplýsingatæknimál í hverjum banka með í rannsóknina. Ef með þarf má bjóða sektar og-/eða skuldaniðurfellingu gegnt samstarfi. Þannig fæst nauðsynleg þekking á innviðum og samhengi kerfanna, dýrmætur tími og miklir peningar sparast og líklega opnast möguleikar sem utanaðkomandi rannsakendur hefðu hreinlega ekki tök á að gera.
  • Fyrst mætti skoða afritasögu. Þar sést fljótt hvort nokkur gögn hafa horfið, átt hefur verið við skrár eftir á eða með öðrum hætti verið reynt að fela einhverjar slóðir. Þetta kynni vel að hafa verið reynt í einhverju óðagoti á ögurstundu, en er sennilega það “versta” sem einhver hefði getað gert þar sem það beinir grun beint að viðkomandi atriðum. Nær ómögulegt er að eiga þannig við gögn og afrit að slíkar slóðir sjáist ekki tiltölulega auðveldlega. Þannig er miklu líklegara að “ósnert” sönnunargögn týnist í öllu gagnaflóðinu en að tilraunir til yfirhylmingar skili árangri.
  • Greina samskiptasögu í öllum tiltækum gögnum. Hengja símanúmer og tölvupóstföng á persónur og beina sjónum að þeim sem eiga í samskiptum í kringum einstök viðskipti eða aðra atburði sem eru til rannsóknar. Eins má leita uppi öll gögn sem viðkoma tilteknum málum eða einstaklingum og rekja sig þannig í “hina áttina” frá áberandi miklum eða óvenjulegum samskiptum til viðskipta eða atburða sem eiga sér stað á svipuðum tíma. Slík greining myndi líka koma upp um samskipti milli aðila sem – ef allt væri með felldu – ættu alls ekki að eiga í samskiptum, annaðhvort vegna reglna um aðskilnað í starfsemi innan bankanna eða milli samkeppnisaðila, viðskiptablokka eða annarra.
  • Greina ýmsar lykiltölur í fjárflæði milli einstakra fyrirtækja, milli útibúa og milli landa og leita eftir skyndilegum breytingum á umfangi eða mynstrum í þessum viðskiptum.

Bara nokkrar hugmyndir – fleiri vel þegnar.

Verðtrygging vs. myntkarfa

Smá DataMarket nördaskapur í morgunsárið.

Hér er búið að teikna upp þróun 10 m.kr. láns frá 1. júlí 2007 (hátindi lánabólunnar okkar) m.v. þrenns konar mismunandi forsendur:

verdtryggt-myntkarfa

ATH: Ekki er tekið tillit til afborgana eða vaxta, bara þróun á höfuðstól m.v. gefnar forsendur.

Tölurnar á bakvið þetta (og þúsundir annarra hagvísa) verða fáanlegar í Gagnatorgi um íslenskan efnahag þegar þar að kemur.

DataMarket í Silfri Egils

Á sunnudaginn var fékk ég tækifæri til þess að kynna hugmyndir okkar DataMarket fólks um gögn og gegnsæi í Silfri Egils.

Viðbrögðin hafa verið stórgóð og gaman að þetta virðist hafa fallið í góðan jarðveg. Upptöku af innlegginu má finna hér að neðan.

Því miður tapast talsvert við það minnka vídeóið svona niður, en frásögnin vegur það upp að einhverju leiti.

Gögnin sem fram komu í kynningunni verða öll fáanleg á Gagnatorgi um íslenskan efnahag, þegar við hleypum honum af stokkunum. Á vef DataMarket má skrá sig til að fá tilkynningu þegar gagnatorgið lítur dagsins ljós.

Loks má geta þess að Háskóli Íslands hefur boðið mér að flytja erindi af svipuðum toga næstkomandi mánudag. Þá gefst tími til að fara heldur dýpra í málin og vonandi líka fyrir einhverjar spurningar og svör.

Fyrirlesturinn verður öllum opinn og hefst kl. 12:30, mánudaginn 9. mars í stofu 102 á Háskólatorgi. Nánari upplýsingar.

DataMarket í Hugmyndaráðuneytinu á laugardaginn

gegnsæiDataMarket mun sjá um fund Hugmyndaráðuneytisins á laugardaginn kemur.

Efnistökin verða gegnsæi, óhindrað aðgengi að upplýsingum og nýting gagna við upplýsta ákvarðanatöku , en þetta eru allt lykilatriði fyrir Næsta Ísland og raunar heiminn allan við að vinda ofan af vantrausti í stjórnmálum, fjármálum og fyrirtækjarekstri.

Farið verður í gegnum hvernig hægt er að breyta þurrum gögnum í gagnlegar upplýsingar og jafnvel hreina afþreyingu með myndrænni framsetningu og bættu aðgengi.

