data

Icesave and Icelandic deposits

As DataMarket‘s Money:Tech gig (see previous entry) approaches, we’re starting to see all sorts of interesting data coming together to form our “DataMarket on the Icelandic Economy”.

Some graphs just speak for themselves. Here’s one that caught my eye today:

deposits-icesave1

The numbers are millions ISK.

Note that these are only deposits in Icelandic banks and their immediate branch offices, not the subsidiaries of Icelandic banks registered elsewhere. It therefore only includes Icesave (UK and Netherlands) and a minority of Kaupthing Edge’s operations (Finland, Norway, Germany and Austria). See here.

We’ve marked the month Icesave is opened (UK branch). Another interesting breaking point in the graph is in early 2008. Guess what? Icesave Netherlands was started in May 2008. So, just before the crash – foreign depositors held more than half of “Icelandic” deposits (1,710 billion ISK out of a total of 3,123 billion)!

In our upcoming tool, users will be able to view and correlate a wealth of Icelandic economy time series and mark them with events and news headlines interactively. It will be a pretty powerful tool!

Bensínverð – eina ferðina enn

Ég hef áður gert nokkrar tilraunir með að draga upp mynd af bensínverði hér á landi miðað við þá þætti sem helst eru sagðir ráða verðmynduninni, þ.e. heimsmarkaðsverð á olíu og gengi bandaríkjadals.

Nú hefur heimsmarkaðsverðið snarfallið, en gengið á móti í hæstu hæðum. Mér fannst því tími til kominn að uppfæra þessi gögn og sjá hvernig málin standa. Ég einfaldaði líka framsetninguna dálítið frá fyrri færslum.

Á grafinu hér að neðan eru bara tvær línur. Annars vegar hið raunverulega bensínverð og hins vegar “Reiknað verð”. Gögnin um þróun bensínverðs hjá Hagstofunni ná aftur til mars 1997. Þá var bensínverðið um 78 krónur á lítrann. Reiknaða verðið er sett á sömu tölu þann mánuð, en svo látið þróast miðað við margfeldi á gengi dollars (þá 71,14 ISK) og heimsmarkaðsverð á olíu (þá 18,54 dollarar á tunnuna).

Þróun bensinverðs

Þannig má lesa af grafinu að ef aðeins þessir tveir þættir réðu bensínverði hér á landi hefði lítrinn af bensíni farið yfir 600 krónur á tímabili í fyrra! Hámarkinu hefði verið náð í júlí: 636,7 krónur á lítrann. Nú væri það hins vegar komið NIÐUR í 254,4 krónur á lítrann. Raunverulega náði bensínverðið reyndar hámarki hér þennan sama mánuð: 184,3 krónur á lítrann, en er nú í kringum 146 krónur (95 okt, með þjónustu).

Af grafinu sést að sveiflur á gengi og olíuverði skila sér (kannski sem betur fer) ekki mjög hratt og alls ekki fyllilega í bensínverði til íslenskra neytenda. Á tímabilinu frá mars 1997 til september 1999 er reiknaða verðið talsvert lægra en raunverulega verðið, en hefur verið hærra nær óslitið síðan. Þetta myndu þeir sem hefðu hagsmuni af því örugglega túlka þannig að verðið frá olíufélögunum hafi verið “of hátt” á þessu tímabili, en hafi verið “of lágt” síðan, en tvennt ber þó að varast.

Annars vegar skiptir mjög miklu máli hvar upphafspunkturinn er settur. Hér ræðst það af því hversu langt aftur gögnin ná. Hins vegar endurtek ég það sem sagt var í upphaflegu færslunni. Það eru einfaldlega miklu fleiri þættir sem ráða bensínverði hér á landi heldur en þessir tveir, þar á meðal:

  • Í október 1999 var gerð skattalagabreyting þar sem vörugjaldi á bensíni var breytt úr prósentu í fasta krónutölu.
  • Þó hráolíuverð sveiflist til, þá hefur það ekki sömu áhrif á seinni stig vinnslunnar, s.s. hreinsun olíunnar og fullvinnslu í söluhæft eldsneyti á bíla.
  • Flutningskostnaður á eldsneytinu hingað til lands helst ekki að fullu í hendur við eldsneytisverð.
  • Innlendi þátturinn í verðinu er óháður ofangreindum sveiflum.

