opin gögn

Vaðlaheiðargöng – gögn, arðsemi og útreikningar

Ég hef aðeins verið að velta þessari Vaðlaheiðargangaframkvæmd fyrir mér. Eins og oft vill verða skiptast háværustu raddirnar í tvo hópa á sitthvorum enda litrófsins: Annars vegar þá sem finna framkvæmdinni allt til foráttu og hins vegar þá sem vilja keyra verkið í gegn nánast án frekari umræðu eða umhugsunar.

Ég settist þess vegna aðeins yfir málið í morgun og fann til eftirfarandi gögn sem sýna samanburð á umferð um Víkurskarð (sem Vaðlaheiðargöng munu að mestu leysa af hólmi) og Hvalfjarðargöng á árunum 2000-2009:

Meðalfjöldi ferða yfir allt tímabilið er 1.014 bílar á dag um Víkurskarð, en 4.459 um Hvalfjarðargöng og hefur á báðum stöðum vaxið nokkuð jafnt og þétt ár frá ári. Þannig var meðalumferð á dag árið 2000:

 • Víkurskarð: 834 ferðir
 • Hvalfjarðargöng: 3.241 ferð

…en árið 2009:

 • Víkurskarð: 1.253 ferðir
 • Hvalfjarðargöng: 5.413

Þetta samsvarar því að umferð um Víkurskarð hafi að jafnaði vaxið um ca. 4,2% á ári, en um 5,3% á ári í Hvalfjarðargöngunum.

Ég birti þessi gögn á Facebook og þar sköpuðust í framhaldinu býsna fjörugar og fróðlegar umræður um málið.

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins blandaði sér meðal annars í þessar umræður með fróðlegu innleggi og bauðst til að senda mér þá arðsemisútreikninga sem hann hefði notað til að mynda sér skoðun á málinu í upphafi árs 2012, en Tryggvi hefur lýst sig fylgjandi framkvæmdinni.

Ég fékk leyfi Tryggva til að birta þessa útreikninga hans. Hér eru hans forsendur og niðurstöður (smellið á myndina til að skoða útreikningana sjálfa):

Ég hafði nokkrar athugasemdir við forsendur útreikninganna, sem ég sendi Tryggva um hæl:

 • Þú reiknar með að öll umferð fari um göngin. Er ekki rétt að miða við 90%?
 • Engir vextir á framkvæmdatíma?
 • Rekstrarkostnaður Hvalfjarðarganga er 250 m.kr. á ári. Þú reiknar með 40 m.kr. á ári við Vaðlaheiðargöng. Hvernig rökstyðurðu þennan mun?
 • Þú reiknar með að meðalveggjald notanda sé 1255 krónur (með vsk). Það er verulega mikið hærra (meira en 2x) en t.d. í Hvalfjarðargöngum. Er það raunhæft?
 • Er tímasparnaðurinn ekki 11 mínútur (16 km á 90km hraða)?
 • 1,5% vöxtur á umferð kann að vera hóflegt miðað við reynslu síðustu 10 ára (sjá að ofan). Má alveg hækka það aðeins. T.d. 2%

Tryggvi benti mér réttilega á að samanlagður tímasparnaður miðast við fjölda farþega í bíl og óhætt að reikna með að það séu fleiri en einn í bílnum. 40 m.kr. rekstrarkostnaðurinn er kominn frá Vaðlaheiðargöngum ehf og skýrður með ólíkri tækni, en hann er svo mikill að þar finnst mér skorta frekari rökstuðning. Almennt hefur verið talað um að veggjald verði 1000 krónur og það hlýtur að miðast við að sú upphæð sé með VSK – ekki án. 50 m.kr. sparnaður við vetrarþjónustu hljómar nokkuð hár, en ég geri ekki athugasemdir við það fyrr en að betur athuguðu máli.

Að teknu tilliti til þessara forsendubreytinga líta uppfærðar niðurstöður svona út. Blálituðu reitirnir merkja mínar breytingar. Að vísu er enn ekki gert ráð fyrir vöxtum á framkvæmdatíma (aftur má smella á myndina til að sjá útreikningana):

Niðurstaðan er vissulega töluvert ólík eftir þessar breytingar.

Ef þið hafið aðrar forsendur eða skoðanir á því hvernig eigi að gera þetta, getið þið svo bara sótt Excel-skrána og leikið ykkur með ykkar eigin forsendur og etv. hjálpar það ykkur við að mynda ykkur upplýsta skoðun á því hvert þessi framkvæmd eigi rétt á sér eða ekki. Mér finnst þetta a.m.k. hjálpleg æfing meðan opinber gögn málsins liggja ekki fyrir.

Burtséð frá ykkar niðurstöðum og skoðunum hvers og eins á Tryggvi Þór á hrós skilið fyrir bæði vinnubrögðin og þátttöku í opnum umræðum um málið. Meira svona!

Uppfært 17. nóv, 2011 kl 11:22: Hér að neðan hafa komið fram athugasemdir við útreikningana í módeli Tryggva og hann tekið undir þær. Eins bendir Tryggvi á að virðisaukaskattur af veggjaldinu sé 7%, ekki 25,5%. Ég hef því uppfært skjölin og myndirnar til samræmis við það, enda tilgangur þessarar tilraunar að nálgast rétt módel sem hver og einn geti skoðað sínar forsendur með.

Uppfært 17. nóv, 2011 kl 11:48: Setti inn þriðju útgáfu af forsendum þar sem flestar tölur eru teknar verulega niður með varfærni að leiðarljósi. Það gæti litið einhvern veginn svona út:

Tekjuskattur meðal-Jóns: Sundurliðaður reikningur

Nú er að hefjast árleg umræða um fjárlög næsta árs. Þá koma fram ýmsar mis-gáfulegar hugmyndir um tekjuöflun og niðurskurð, en flest eigum við svolítið erfitt með að átta okkur á öllum þessum tölum. 600 milljarðar króna eru ekki upphæð sem við tengjum auðveldlega við.

Í morgunútvarpinu á Rás2 í morgun gerði ég tilraun til að koma fjármálum ríkisins í persónulegara samhengi og stærðir sem fólk á auðveldara með að skilja og ræða þar með á skynsamlegum nótum.

Hugmyndin er einföld. Að setja tekjuskattinn okkar og sundurliðun hans fram eins og reikning fyrir hverri annari þjónustu sem við erum vön að kaupa:

Smellið á myndina til að sjá allan reikninginn

Viðtakandi þessa reiknings er “meðal”-Jón. Hann hefur 438 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði (þetta er skv. skýrslu Hagstofunnar um laun á almennum vinnumarkaði 2010). Jón býr í Reykjavík og borgaði því 13,03% í útsvar. Alls greiðir Jón þá rétt rúmlega 1.500 þúsund í tekjuskatt (að útsvari meðtöldu).

Þessu deilum við svo hlutfallslega niður í sömu hlutföllum og ríkisútgjöldin deilast niður skv. nýútkomnum Ríkisreikningi 2010 og þannig fáum við upphæðina á einstökum liðum á reikningnum hans Jóns.

Það er rétt að taka fram að (skv. upplýsingum í sama Ríkisreikningi, sjá bls. 10) telur tekjuskattur einstaklinga aðeins tæp 20% af heildartekjum ríkisins og við borgum því meira fyrir þessa þjónustu í gegnum aðra skatta og gjöld s.s. virðisaukaskatt, fjármagnstekjuskatt, tekjuskatt fyrirtækja, tryggingagjald o.s.frv. Allt fer þetta þó í sömu hítina (og úr henni) og því ekki ósanngjarnt að segja að svona skiptist sú upphæð sem við vorum rukkuð um á álagningarseðlinum fyrir nokkrum dögum síðan.

Það er rétt að taka fram að þetta er auðvitað mest til gamans gert og ber því ekki að taka of alvarlega. Öll gagnrýni og pælingar eru þó auðvitað velkomin.