Hugmyndaráðuneytið sjálft verður krufið til mergjar og skoðað hvernig sprotafyrirtæki og frumkvöðlar geta nýtt og miðlað upplýsingum sér til framdráttar.

Fjallað verður um nýstárlegar aðferðir við “algert gegnsæi” í fyrirtækjarekstri og að lokum kafað ofan í gögn sem varpa ljósi á ris og fall íslenska hagkerfisins -gögn sem hefðu getað varað við þróuninni miklu fyrr ef einhver hefði verið að horfa á mælana.

Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Balthazar við Ingólfstorg (áður Victor, sjá kort). Fundurinn hefst kl. 16:30 og er öllum opinn, en gott ef þeir sem ætla að mæta skrá sig á Facebook síðu samkomunnar.

Bætt við 22. febrúar 2009:

Raunverulegt skatthlutfall á Íslandi

Uppfært 11. nóvember 2009: Sjá umræður um uppfært reiknilíkan.

– – –

Fyrirkomulag skattamála hefur verið dálítið í umræðunni síðustu daga og verður áreiðanlega talsvert fram yfir kosningar.

Sitt sýnist hverjum og mikið er talað um skattþrep, hátekjuskatta, hækkun persónuafsláttar og svo framvegis. Ég ákvað því að teikna einfalda mynd sem getur hjálpað talsvert við að átta sig á staðreyndunum í þessari umræðu.

Myndin hér að neðan sýnir “raunverulegt skatthlutfall” hjá meðal-Íslendingi sem fall af tekjum:

raunverulegt-skatthlutfallÞetta sýnir sem sagt það hlutfall af umsömdum mánaðarlaunum sem launþegi borgar í skatta, þ.e. tekjuskatt að viðbættu meðalútsvari, sem samkvæmt vef Ríkisskattstjóra er samanlagt 37,2%.

Við sjáum auðvitað fljótt að í raun borgar enginn alveg það hlutfall. Meira að segja sá sem er með 2 milljónir í mánaðarlaun borgar “bara” 35,09% í skatta. Ástæðan er auðvitað persónuafslátturinn, sem á yfirstandandi ári er 42.205 krónur á mánuði. Persónuafslátturinn þýðir sem sagt að raunverulegt skatthlutfall þess sem er með 200.000 krónur í mánaðarlaun er þó ekki nema 16,1%. Sá sem er með 300.000 í mánaðarlaun borgar raunverulega 23,13% af tekjum sínum í skatt og sá sem er með 500.000 krónur borgar 28,76% af tekjum sínum í skatta.

Með þessum hætti er kerfið okkar þegar þannig að þeir sem eru með hærri tekjur borga verulega hærra hlutfall af þeim í skatta. M.ö.o. tryggir persónuafslátturinn eins konar hátekjuskatt, en hefur þann kost umfram hann að mynda ekki skattþrep sem geta haft mjög neikvæð jaðaráhrif (eins og að hvetja launagreiðendur til að borga þóknanir umfram tiltekna upphæð frekar í formi einhverskonar fríðinda).

Vilji ríkið auka skatttekjur sínar er því mikið nær að breyta tekjuskatthlutfalli og persónuafslætti til að stilla af þessa kúrfu en að leggja á sérstaka hátekjuskatta.

Eins mætti skoða breytingu á neyslusköttum á borð við virðisaukaskattinn, því þar borgar sá sem er með hærri tekjur og eyðir duglega sannarlega mun meira til þjóðarbúsins (í krónum, ekki hlutfallslega) en sá sem hefur minna milli handanna. Auk þess hvetur það til sparnaðar.

Persónulega er ég mun meiri fylgismaður niðurskurðar í ríkisútgjöldum til að mæta þeim erfiðleikum sem framundan eru. Áhugasamir geta spreytt sig á því að finna útgjaldaliði sem skera mætti niður í þessari framsetningu á fjárlögunum.

Íslenska hagkerfið sett í samhengi

Þrátt fyrir að Money:Tech ráðstefnan hafi verið slegin af, ákváðum við DataMarket menn að halda áfram með fyrirlesturinn um ris og fall íslenska hagkerfisins. Meira um hann og birtingu hans síðar.

Hér er samt önnur mynd sem segir meira en mörg orð. Flatarmál myntanna sýnir hlutfallslega stærð þeirra hagkerfa sem hana nota:

isk-relative

Engu að síður hefur maður heyrt sögur af því að íslenska krónan hafi verið ein af þeim 6-8 myntum sem margir alþjóðlegir gjaldeyrismiðlarar sýndu hvað mesta athygli. Geðveiki?

Athugið að flatarmálið getur verið villandi. Svona liti þetta út ef það væri sett í stöplarit.
isk-relative-cols

P.S. Stærðin sem þarna er borin saman er verg þjóðarframleiðsla viðkomandi þjóða. Sem viðskiptamynt er dollarinn í raun margfalt stærri.