Til gamans má geta að verðbólgan á því tímabili sem grafið nær til er 86,6% (vísitalan fór úr 178,4 í 332,9). Það samsvarar svo að segja nákvæmlega þeirri hækkun sem orðið hefur á bensínverði á sama tímabili.

Fjárlögin í myndum – uppfærsla

Gögnin frá annarri umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarpið 2009 komu inn á Fjárlagavefinn um helgina.

Í tilefni af því uppfærði ég myndræna framsetningu DataMarket á fjárlögunum (sjá upphaflega bloggfærslu) til að hægt sé að sjá með nokkuð þægilegum hætti þær breytingar sem gerðar hafa verið á útgjöldum Ríkisins og einstakra ráðuneyta í meðförum þingsins.

Ég bætti líka inn leitarmöguleika, þannig að hægt er að slá inn hluta úr heiti einstakra rekstrarliða til að finna þá í frumvarpinu.

Það væri gríðarlega gaman að taka þetta “alla leið” og tengja t.d. saman myndritin og viðeigandi skýringatexta í sjálfu frumvarpinu, sem og að lesa inn eldri fjárlög, breytingar á þeim í meðförum þingsins og svo auðvitað samanburð við ríkisreikning sama árs.

Það er svona viku vinna að ganga vel frá þessu, þannig að það gerist líklega ekki fyrr en ég fæ kostunaraðila á þetta, eða DataMarket þarf að vinna gögnin upp í tengslum við önnur verkefni.

Það má smella á myndina til að opna nýju græjuna:

Fyrirtæki sem heita FS#

Það stökk á mig eins og líklega fleiri þegar fyrirtækið FS7 (félag Finns Ingólfssonar sem hagnaðist á viðskiptum með Icelandair) komst í hámæli hve mjög nafn félagsins minnti á FS37 (seinna Stím) og FS38 (fyrirtæki í tengslum við Pálma Haraldsson og Fons sem lánaði FS37 peninga – sama frétt).

Gagnanördið ég brá mér því á Fyrirtækjaskrá á vef Ríkisskattstjóra og fletti upp öðrum félögum sem bera sambærileg nöfn (mynstrið “FS#”). Hér er niðurstaðan:

FS3 ehf 540706-0500   Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur
FS6 ehf 640806-1170 Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
FS7 ehf 640806-1250 Suðurlandsbraut 18   103 Reykjavík
FS10 ehf 601206-1290 Smáratorgi 3 201 Kópavogur
FS10 Holding ehf   620607-1850 Smáratorgi 3 201 Kópavogur
FS11 ehf 601206-1370 Heiðarhjalla 43 200 Kópavogur
FS13 ehf 601206-1530 Fellsmúla 11 108 Reykjavík
FS19 ehf 500407-0500 Vindheimum 116 Reykjavík
FS25 ehf 610607-1010 Hlyngerði 3 108 Reykjavík
FS28 ehf 450707-1120 Hesthömrum 18 112 Reykjavík
FS38 ehf 661007-2220 Suðurgötu 22 101 Reykjavík
FS45 ehf 591108-1070 Fiskislóð 45 101 Reykjavík
FS50 ehf 611207-3520 Síðumúla 2 108 Reykjavík
FS53 ehf 611207-3440 Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
FS58 ehf 420408-1020 Þverholti 2 270 Mosfellsbær
FS61 ehf 630508-0880 Borgartúni 27 105 Reykjavík

Nú er ekkert í þessum lista sem segir að þau eigi eitthvað sameiginlegt annað en nafnið. Þó vekur athygli mína að fyrirtækin eru stofnuð í tímaröð. Aðeins tvö fyrirtæki brjóta þá reglu: FS10 Holding ehf, sem líklega er stofnað í tengslum við FS10 síðar og FS45, sem er til heimilis að Fiskislóð 45 og því nafnið líklega tilviljun.

Lausleg könnun leiddi í ljós að aðrar tveggja stafa samsetningar fylgt eftir með tölustöfum eru alls ekki algengar. Þetta vekur nokkrar spurningar:

  • Fyrir hvað stendur FS?
  • Ef þetta er sería, hvað varð þá um hin FS fyrirtækin? (við vitum að FS37 varð Stím)
  • Á þetta sér einhverjar sárameinlausar skýringar eins og að Fyrirtækjaskrá úthluti FS# raðnúmerum ef heiti fyrirtækis kemur ekki frá stofnendum?