Bensínverð: Samsetning

Viðbót 6. febrúar, 2012: Þessum gögnum er nu viðhaldið mánaðarlega á DataMarket.

Uppfært 4. ágúst, 2011: Bætti við mynd af hlutfallslegri þróun.

Bensínverð var umræðuefni í vikulegu spjalli mínu í Morgunútvarpinu í morgun. Meðal þess sem var til umræðu var samsetning á verði á lítra af bensíni.

Myndin hér að neðan sýnir samsetningu á bensínverði og þróun hennar frá því í ágúst 2007 til ágúst 2011:

Í stuttu máli fær Ríkið í sinn hlut 115,48 kr af lítranum (virðisaukaskattur, almennt og sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald). Þetta nemur u.þ.b. 47,5% af heildarverðinu. Líklegt innkaupaverð (reiknað útfrá heildsöluverði á blýlausu bensíni í Bandaríkjunum) er 92,45 kr eða u.þ.b. 38,1% og álagning olíufélagsins, flutningar o.fl. 34,57 kr eða um 14,2%.

Hlutfallslega skiptingu og þróun á henni má annars sjá á þessari mynd:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kafa í útreikningana og leita í upprunalegar heimildir má nálgast gögnin á bakvið myndina í þessu Excel-skjali. Gagnrýni er velkomin!

Sjá einnig umræðu á Facebook-síðu DataMarket.

– – –

E.S. Í spjallinu í morgunútvarpinu fór ég því miður með lítillega rangar tölur sem gerðu það að verkum að hlutur ríkisins var sagður hærri en raunin er og hlutur olíufélaganna (flutningar, tryggingar, álagning) minni. Biðst velvirðingar á því. Kennir manni að liggja ekki yfir útreikningum langt fram á nótt! Annað sem sagt var stendur óhaggað.

Vandi að spá, líka um fortíðina

Viðskiptaráð hélt Viðskiptaþing í gær. Eitt af því sem kynnt var samhliða þinginu voru fyrstu skref í átt að svokallaðri Efnahagsstofu atvinnulífsins. Starfsemi þessarar stofu er enn í mótun, en hugmyndin er að koma upp starfsemi sem muni fylgjast með og ef til vill taka þátt í spágerð og greiningarvinnu óháð hinu opinbera og stofnunum þess.

Við hjá DataMarket tókum þátt í smá “pilot”-verkefni í tengslum við þetta. Við tókum að okkur að safna og setja fram spár þriggja ólíkra aðila um hagvöxt og verðbólgu síðastliðinn áratug eða svo.

Þeir aðilar sem um ræðir eru Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðhagsspá sem gerð var af Fjármálaráðuneytinu þar til sú starfsemi var flutt til Hagstofunnar á síðasta ári.

Framsetningin á þessum gögnum er í formi nokkuð skemmtilegra, gagnvirkra mynda sem sýna rauntölur með rauðu og svo hinar ýmsu spár í daufgráum lit. Á myndinni hér að neðan má t.d. sjá verðbólguþróun born saman við verðbólguspár Seðlabanka Íslands. Mjög áhugavert að sjá hvernig verðbólguhorfurnar voru t.d. ofmetnar bæði í upphafi verðbólguskotsins í “litlu kreppunni” 2006 og svo aftur í kjölfar bankahrunsins 2008. Eins má sjá hvernig sumar spár gerðu ráð fyrir því að verðbólgan myndi minnka miklu hraðar en raun bar vitni eftir að hún náði hámarki sínu í janúar 2009.

Smellið á myndina til að skoða gagnvirka útgáfu á vef Viðskiptaráðs

Hagvaxtarspárnar eru ekki síður áhugaverðar. Ekki bara vegna þess að spárnar séu stundum aðeins úr takti við það sem síðar varð, heldur líka vegna þess að þegar spárnar eru birtar standast tölur um liðinn tíma líka mjög mis-vel. Í gamni mætti því segja að spáaðilum gangi jafnvel illa að spá um fortíðina!

Ástæðan fyrir þessu er sú að það tekur langan tíma að negla niður endanlegar tölur um landsframleiðslu (og þar með hagvöxt). Um þetta skapaðist til að mynda nokkur umræða í fyrra þegar tölur um hagvöxt tiltekinna ársfjórðunga ársins 2008 reyndust býsna fjarri því sem bráðabirgðatölur höfðu gefið til kynna. Hagstofan sendi í kjölfarið frá sér greinargóðar útskýringar á því hvernig þessar tölur eru unnar. Samkvæmt því sem þar kemur fram eru tölur um hagvöxt eru enn að breytast jafnvel 2-3 árum eftir að ári lýkur. Í millitíðinni þurfa spáaðilar að reiða sig á fyrirliggjandi bráðabirgðatölur, eða jafnvel draga eigin ályktanir um það hvernig þeim tölum sé ábótavant.

Á myndinni hér að neðan má til dæmis sjá hagvöxt (rauð lína) og hagvaxtarspár Seðlabankans. Ég dró fram hagvaxtarspá sem birt er í Peningamálum í júlí 2007. Eins og sjá má spáði bankinn því þá að hagvöxtur yfirstandandi árs yrði aðeins 0,2%. Rauntölurnar (rauða línan) sýna hins vegar að hagvöxturinn varð hvorki meira né minna en 6%, eða 5,8% prósentustigum hærri en bankinn gerir ráð fyrir. Það sem er þó enn merkilegara er að um mitt ár 2007 “spáir” bankinn því að hagvöxturinn á liðnu ári (2006) hafi verið 2,6%. Raunin var hins vegar 4,6%, sem er umtalsverður munur þegar um er að ræða tölur sem alla jafna sveiflast á milli 0% og 5-6% á vesturlöndum.

Smellið á myndina til að skoða gagnvirka útgáfu á vef Viðskiptaráðs

Fyrir þessu eru margar ástæður og hvorki við Seðlabankann né Hagstofuna að sakast, svona er bara heimur hagtalnanna. Það má hins vegar spyrja sig að því hversu áreiðanlega sé hægt að spá fyrir um framtíðina, ef ekki er meiri vissa um orðna hluti en dæmið hér að ofan sýnir.

Minn skilningur er sá að akkúrat þetta sé markmið Viðskiptaráðs með hugmyndum um Efnahagsstofuna. Ætlunin er ekki að útbúa fleiri spár eða greiningar, heldur að safna saman spám, mælingum og greiningum þeirra aðila sem fylgjast með íslensku efnahagslífi og hvetja til umræðu um þær, mismuninn á þeim og þær forsendur sem liggja að baki. Líklega er full þörf á því!

Úrslit kosninganna: Röð allra frambjóðenda

Uppfært 1. des 2011 kl. 00:47: Mikil umræða hefur sprottið um þennan lista á Facebook-færslu minni. Útdrátt úr þeirri umræðu má finna í athugasemdakerfinu hér að neðan, m.a. fyrir þá sem velta fyrir sér hvað dálkurinn “atkvæði” í töflunni stendur nákvæmlega fyrir.

Félagi minn, Sigurgeir Jónsson, er með skarpari gagnanördum sem ég þekki. Hann útbjó litla skriftu sem las inn PDF skjölin sem Landskjörstjórn birti og dró saman atkvæðafjölda og röð allra frambjóðenda samkvæmt því. Þetta er án efa athyglisvert fyrir marga.

Við Sigurgeir erum reyndar báðir mjög áhugasamir um það að kjörstjórn birti enn frekari gögn svo hægt sé að vinna greiningar á því hvernig kosningin gekk fyrir sig, t.d. til að sjá hvaða samsetningar lista voru algengastar, hvaða áhrif “hálfógildir” seðlar höfðu, hvaða áhrif hlutkestin höfðu, hversu margir vou listaðir á hverjum kjörseðli, hvernig týpískur atkvæðaseðill skiptist með tilliti til aldurs, kynja og búsetu og svo framvegis.

Það er erfitt að sjá eitthvað því til fyrirstöðu að birta lista yfir alla kjörseðla og þau númer sem valin voru á hverjum. Einföld textaskrá með 85 þús línum og 1-25 númerum í hverri línu.

Hvað um það. Hér eru niðurstöður Sigurgeirs:

Sæti Númer Nafn Atkvæði
1 3403 Þorvaldur Gylfason 7,192
2 9365 Ómar Þorfinnur Ragnarsson 3,167
3 9024 Salvör Nordal 3,172
4 6747 Andrés Magnússon 3,171
5 9948 Illugi Jökulsson 3,170
6 2853 Þorkell Helgason 3,196
7 2303 Freyja Haraldsdóttir 3,194
8 2237 Ari Teitsson 3,175
9 2292 Pétur Gunnlaugsson 3,171
10 4987 Silja Bára Ómarsdóttir 3,179
11 2193 Eiríkur Bergmann Einarsson 3,220
12 8353 Örn Bárður Jónsson 3,144
13 8749 Inga Lind Karlsdóttir 2,856
14 9431 Erlingur Sigurðarson 2,804
15 5196 Þórhildur Þorleifsdóttir 2,736
16 7715 Katrín Fjeldsted 2,559
17 8463 Katrín Oddsdóttir 2,497
18 2325 Vilhjálmur Þorsteinsson 2,461
19 5779 Ástrós Gunnlaugsdóttir 2,168
20 9563 Pawel Bartoszek 2,167
21 3249 Gísli Tryggvason 2,133
22 7825 Guðmundur Gunnarsson 2,109
23 8023 Arnfríður Guðmundsdóttir 2,097
24 3876 Lýður Árnason 2,001
25 7572 Dögg Harðardóttir 1,996
26 5108 Íris Lind Sæmundsdóttir 1,930
27 2072 Stefán Gíslason 1,846
28 8969 Þorgeir Tryggvason 1,748
29 7671 Jón Ólafsson 1,686
30 5405 Magnús Thoroddsen 1,641
31 4921 Birna Þórðardóttir 1,553
32 6527 Gunnar Hersveinn Sigursteinsson 1,379
33 6219 Guðrún Högnadóttir 1,330
34 2358 Þorsteinn Arnalds 1,297
35 5075 Árni Indriðason 1,245
36 9915 Jónas Kristjánsson 1,206
37 8507 Kristín Vala Ragnarsdóttir 1,177
38 6428 Tryggvi Gíslason 1,058
39 6208 Sigurður Guðmundur Tómasson 1,042
40 8034 Ingibjörg Snorradóttir Hagalín 1,017
41 4635 María Ágústsdóttir 960
42 7759 Elías Blöndal Guðjónsson 945
43 9068 Anna Kristín Kristjánsdóttir 922
44 7341 Reynir Grétarsson 910
45 6736 Árni Björnsson 855
46 9574 Ólína Freysteinsdóttir 837
47 7264 Valgarður Guðjónsson 810
48 4195 Birna Guðrún Konráðsdóttir 781
49 4954 Stefán Pálsson 752
50 2721 Guðrún Helgadóttir 733
51 5614 Frosti Sigurjónsson 710
52 6351 Ólafur Jóhann Proppé 685
53 6692 Ragnhildur Sigurðardóttir (S) 675
54 7385 Jón Gunnar Benjamínsson 650
55 2787 Ásdís Hlökk Theodórsdóttir 636
56 3612 Gísli Hjartarson 633
57 6582 Kristbjörg Þórisdóttir 622
58 7814 Friðrik Þór Guðmundsson 603
59 5152 Þórunn Hálfdánardóttir 596
60 6164 Ágúst Valfells 584
61 3073 Anna Kolbrún Árnadóttir 569
62 6373 Guðlaug Kristjánsdóttir 563
63 8298 Aðalheiður Jóhannsdóttir 553
64 7858 Sigursteinn Róbert Másson 548
65 8848 Ólafur Sigurðsson 527
66 6571 Árni Vilhjálmsson 516
67 2754 Eva Sigurbjörnsdóttir 515
68 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir 504
69 8287 Jónína Bjartmarz 498
70 3843 Bryndís Bjarnarson 485
71 3359 Magnús Ingi Óskarsson 477
72 2259 Ólafur Hannibalsson 472
73 7946 Grímur Sigurðarson 461
74 7957 Sturla Jónsson 457
75 8309 Áslaug Thorlacius 455
76 3139 Sigríður Ólafsdóttir 445
77 4360 Íris Egilsdóttir 434
78 5878 Gunnar Grímsson 422
79 7913 Guðmundur Vignir Óskarsson 418
80 9739 Anna María Bogadóttir 413
81 5823 Lúðvík Emil Kaaber 405
82 9013 Kristín Jónsdóttir 404
83 7891 Pétur Björgvin Þorsteinsson 401
84 4668 Álfheiður Eymarsdóttir 396
85 3238 Hildigunnur Sverrisdóttir 391
86 7968 Íris Erlingsdóttir 388
87 2314 Jón Steindór Valdimarsson 373
88 5537 Björg Ólafsdóttir 371
89 2567 Þórólfur Sveinsson 367
90 9629 Guðmundur Ágústsson 361
91 8892 Guðmundur Guðlaugsson 359
92 2468 Andrés Bjarni Sigurvinsson 353
93 6549 Alvar Óskarsson 346
94 9684 Kristján Vigfússon 344
95 8419 Jóhannes Þór Skúlason 341
96 3194 Mikael Marlies Karlsson 339
97 4426 Margrét Dóra Ragnarsdóttir 324
98 2765 Alda Davíðsdóttir 323
99 6032 Finnbogi Vikar 323
100 4338 Bolli Héðinsson 322
101 6681 Elín Erna Steinarsdóttir 321
102 5724 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 317
103 3689 Anna Elísabet Ólafsdóttir 316
104 4701 Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir 310
105 7924 Ólafur Örn Haraldsson 310
106 4261 Sigþrúður Þorfinnsdóttir 307
107 4085 Haukur Halldórsson 303
108 7297 Árni Kjartansson 301
109 7649 Skafti Harðarson 300
110 2875 Björn Friðfinnsson 298
111 9486 Guðjón Sigurðsson 296
112 8485 Rósa Guðrún Erlingsdóttir 295
113 7638 Tryggvi Hjaltason 294
114 7132 Hjalti Hugason 294
115 8804 Jón Valur Jensson 290
116 4547 Eggert Ólafsson 285
117 4074 Hrefna Bryndís Jónsdóttir 284
118 3095 Kristján Ingvarsson 283
119 8012 Auður Jónasdóttir 281
120 7539 Halldór Nikulás Lárusson 279
121 3205 Jórunn Edda Helgadóttir 278
122 7528 Ágúst Guðmundsson 274
123 8243 Jón Benedikt Björnsson 270
124 4184 Birna Kristbjörg Björnsdóttir 258
125 8375 Friðrik Ólafsson 258
126 6340 Björn Einarsson 254
127 5812 Pétur Guðjónsson 253
128 2908 Andri Ottesen 250
129 3634 Gissur Pétursson 249
130 8397 Andri Valur Ívarsson 248
131 3392 Ingi Hans Jónsson 246
132 7253 Ingibjörg Daníelsdóttir 245
133 8276 Valdimar Hergils Jóhannesson 242
134 5262 Erla Hlín Hjálmarsdóttir 239
135 4096 Svanur Sigurbjörnsson 238
136 6153 Sigríður Dögg Auðunsdóttir 233
137 7594 Þórður Már Jónsson 232
138 2534 Margrét Cela 230
139 8067 Borghildur Sölvey Sturludóttir 229
140 4327 Gísli Már Gíslason 225
141 3414 Jörmundur Ingi Hansen 224
142 5713 Húni Heiðar Hallsson 222
143 8617 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson 222
144 6109 Hlín Agnarsdóttir 221
145 6043 Gróa Friðgeirsdóttir 216
146 7517 Arnaldur Gylfason 209
147 8628 Lóa Steinunn Kristjánsdóttir 208
148 3953 Maríanna Bergsteinsdóttir 206
149 3436 Sigurður Hólm Gunnarsson 205
150 3568 Smári Páll McCarthy 205
151 3854 Eygló Svala Arnarsdóttir 202
152 8705 Björn Ingi Jónsson 201
153 5361 Baldur Óskarsson 200
154 2413 Þórunn Guðmundsdóttir 198
155 3942 Halldóra Guðrún Hinriksdóttir 197
156 9178 Soffía Sigurðardóttir 196
157 6714 Pétur Kristjánsson 195
158 8782 Júlíus Sólnes 195
159 8639 Birna Vilhjálmsdóttir 192
160 8914 Eyjólfur Ármannsson 191
161 5867 Ágúst Hjörtur Ingþórsson 190
162 6318 Halldór Grétar Gunnarsson 188
163 3029 Eyþór Jóvinsson 184
164 6494 Bergvin Oddsson 178
165 7319 Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 176
166 4778 Guðmundur Jónsson 175
167 7176 Ástþór Magnússon Wium 174
168 3304 Hjörtur Hjartarson 172
169 3315 Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 172