Er einhvers staðar blaðamaður að leita að áhugaverðu verkefni?

Mikið væri annars gaman ef Fyrirtækjaskrá myndi opna betur á sínar opinberu upplýsingar til að einfalda allskyns athuganir sem þessar. Ég er viss um að margt áhugavert er hægt að finna bara útfrá nöfnum, stofnendum, samþykktum, stofnsamningum og ársskýrslum sem fyrirtækjum ber að skila inn, án þess að brjóta eðlilega leynd yfir þessum upplýsingum. Sjá nánar um Opin Gögn.

DataMarket at Money:Tech 2009

moneytech

My company – DataMarket – will be doing a presentation at O’Reilly’s Money:Tech conference in New York in February.

I attended the first Money:Tech conference earlier this year, and I must say it’s one of my favorite conferences ever, so I’m greatly honored to be speaking there.

The topic of my presentation is “What an Economic Collapse Looks Like: The Icelandic Economy Visualized“.

As you’ve probably heard, Iceland suffered a near-total collapse of the banking system in October. Such a collapse would have been bad enough under normal circumstances, but with banks whose assets are 10x the GDP and directly account for almost a quarter of a country’s economy, the consequences are rather dramatic.

At DataMarket, we’ve been up to our necks gathering and visualizing Icelandic statistics and economical indicators, so I think we can tell a pretty interesting story. I really look forward to showing the elite of money-techies our work!

Hans Rosling strikes again

Hans RoslingI’m a big fan of Hans Rosling. He’s really the guy that opened up the eyes of the world to the importance of availability of and open access to data.

His latest presentation, from Google’s Zeitgeist08 conference, is now available on YouTube. It is not as stunning as his original TED eye-opener, but still among the best material you’ll find online, and has surprisingly not made its rounds on the web for real yet. In this new video, he brings good news about AIDS, unveils the realities of oil production in US and Russia, discusses CO2 emissions and how the economic power is shifting from the west to the east. Oh, and there is stuff about money and sex also 🙂

The video can be seen here: 10 years in, 10 years out – Hans Rosling

See my previous blog entries about Hans Rosling here:

P.S. Also speaking at Zeitgeist08 was Paul Hawken. Hawken is giving a speech on sustainability here in Reykjavik on Saturday (Icelandic). From the little stuff I’ve seen he seems a little too evangelistic for my taste, but I’ll check it out anyway – ready to be converted 🙂

DataMarket launched

I’m pleased to announce the launch of DataMarket’s new website.

As the name implies, DataMarket is about creating a marketplace for data – structured data to be more specific. This means all sorts of statistics and tabular data, including but not limited to: market research, exchange rates, various financial information, economic indicators, weather data, sports results, EPG data and the average weight of a male wallaby.

Structured data plays a big role in company operations, government and in fact many aspects of life. It therefore continues to amaze me how hard it is to find data and retrieve it in the appropriate format, let alone merging data from different data sources or creating visualizations.

DataMarket is founded to tackle these issues.

In this first phase, we open as “DataMarket – the service company”. As such we offer companies and individuals data aggregation services and custom data related projects, such as programming of interactive data applications and visualizations.

This is just the first step towards our vision of an active marketplace for structured data. Today’s launch is a way for us to get feedback and take on real-world projects as we build towards our final product – a global marketplace that brings together data providers and data seekers in a single easy-to-use, self-service market.

There are many small steps to be taken on the way to this vision. The next phase will be launched early next year when we open a relatively simple little marketplace, focused on a narrow subject – again giving us further feedback and guidance on our way towards the long-term goal.

Any ideas, feedback and help is welcomed, either in comments below or via email.

DataMarket hleypt af stokkunum

Jæja, þá er komið að því. Fyrsti áfangi nýja fyrirtækisins – DataMarket – lítur dagsins ljós í dag.

Eins og líklega hefur mátt lesa á milli línanna (og af nafninu) snýst DataMarket um að koma upp markaði fyrir kaup og sölu á gögnum. Þarna er einkum átt við tölfræði og töflugögn hverskonar, eða það sem upp á ensku hefur verið kallað “structured data”.

Undir þessa skilgreiningu falla m.a. hagtölur, markaðsrannsóknir, gengisupplýsingar og önnur fjármálagögn, veðurupplýsingar, íþróttaúrslit, sjónvarpsdagskrár, bílategundir, þróun í meðalþyngd ástralskra karlmanna og svo framvegis. Í raun hver þau gögn sem eðlilegt væri að setja fram sem töflu.