170 4492 Þór Gíslason 171
171 9618 Hjörtur Smárason 170
172 3018 Greta Ósk Óskarsdóttir 170
173 8452 Hulda Ösp Atladóttir 167
174 9893 Ragnhildur Sigurðardóttir (I) 167
175 6417 Bergný Jóna Sævarsdóttir 166
176 4558 Ólafur Jakobsson 165
177 6406 Lára Óskarsdóttir 162
178 2842 Ásgeir Erling Gunnarsson 162
179 2864 Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir 158
180 2776 Birgir Karlsson 156
181 4734 Guðmundur Árnason 155
182 4459 Charlotta Oddsdóttir 153
183 6296 Jón Hermann Karlsson 153
184 7231 Íris Þórarinsdóttir 153
185 6538 Jón Þorvaldur Heiðarsson 152
186 7308 Lovísa Arnardóttir 151
187 2963 Silja Ingólfsdóttir 150
188 9673 Halldóra Kristín Thoroddsen 150
189 4041 Már Wolfgang Mixa 148
190 4129 Jónas Tryggvason 148
191 6483 Þorbergur Þórsson 144
192 4503 Haukur Arnþórsson 144
193 5801 Jóhann Halldórsson 143
194 6307 Einar Brandsson 143
195 3513 Björn Sævar Einarsson 142
196 9761 Einar Stefán Kristinsson 141
197 4283 Óli Gneisti Sóleyjarson 141
198 2512 Vagn Kristjánsson 140
199 5427 Ágúst Bjarni Garðarsson 140
200 8815 Björgvin Martin Hjelvik Snorrason 139
201 5603 Ludvig Árni Guðmundsson 138
202 4481 Sigurður Ragnarsson 137
203 8837 Guðrún Guðlaugsdóttir 135
204 2809 Þorfinnur Ómarsson 134
205 7418 Vilhjálmur Andri Kjartansson 133
206 9453 Gíslný Bára Þórðardóttir 132
207 5438 Eiríkur Hans Sigurðsson 131
208 9816 Agnar Jón Egilsson 131
209 3623 Ágústa Sigrún Ágústsdóttir 130
210 8232 Páll Rafnar Þorsteinsson 129
211 5031 Baldur Ágústsson 127
212 2446 Jón Pálmar Ragnarsson 126
213 8958 Gísli Jökull Gíslason 123
214 3051 Vigdís Erlendsdóttir 121
215 5394 Jón Bjarni Bjarnason 121
216 7286 Elías Oddsson 118
217 4712 Kolbrún Baldursdóttir 117
218 2941 Kristófer Már Kristinsson 117
219 6857 Guðbrandur Ólafsson 116
220 7275 Ágúst Már Garðarsson 116
221 6384 Herdís Dröfn Baldvinsdóttir 113
222 8694 Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir 113
223 3469 Þórir Steingrímsson 113
224 7869 Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir 112
225 7748 Signý Sigurðardóttir 112
226 3678 Þorsteinn Hilmarsson 112
227 2897 Ásgeir Beinteinsson 111
228 4679 Sigurbjörn Svavarsson 110
229 7616 Pétur Georg Guðmundsson 110
230 2952 Njáll Ragnarsson 109
231 7165 Jan Eric Jessen 109
232 9046 Eva Huld Friðriksdóttir 109
233 2886 Hreinn Pálsson 107
234 3546 Aðalsteinn Þórðarson 107
235 6978 Gísli Kristbjörn Björnsson 106
236 2105 Elín Guðmundsdóttir 105
237 4569 Elín Ólafsdóttir 105
238 6879 Helga Baldvinsd. Bjargardóttir 104
239 4063 Garðar Ingvarsson 104
240 8925 Tinna Ingvarsdóttir 103
241 9409 Nína Björg Sæmundsdóttir 103
242 3645 Einar Guðmundsson 102
243 7726 Elías Pétursson 102
244 5042 Jón Jósef Bjarnason 102
245 2182 Jón Einar Haraldsson 101
246 4305 Halla Björg Evans 101
247 3986 Sveinn Guðmundsson 99
248 3326 Guðmundur Örn Ragnarsson 99
249 3183 Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson 99
250 5845 Eðvald Einar Stefánsson 98
251 5592 Sigurður Aðalsteinsson 97
252 7803 Guðlaugur Orri Gíslason 97
253 4162 Ann María Andreasen 96
254 2523 Karl Lárus Hjaltested 96
255 9937 Hrafn Gunnlaugsson 95
256 9519 Brynjar Gunnarsson 94
257 2545 Valgerður Pálmadóttir 93
258 6637 Júlíana Guðmundsdóttir 93
259 6703 Eiríkur Beck 93
260 5889 Jóhann Rúnar Björgvinsson 93
261 4723 Sveinbjörn Fjölnir Pétursson 92
262 2974 Eiríkur Mörk Valsson 91
263 6802 Kjartan Þór Ragnarsson 90
264 2743 Ægir Björgvinsson 90
265 2204 Kolbrún Anna Björnsdóttir 90
266 3458 Gunnar Jón Ólafsson 89
267 3491 Óli Már Aronsson 89
268 5218 Þórir Jökull Þorsteinsson 88
269 2556 Ágústa Hjördís Lyons Flosadóttir 88
270 4613 Ásta Leonhardsdóttir 88
271 3502 Hjörvar Pétursson 87
272 3898 Michele Rebora 87
273 2688 Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir 86
274 5834 Máni Arnarson 86
275 6054 Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir 84
276 4932 Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir 84
277 8826 Þórbjörn Sigurðsson 83
278 3601 Þórunn Hilda Jónasdóttir 82
279 4349 Áslaug Guðmundsdóttir 82
280 7935 Magni Hjálmarsson 81
281 3931 Marín Rós Tumadóttir 81
282 3656 Gunnar Þórðarson 81
283 4591 Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir 80
284 3887 Magnús Óskarsson 80
285 8078 Árni Jónsson 80
286 5493 Kristinn Hannesson 80
287 2369 Ragnar Ómarsson 80
288 4525 Jakobína Edda Sigurðardóttir 79
289 6813 Breki Karlsson 79
290 2589 Alfreð Hafsteinsson 79
291 9541 Hallur Magnússon 79
292 7902 Haukur Már Haraldsson 79
293 4437 Sigurjón Jónasson 78
294 6461 Aðalbjörg Hlín Brynjólfsdóttir 78
295 4217 Jóna Sólveig Elínardóttir 77
296 7473 Guðjón Ólafur Sigurbjartsson 77
297 6604 Hjörtur Pálsson 77
298 2501 Þorsteinn Barðason 76
299 8672 Lárus Jón Guðmundsson 76
300 2248 Benedikt Þorri Sigurjónsson 75
301 4316 Ámundi Hjálmar Loftsson 75
302 6615 Karen Elísabet Halldórsdóttir 74
303 5471 Vigfús Andrésson 74
304 7143 Kolbeinn Aðalsteinsson 73
305 5163 Halla Margrét Jóhannesdóttir 72
306 3832 Grétar Bjarnason 72
307 3216 Jón Þorsteinn Sigurðsson 72
308 4415 Eiríkur G. Guðmundsson 72
309 9508 Hannes Páll Pálsson 71
310 5383 Elías Gíslason 71
311 9387 Kjartan Jónsson 71
312 4514 Örn Reykdal Ingólfsson 70
313 6934 Kristín Elfa Guðnadóttir 70
314 3381 Eva Alice Lucienne Leplat Sigurðsson 69
315 9079 Soffía S. Sigurgeirsdóttir 69
316 2402 Óskar Ísfeld Sigurðsson 69
317 8859 Íris Arnlaugsdóttir 69
318 5702 Agnar Kristján Þorsteinsson 68
319 5185 Baldvin Björgvinsson 68
320 3447 Lárus Elíasson 68
321 2798 Þorsteinn Viðar Sigurðsson 67
322 7209 Magnús Magnússon 67
323 8254 Ármann Atli Sigurðsson 66
324 4976 Sigurður Grétar Guðmundsson 66
325 5295 Arinbjörn Sigurgeirsson 66
326 4789 Kristín Erna Arnardóttir 65
327 8518 Haukur Nikulásson 65
328 3865 Rakel Sigurgeirsdóttir 65
329 6065 Guðmundur B. Friðriksson 64
330 6274 Loftur Már Sigurðsson 64
331 8947 Patricia Anna Þormar 64
332 4690 Sæunn Þorsteinsdóttir 63
333 3106 Inga Jóna Þórisdóttir 63
334 3348 Eiríkur Þór Magnússon 63
335 9849 Elín Hilmarsdóttir 62
336 9838 Björn Ragnar Björnsson 62
337 6076 Sif Jónsdóttir 61
338 3964 Indro Indriði Candi 61
339 8496 Helga Sigurjónsdóttir 61
340 6516 René Biasone 61
341 2985 Guðmar Ragnar Stefánsson 61
342 3997 Haraldur Ingvarsson 60
343 2083 Sindri Guðmundsson 60
344 6021 Sveinn Ágúst Kristinsson 58
345 6142 Gísli Þór Sigurþórsson 58
346 5735 Sara Björg Sigurðardóttir 57
347 6329 Reynir Vilhjálmsson 57
348 5306 Gunnlaugur Ólafsson Johnson 57
349 9805 Sigurvin Jónsson 57
350 4965 Auður Sigr. Kristinsdóttir 57
351 9156 Friðrik Hansen Guðmundsson 56
352 6362 Sigfríður Þorsteinsdóttir 56
353 9134 Davíð Blöndal 56
354 9662 Haraldur Árnason 56
355 7792 Guðmundur Gíslason 55
356 2215 Gerða Björg Hafsteinsdóttir 55
357 9376 Hjálmtýr V. Heiðdal 55
358 5504 Ásgeir Guðmundur Bjarnason 54
359 9057 Adolf Friðriksson 54
360 6835 Hans Gústafsson 54
361 4943 Björgvin Rúnar Leifsson 54
362 7781 Gunnar Örn Stefánsson 54
363 2996 Sæmundur Kristinn Sigurðsson 53
364 5053 Ragnar Jónsson 53
365 5669 Ian Watson 53
366 4294 Halldór Þorkell Guðjónsson 52
367 6505 Vignir Bjarnason 52
368 9882 Gunnar Þór Gunnarsson 52
369 9981 Ingi Bæringsson 52
370 8573 Inga Rós Baldursdóttir 51
371 8408 Theódór Skúli Halldórsson 50
372 5317 Jóhanna Guðmundsdóttir 50
373 9926 Árelíus Örn Þórðarson 49
374 6285 Dagbjartur Ingvar Arilíusson 49
375 6241 Sigurður Ingi Einarsson 49
376 4393 Elías Theódórsson 49
377 7121 Tryggvi Magnús Þórðarson 49
378 5625 Hans Guttormur Þormar 48
379 9794 Iðunn Guðjónsdóttir 48
380 8331 Ísleifur Friðriksson 48
381 6472 Oddur Magnús Sigurðsson 48
382 5086 Svavar Kjarrval Lúthersson 48
383 5229 Guðmundur R Lúðvíksson 48
384 4602 Birgir Eiríksson 47
385 4173 Hrafn Sveinbjarnarson 47
386 6769 Ólafur Jónsson 47
387 6725 Bergsveinn Halldórsson 47
388 5207 Gunnar Ólafsson 46
389 7495 Ásta Kristbergsdóttir 46
390 2171 Valdís Steinarrsdóttir 46
391 7682 Magnea Jóhanna Matthíasdóttir 45
392 4239 Magnús Víkingur Grímsson 45
393 2138 Guðrún Lilja Magnúsdóttir 45
394 5581 Steinberg Þórarinsson 45
395 3667 Kjartan Ragnarsson 45
396 2831 Viktor Orri Valgarðsson 45
397 4998 Kjartan Sigurgeirsson 45
398 6846 Sævar Ari Finnbogason 45
399 6659 Ottó Hörður Guðmundsson 44
400 7451 Lúðvíg Lárusson 44
401 6901 Benedikt Hreinn Einarsson 44
402 8386 Guðjón Ingvi Stefánsson 44
403 6087 Finnbjörn Gíslason 43
404 8265 Jóhann Ólafsson 43
405 5449 Arndís Einarsdóttir 43
406 3293 Skúli Þór Sveinsson 43
407 4756 Kolbrún Karlsdóttir 42
408 5273 Ólafur Árni Halldórsson 42
409 5328 Viðar Helgi Guðjohnsen 42
410 6758 Björn Guðbrandur Jónsson 42
411 9145 Kári Allansson 42
412 3524 Ragnheiður Birna Fossdal 41
413 8903 Ægir Örn Sveinsson 41
414 6956 Þórunn Hjartardóttir 41
415 7429 Halldóra Aðalsteinsdóttir 41
416 4382 Anna Benkovic Mikaelsdóttir 41
417 2347 Örn Sigurðsson 40
418 3062 Borgþór S. Kjærnested 40
419 8342 Bragi Straumfjörð Jósepsson 40
420 4657 Reynir Heiðar Antonsson 40
421 5141 Sigvaldi Friðgeirsson 40
422 4624 Jónína Ólafsdóttir 40
423 9871 Arnar Geir Kárason 40
424 3161 Einar Magnús Einarsson 39
425 2479 Hrönn Kristinsdóttir 38
426 7836 Þórgnýr Thoroddsen 38
427 9904 Elías Halldór Ágústsson 38
428 3821 Egill Örn Þórarinsson 37
429 4228 Harald Sigurbjörn Holsvik 37
430 2578 Jökull Arngeir Guðmundsson 37
431 4580 Björn M. Sigurjónsson 37
432 9607 Þorvaldur Hjaltason 37
433 2094 Jón Bjarni Jónsson 37
434 3282 Steinn Kárason 36
435 5691 Katrín Sigurðardóttir 36
436 4536 Kristbjörn Helgi Björnsson 36
437 6648 Þórir Sæmundsson 36
438 2457 Þorsteinn Ingimarsson 35
439 8716 Ragnhildur Gunnlaugsdóttir 35
440 9728 Jóhann Jóhannsson 35
441 7693 Hildur Björg Gunnarsdóttir 35
442 6175 Baldvin Örn Berndsen 35
443 2336 Axel Þór Kolbeinsson 34
444 6439 Guðmundur S. Johnsen 34
445 7583 Gísli Kristjánsson 34
446 4371 Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson 34
447 8793 Björn Óskar Vernharðsson 34
448 6912 Geir Matti Järvelä 33
449 2281 Helgi Helgason 33
450 8683 Hans Benjamínsson 33
451 5482 Sigvaldi Einarsson 33
452 6395 Lárus Ýmir Óskarsson 33
453 7561 Steinar Immanúel Sörensson 33
454 8474 Nils Erik Gíslason 32
455 2677 Guttormur Þorsteinsson 32
456 5526 Berglind Nanna Ólínudóttir 32
457 5856 Kristinn Björn Valdimarsson 32
458 8045 Guðmundur Rúnar Guðlaugsson 31
459 8529 Þórður Eyfjörð Halldórsson 31
460 7154 Jónas Pétur Hreinsson 31
461 7462 Sólveig Dagmar Þórisdóttir 30
462 9706 Friðrik Sigurðsson 30
463 6098 Benedikt Gardar Stefánsson 30
464 7198 Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir 30
465 5416 Jón Þóroddur Jónsson 29
466 3128 Ólafur Gunnar Sigurðsson 29
467 2061 Andri Már Friðriksson 29
468 3084 Sigurður Örn Hjörleifsson 29
469 5746 Þorsteinn Jónsson 28
470 5372 Þorvaldur Hrafn Yngvason 28
471 2149 Jóhann Hjalti Þorsteinsson 28
472 4272 Kjartan Hjörvar 28
473 4206 Sveinn Halldórsson 28
474 3227 Leó E. Löve 27
475 5548 Harpa Hrönn Frankelsdóttir 26
476 6923 Bragi Skaftason 26
477 9398 Sturla Már Jónsson 26
478 2699 Vilhjálmur Sigurður Pétursson 26
479 7627 Róbert Hlynur Baldursson 26
480 5174 Sólveig Guðmundsdóttir 25
481 6626 Gylfi Garðarsson 25
482 3172 Þórður Eyþórsson 25
483 9651 Inga Kristín Kjartansdóttir 25
484 9959 Jón Axel Svavarsson 25
485 9035 Brynjólfur Sveinn Ívarsson 25
486 9772 Vignir Ari Steingrímsson 24
487 7704 Sigrún Vala Valgeirsdóttir 23
488 5284 Herbert Snorrason 23
489 2919 Ásgeir Þorbergsson 23
490 8364 Anton Jóhannesson 22
491 8562 Jóhann Gunnarsson 22
492 5097 Halldór Jónsson 22
493 8936 Bryan Allen Smith III 21
494 9783 Hildur Ýr Ísberg 21
495 6593 Hjalti Hrafn Hafþórsson 21
496 9827 Þór Ludwig Stiefel 21
497 3557 Birgir Loftsson 21
498 8056 Sigurjón Árnason 20
499 9497 Pétur Óli Jónsson 20
500 3975 Clarence Edvin Glad 19
501 9189 Sigvarður Ari Huldarsson 19
502 7352 Tryggvi Helgason 19
503 9475 Jón Þór Þorgeirsson 19
504 8738 Pálmar Þorsteinsson 19
505 2391 Guðmundur Pálsson 19
506 6791 Jón Pétur Líndal 18
507 2732 Tjörvi Guðjónsson 18
508 2435 Árni Björn Guðjónsson 17
509 6824 Harpa Hauksdóttir 17
510 7847 Kristinn Dagur Gissurarson 16
511 3425 Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir 14
512 4745 Ólafur Már Vilhjálmsson 13
513 6967 Úlfur Einarsson 13
514 7407 Daði Már Jónsson 13
515 3579 Bergsveinn Guðmundur Guðmundsson 12
516 5064 Ásgeir Baldursson 12
517 7605 Jóhannes Jónsson 12
518 7396 Guðni Karl Harðarson 11
519 3271 Elinborg Skúladóttir 11
520 6186 Ólafur Torfi Yngvason 7
521 7363 Ægir Geirdal Gíslason 7
522 5768 Rúnar Þór Jónsson 1