Gögn af þessu tagi koma víða við sögu í fyrirtækjarekstri, stjórnsýslu og í raun á svo að segja öllum sviðum mannlífsins. Það kemur mér því sífellt á óvart hversu erfitt er að finna góð gögn, fá þau afhent á hentugu sniði, að ekki sé talað um hverskonar samkeyrslu eða myndræna framsetningu.

DataMarket ætlar sér að takast á við þessi vandamál.

Í þessum fyrsta fasa kynnum við “þjónustufyrirtækið DataMarket”. Frá og með deginum í dag bjóðum við fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum upp á gagnaöflunarþjónustu. Við sjáum sem sagt um að finna þau gögn sem leitað er að, göngum frá leyfismálum, samkeyrum gögn úr ólíkum áttum og vörpum gögnunum á það snið sem viðskiptavinurinn óskar. Að auki tökum við að okkur að útbúa myndræna og/eða gagnvirka framsetningu á hvers kyns gögnum – það sem við kjósum að kalla gagnagræjur.

Þetta er að miklu leyti gert til að fá betri tilfinningu fyrir markaðnum. Átta okkur á því hvar þörfin er mest, hvers konar verkefni skjóta upp kollinum og hvar mögulega viðskiptavini okkar svíður helst þegar kemur að gagnamálum. Þessa reynslu munum við svo nota til að forgangsraða við frekari uppbyggingu DataMarket.

Markmiðið er að DataMarket verði með tímanum öflugur markaður sem leiði saman kaupendur og seljendur gagna í þægilegu sjálfsafgreiðslukerfi. Mikil vinna er óunnin þar til sú sýn verður að veruleika. Fyrstu skrefin í þá átt verða þó stigin fljótlega á næsta ári. Þú munum við opna vísi að slíkum markaði sem þó mun hafa mjög afmörkuð efnistök.

Með þessum litlu skrefum vonumst við til að geta byggt fyrirtækið upp á skynsamlegan hátt með endurgjöf sem beini okkur rétta braut í átt að lagtímamarkmiðinu.

Allar ábendingar, hugmyndir og umkvartanir eru velkomin, hvort heldur er í athugasemdum hér á blogginu, eða í tölvupósti.

The future of finance: Total transparency?

The financial crisis hit Iceland full force last Monday. One of our banks was pretty much nationalized, followed by a large investment company filing the equivalent of Chapter 11. This led to significant losses by a large “risk free” money market fund, that stored a part or all of the personal savings of some 12 thousand people in it – yours truly included. You can read more about the macro of this all in the international press. And don’t worry about me – my personal loss is manageable.

The whole incident – however – reinforced ideas I’ve been contemplating the last few months about the future of global finance, once the current economic hurricane subsides. I’ve been coming to the conclusion that the only thing that can restore the confidence in the financial markets is total transparency.

The reinforcement came as I spoke with my contact at the bank after learning about my loss. He said that what the bank was doing to gain confidence in the money market fund (and the bank in general) was to open the books completely. Meaning – as I understood it – that they’d publish the composition of the fund in detail online and update it “live” if and when there were any changes in that composition. Something that they’ve ’till now only done once a year in an annual report.

To me, this sounded like a small-scale version of my vision for the future of finance. Total transparency, where anybody can at any time dig through any details on his or her investments.

First, some history… When financial markets – as we know them now – were forming, one of the fundamental ideas was that all players in the market should have equal access to the best possible information on any bond, security and share available. For that reason, strict rules were put in place about how and when companies filed their data. Remember that this is about a century ago – in a very different age in terms of technology and communication. Quarterly filings were pretty much “real time” and very demanding on the companies’ financial operations.

Today we live in a very different world. Real time communication and crunching of terabytes of data is within the reach of pretty much anybody. “Quarterly”, let alone “annually” is not something we settle for when it comes to news, communication or even entertainment. “On-demand” and “real time” is the name of the game. Why should we settle for anything less in our investments?

My prediction is that we’ll see the rise of exchanges were real time access to EVERYTHING is going to be a prerequisite for listing. That investors will be able to dig through the portfolio of the funds they’ve invested in, into the fundamentals of the portfolio companies, all the way down to the smallest details of their financials; their current cash flow situation, bank account balances, write-offs and salary costs – to name a few examples.