Samsæri – eða eitthvað miklu flóknara?

Ég hef gaman af samsæriskenningum og þessa dagana er enginn skortur á þeim. Allt eftir því hvernig hugur manna hallast virðist til dæmis hægt að kenna Davíð Oddssyni, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópusambandinu eða nú síðast Magma Enegry um nær allt sem aflaga fer á Íslandi.

Ýmislegt hefur jú dunið yfir okkur og margt af því er gríðarlega flókið og illskiljanlegt. Í tilraun til að skilja þetta allt er þess vegna þægilegt að grípa til þeirrar kenningar að einhvers staðar á bakvið tjöldin sitji fámenn klíka – eða jafnvel einn valdamikill maður – sem togar í strengi og stjórnar því sem okkur ber að höndum.

Ekki samsæri: Heldur miklu flóknara en svo

Samsæriskenningar eru afsprengi óskhyggju. Óskhyggjunnar um það að óskiljanlegir atburðir í kringum okkur eigi sér einfaldar skýringar. Þversögnin við hinar fjölmörgu samsæriskenningar um raunverulegan valdastrúktúr heimsins er sú að aðeins ein þeirra getur mögulega verið rétt.

Hinna raunverulegu skýringa er einmitt að leita í andstæðunni. Heimurinn er svona óendanlega flókinn og óskiljanlegur einmitt vegna þess að það er enginn einn sem öllu ræður, heldur togast á hagsmunir ótal ólíkra aðila með ólík markmið og mismikið áhrifavald.

“Hagsmunir” eru lykilorðið. Til að skilja hvað vakir fyrir hverjum og einum er nauðsynlegt að skilja hverjir hagsmunir hans eru.

Það þýðir því ekkert að leita að einhverju einu fyrirtæki, einni alþjóðastofnun eða einum manni til að kenna um allt sem aflaga fer, heldur verðum við að reyna að skilja hagsmunina sem ráða gerðum hvers og eins. Hvar þeir rekast á við – eða fara saman með – hagsmunum okkar sjálfra og annarra og reyna þannig að skilja og mynda okkur skoðun á þeim málum sem upp koma.

Höfum fyrir því að styðja mál okkar!

Það er ekki ásættanlegt þegar málsmetandi fólk hefur sig í frammi í umræðunni með kenningar um samsæri sem hvorki eru studdar gögnum né góðum rökum – jafnvel þegar það er gert í nafni góðs málstaðar. Það kann að vissulega að skapa “heppilegan” æsing um málið til skemmri tíma, en skemmir fyrir málstaðnum og málshefjanda þegar upp er staðið.

Lykilupplýsingar um fjölmörg “leyndarmál” og skandala eru oft auðveldlega aðgengilegar ef einhver nennir að bera sig eftir þeim. Hversu margir skyldu t.d. hafa lesið tilkynningarnar sem Magma hefur svo til daglega sent inn á Kanadíska hlutabréfamarkaðinn síðustu daga? Eftir örstutta eftirgrennslan sé ég ekki betur en þar séu ýmsir punktar sem ættu heima í umræðunni, en enginn hefur borið sig eftir – þó ekki skorti skoðanirnar.

Gott fólk: Færri órökstuddar samsæriskenningar og fleiri yfirvegaðar og vel rannsakaðar greiningar.

Gagnatorg DataMarket komið í loftið!

Í vikunni opnuðum við hjá DataMarket almennan aðgang að gagnatorginu okkar.

Ég ætla að skrifa meira um það á persónulegu nótunum fljótlega, en læt nægja í bili afrit af tilkynningunni sem við sendum áskrifendum að fréttabréfinu okkar í gær (þið getið gerst áskrifendur hér).

Kæri áhugamaður um DataMarket,

Miðvikudagurinn 12. maí var stór dagur fyrir okkur, en þá opnuðum við fyrir almennan aðgang að lausninni sem við erum búin að vera að þróa í rúmlega eitt og hálft ár.

Það er okkur sönn ánægja að kynna til sögunnar gagnatorgið: DataMarket.com

DataMarket tekur saman töluleg gögn frá ýmsum opinberum aðilum og gerir þau aðgengileg á einum stað með samræmdum eiginleikum, s.s. leitarmöguleikum, samanburði, tengingum við fréttaefni og aðra viðburði, og niðurhali gagna til dæmis til notkunar í Excel.

Það sem komið er inn eru meira og minna öll gögn sem birt eru opinberlega frá:

 • Hagstofu Íslands, þar með talin gögn úr ritinu Hagskinnu sem er yfirlit yfir sögulegar hagtölur.
 • Seðlabanka Íslands
 • Vinnumálastofnun
 • Fasteignaskrá
 • Orkustofnun; og
 • Ferðamálaráði

Að auki eru þar gögn frá Ríkislögreglustjóra og öll töluleg gögn úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Öll þessi gögn eru frá og með deginum í dag aðgengileg öllum netnotendum án endurgjalds á DataMarket

Þarna er að finna meira en 2.500 gagnasett frá framangreindum aðilum og samanlagt meira en sjö milljón tímaraðir um allt á milli himins og jarðar, þar á meðal: hitastig á Stykkishólmi, barnsfæðingar á mánuði frá 1853, atvinnuleysi iðnaðarmanna, raforkuframleiðslu með jarðvarma, útbreiðslu DVD spilara og kílóverð á súpukjöti svo fátt eitt sé nefnt.

Hvernig nýtist DataMarket mér?

Það fer algerlega eftir því við hvað þú starfar, á hverju þú hefur áhuga og hvaða ákvörðunum þú stendur frammi fyrir, en við erum handviss um að flestir geta notað DataMarket sér til gagns eða fróðleiks þegar þeir hafa tileinkað sér grunneiginleika þess.

Hér eru nokkur dæmi sem ef til vill kveikja einhverjar hugmyndir:

Einhverjir gætu líka haft áhuga á að bera saman mánaðarlaun bankastjóra þriggja stóru bankanna á árunum 2004-2008.

Ágæt leið til að kynnast eiginleikum DataMarket er að skoða þessi sýnidæmi og jafnvel fylgja þeim skref fyrir skref.

Innskot HG: Hér er myndband sem sýnir eitt þessarra sýnidæma:

Hafðu samband!

Þar sem DataMarket er spánný lausn, vitum við að þið eigið eftir að rekast á lausa enda sem við höfum gleymt að hnýta, hluti sem betur mega fara og fá hugmyndir sem gætu nýst okkur við áframhaldandi þróun. Þess vegna hvetjum við ykkur til að taka þátt í umræðum á spjallborðinu okkar eða senda okkur línu á hjalp@datamarket.com

Ef þið hafið áhuga á að vita meira um starfsemina, skoða samstarfsfleti eða forvitnast um hvaðeina sem snýr að lausninni eða fyrirtækinu, þá er netfangið datamarket@datamarket.com.

Takk fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Njóttu DataMarket!

Kveðjur,

DataMarket-hópurinn

Orðið.is: Lóð á vogarskálar Opinna Gagna

Í hádeginu í dag voru úrslitin í verðlaunasamkeppninni “Þú átt orðið” kynnt. Það voru fyrirtækið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem stóðu fyrir þessari keppni.

Forsaga keppninnar

Forsagan er í stuttu máli sú að forritunarteymi Já og forveri þess – fyrirtækið Spurl – sem Já keypti fyrir nokkrum árum* hafa um árabil átt í samstarfi við Orðabók Háskólans (sem nú er hluti Árnastofnunar) á sviði tungutækni. Það samstarf hefur sérstaklega snúist um Beygingalýsingu íslensks nútímamáls, en það er gagnasafn sem inniheldur beygingarmyndir meira en 270 þúsund íslenskra orða.

Já hefur nýtt sér þetta safn með ýmsum hætti, t.d. til að tryggja að leit á vefnum Já.is finni íslensk nöfn, götuheiti, staði og fyrirtæki óháð því í hvaða beygingarmynd fyrirspurnir eru skrifaðar (ertu að leita að “Laugavegi” eða “Laugavegur“, “sýslumaður” eða “sýslumanninum”, o.s.frv.), við gerð tillagna þegar leitarorð eru rangt slegin inn “Leit að ‘laugvegur‘ skilaði engum niðurstöðum. Áttirðu við ‘Laugavegur’?” o.s.frv.

Já-fólk hefur því lengi vitað hvers konar verðmæti felast í þessum gögnum og við vorum nokkuð viss um að þau verðmæti kæmu fyrst almennilega í ljós þegar aðgangur að þessum gögnum væri opnaður frekar. Þannig kviknaði hugmyndin að því að Já myndi styrkja Árnastofnun og gera stofnuninni þannig kleift að aflétta þeirri gjaldtöku sem hingað til hefur verið á notkun þessarra gagna. Það varð úr, og til að hvetja hugmyndaríka einstaklinga til dáða var auk þess ákveðið að blása til þessarar verðlaunasamkeppni.

Opið aðgengi leiðir til nýsköpunar

Orðavindan

1. verðlaun í keppninni hlaut orðaleikurinn Orðavinda

Í stuttu máli tókst þessi tilraun vonum framar. 20 álitlegum verkefnum var skilað inn á tilsettum tíma. Það skemmtilegasta við þau var hversu fjölbreytt þau voru. Þannig náðu t.d. verðlaunaverkefnin fjögur allt frá nýrri málfræðilega áhugaverðri nálgun við orðflokkun, til tölvuleikja og allt frá gagnlegu tóli fyrir vefnotendur, til “startpakka” fyrir forritara sem vilja nýta sér þessi gögn til annarra góðra verka.

Og þetta var vonandi bara byrjunin. Ég er sannfærður um að miklu fleiri en þeir sem tóku þátt í samkeppninni munu nýta sér þessi gögn hér eftir með margvíslegum hætti og veit reyndar af nokkrum slíkum verkefnum sem eru í gangi.

Þessi afrakstur styrkti mig enn frekar í trúnni um það hversu mikil verðmæti er hægt að leysa úr læðingi með því að opna aðgengi að gagnasöfnum á vegum opinberra aðila. Fjársjóðir á borð við þennan liggja vannýttir og jafnvel ónotaðir hjá stofnunum og fyrirtækjum úti um allt land, en gætu orðið að nýjum vörum, nýjum tækifærum og jafnvel nýrri þekkingu ef aðferðafræði Opinna Gagna fengi að ráða.**

Vonandi verður þingsályktunartillagan góða sem samþykkt var í þá veru fyrir áramótin sem fyrst til þess að þessi mál komist á skrið hér á landi.

– – –

* Ég var stofnandi og einn af aðaleigendum Spurl á sínum tíma
** Gögnin í Beygingarlýsingunni eru reyndar strangt til tekið ekki að öllu leyti “opin” skv. skilgreiningu opinna gagna, en sannarlega opnari en þau voru.

Tæknispá 2010

Ég hef nokkrum sinnum áður ráðist í það um áramót að skrifa smá hugleiðingar um það sem komandi ár gæti borið með sér í tæknigeiranum á Íslandi. Spáin fyrir nýliðið ár heppnaðist býsna vel, þannig að nú er kominn tími til að rýna aftur í telauf og garnir og spá fyrir um næstu misserin.