Obviously, no single person would dig through all this data, but the very possibility and the combined power of the crowd, would put all actions under scrutiny making stupendous bonuses, hiding of Bermuda straw huts as mortgage in supposedly A-rated securities funds and golden parachute executive agreements visible to the famous “hand of the market”.

Quarterly filings of creatively accounted fundamentals is soooo “twentieth century”. Total real-time transparency is the way of the future.

Framtíð viðskipta: Opið bókhald og fullkomið gegnsæi?

Ég átti umtalverða peninga í hinum “áhættulausa” og nú alræmda Sjóði 9 hjá Glitni. Það þýðir ekkert að gráta það, þó auðvitað fylgist maður með því hvernig umræðan þróast um það hvort sjóðurinn hafi verið kominn út fyrir yfirlýsta fjárfestingastefnu sína og þá möguleg eftirmál þess.

Þegar ég talaði við minn mann í bankanum í gær, fékk ég þær upplýsingar að eitt af því sem Glitnir hyggðist gera til að auka trúverðugleika bankans – og ekki síður sjóða hans – væri að opna bækur sjóðsins. Ég gat ekki skilið það öðruvísi en svo að í stað þess að gefa öðru hverju (að mér sýnist árlega) út yfirlit yfir það hvað er á bakvið eignir sjóðsins, þá yrði það gert stöðugt – jafnvel í rauntíma. Þannig gæti maður á hverjum tíma séð hvaða skuldabréf sjóðurinn ætti og metið útfrá því á eigin forsendu áhættu hans.

Þetta hitti á einhverjar taugar hjá mér, þar sem ég hef verið að velta mér mikið uppúr gögnum og þá ekki síst fjármálatengdum gögnum síðustu mánuði og hef verið að komast á þá skoðun – óháð þessu atviki – að framtíð viðskipta liggi í rauntíma upplýsingagjöf að öllu leiti.

Lög um upplýsingagjöf í kauphallarviðskiptum eiga sér meira en aldarlanga sögu og tilgangur þeirra er að markaðsaðilar sitji við sama borð með bestu fáanlegu upplýsingar á hverjum tíma. Á þeim tíma sem lögin eru mótuð, hefur ársfjórðungsleg birting á rekstrartölum líklega verið ansi stíf krafa – jaðrað við það að vera rauntíma upplýsingagjöf með þeirra tíma tækni. Í dag er þessu öðruvísi farið. Það er ekkert sem stoppar kauphallir í að setja kröfur um rauntímaaðgengi að hverju sem þeir kjósa. Já – jafnvel inn í bókhald fyrirtækjanna, sjóðsstreymi þeirra, útistandandi kröfur og eignastöðu.

Þannig gæti fjárfestir, hvort sem hann er að fjárfesta í hlutabréfum, skuldabréfum, eða einhverjum sjóðum, grafið sig niður í minnstu smáatriði fjárfestingar sinnar. Svolítið eins og DataMarket og fjárlögin, nema bara á miklu stærri skala og með miklu meiri nákvæmni.

Ef svona hefði verið, hefðu margir verið búnir að benda á samsetninguna í Sjóði 9 og hversu mikið hékk þar á fáum, tengdum aðilum. Það hefði líka verið búið að grafa í alla undirmálsvafningana og gagnrýna þá. Hrunið stafar af miklu leiti af því að fáir, ef nokkur, hafði tækin til að sjá í gegnum flækjuna sem búið var að spinna í allskyns fjármálagjörningum.

Ég held að þegar þessum hamförum á fjármálamörkuðum lýkur og menn fara að endurskoða leikreglurnar, sé eitthvað á þessa leið líklegt til að verða ofan á. Ekkert annað en fullkomið gegnsæi á öll tiltæk gögn getur aukið tiltrú almennings á þessum mörkuðum aftur.

Warren Buffet fjárfestir aldrei í neinu sem hann skilur ekki. Með rauntímaaðgang í undirliggjandi vef fjármála- og bókhaldskerfa myndu allir hafa tólin til að skilja það sem að baki fjárfestingum þeirra og hópnum sem heild treystandi til að veita markaðsaðilum aðhald með því að rýna í þessar tölur með og beita allskyns greiningar og birtingartólum til að koma auga á veilurnar í kerfinu.