 • Sprotaheimurinn: Það eru magnaðir hlutir að gerast í heimi nýsköpunar og sprotastarfsemi í tæknigeiranum. Eftir 5-6 steindauð ár þar á undan, brustu allar flóðgáttir við hrun bankanna. Þar kemur líklega tvennt til: 1) Hreyfing á fólki sem ýmist missti vinnuna, eða fékk nóg og yfirgaf stöður sem kannski voru aldrei sérlega skemmtilegar, bara vel borgaðar; og 2) Gerbreytt afstaða almennings, stjórnvalda og fjölmiðla – það var loksins komið veður til að skapa.
  • Fyrstu ávextirnir af sprotum hrunsins: Allnokkur sprotafyrirtæki komu frá sér úrvalsvörum árið 2009. Má þar nefna: heimilisfjármálagræjuna Meniga, tölvuleikina Peter und Vlad og Audiopuzzle frá Dexoris, Vaktarann frá CLARA sem fylgist með umræðu á netinu, tölvuleikina Symbol6, Soft Freak Fiesta og Vikings of Thule frá Gogogic og smálánaþjónustuna Uppsprettu.

   Sum þessara fyrirtækja voru jafnvel stofnuð eftir hrun, þannig að hraðinn er mikill. Ég reikna með að sjá enn meiri grósku í þessu á komandi ári. Öll áðurnefnd fyrirtæki eru ýmist að þróa endurbættar útgáfur af sínum vörum eða nýjar vörur væntanlegar frá þeim á árinu. Til viðbótar má nefna að vörur eða stórar viðbætur eru væntanlegar frá næstum öllum hinum fyrirtækjunum í Icelandic Gaming Industry (IGI) auk Mobilitus, Medizza, Gogoyoko, DataMarket og ýmsum fleirum sem ég er ýmist að gleyma eða hreinlega veit ekki af. Eins hlakka ég mikið til að sjá og kynnast betur því sem koma mun út úr “hands-on” nýsköpunarsetrinu í Toppstöðinni.

   Ég sé því fyrir mér að í sprotaheiminum verði árið 2010 enn viðburðaríkara en nýliðið ár og þar verða líklega bæði stórir sigrar og talsverð vonbrigði.

  • Of miklir peningar: Það eru að safnast býsna miklir peningar í sjóði sem ætla að fjárfesta í efnilegum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á næstunni: Frumtak, sem upphaflega átti að verða 4,5 milljarða sjóður hefur úr meira en helmingi þeirrar upphæðar að moða þrátt fyrir einhverja óvissu um fjárframlög gömlu bankanna; Bjarkar-sjóðurinn sem er í umsjón Auðar Capital stefnir vel á annan milljarð; Nýsköpunarsjóður hefur úr talsverðu að moða; Tækniþróunarsjóður hefur 720 milljónir á fjárlögum næsta árs, af hverjum líklega um helmingur fer til slíkra fyrirtækja. Að auki eru allnokkrir hópar að setja saman bæði litla og umtalsvert stóra sjóði sem ætlað er að fjárfesta í tækifærum af þessu tagi. Ég hugsa að það láti nærri að 5-7 milljarðar séu eyrnamerktir í sprota- og nýsköpunarfjárfestingar þessa dagana!

   Þetta er auðvitað langt frá því að vera vandamál í sjálfu sér, en allir þessir peningar eru að elta tiltölulega fá – raunverulega góð – tækifæri. Hættan við allt þetta fé er sú að það leiti of víða og að forsvarsmenn sjóðanna hafi ekki þolinmæði til að bíða eftir tækifærum sem þeir hafa raunverulega tröllatrú á. Þannig gæti farið svo að of mörg fyrirtæki fái litlar frumfjárfestingar, en svo verði of litlir peningar eftir til að fylgja eftir þeim sem klóra sig fram úr fyrstu árunum og tryggja að þau nái virkilega að blómstra. Þetta hefur gerst áður. Nýsköpunarsjóður, eins og hann var rekinn í kringum árið 2000, er mjög gott dæmi um slíkt. Líklega hefði komið meira útúr honum með færri og stærri fjárfestingum.

   Sem sagt: Gott að það sé úr miklu fé að moða, en því má ekki smyrja of þunnt.

  • Of fátt hæft fólk: Það er ekkert atvinnuleysi í tæknigeiranum. Það er auðvitað alltaf slagur um besta fólkið, en það er vöntun á fólki af öllum stærðum og gerðum. Að einhverju leyti stafar þetta af því að aðsókn í tölvu- og tækninám var áberandi lítil á uppgangstíma bankanna. Við höfum ekki alið upp mikið af slíku fólki síðustu árin. Hins vegar stafar þetta af því að eftirspurnin hefur líklega aldrei verið meiri. Þó eitthvað hafi dregið saman í tölvudeildum bankanna og hjá sumum þjónustufyrirtækjum í upplýsingatæknigeiranum er það þó minna en ætla mætti. A.m.k. einn bankinn er m.a.s. að bæta við sig fólki um þessar mundir. Á sama tíma ætlar t.d. CCP eitt og sér að bæta við sig 160 manns á næstu mánuðum (þó ekki bara á Íslandi) og hefur þegar vaxið gríðarlega. Lauslega áætlað starfa um 200 manns hjá sprotafyrirtækjunum sem nefnd voru hér að ofan og restin af atvinnulífinu hefur tekið slakanum í upplýsingatæknigeiranum fegins hendi og ráðið til sín töluvert af fólki sem þau höfðu ekki tök á að slást um við bankana á sínum tíma.

   Ég sé fyrir mér að þessi mannekla muni hamla vexti sprotafyrirtækja umtalsvert.

  • Leikjabólan: Góður maður reiknaði út að Ísland ætti innan við 10 menn sem væru framúrskarandi (meira en 3 staðalfrávik frá meðaltali) í hverju sem er. Þetta gilti jafnt um Seðlabankastjóra sem sundmenn. Þessi staðreynd, að viðbættum þeim skorti á fólki sem er í upplýsingatæknigeiranum almennt veldur mér svolitlum áhyggjum fyrir hönd íslenska tölvuleikjaiðnaðarins sem nú er í örum vexti. Það kemur alls ekki á óvart að ýmsir feti í fótspor velgengninnar sem CCP fagnar, og heilt yfir er auðvitað frábært að sjá gróskuna sem m.a. kemur fram í starfsemi IGI. En gæðin, fólkið og hugmyndaauðgin hljóta að dreifast full þunnt þegar svona mikið er um að vera í jafn sérhæfðum geira og raun ber vitni.

   Ég spái því að þessi mikla starfsemi á þröngu sviði eigi eftir að sliga einhver leikjafyrirtæki, sem annars hafa alla burði til að slá í gegn.

 • Gögn og meiri gögn: Ýmis málefni sem tengjast gögnum, og þá ekki síst opnum gögnum eru mér afar hugleikin. Hér er tvennt sem ég sé fyrir mér að gerist í þeim efnum á árinu.
  • Opin gögn: Á haustmánuðum 2009 var lögð fram þingsályktunartillaga 12 þingmanna, jafnt úr stjórn sem stjórnarandstöðu, um opnara aðgengi að opinberum gögnum. Jafnframt var lögð fram fyrirspurn til forsætisráðherra um afstöðu hennar til þessara mála. Þótt svarið sem barst nú rétt fyrir áramótin sé afar varfærið og taki ekki djúpt í árinni, er boltinn greinilega farinn að rúlla varðandi það að breyta umgjörð þessara mála.

   Ég sé fyrir mér að breytingar verði gerðar á upplýsingalögum áður en árið er úti, aðgengi að opinberum gögnum rýmkað til mikilla muna og að áherslan verði á “upplýsingaskyldu stjórnvalda fremur en upplýsingarétt almennings” eins og segir í niðurlagi þingsályktunartillögunnar.

  • Greining gagna: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið mun mjög líklega sýna, svo ekki verður um villst, hversu mikill máttur upplýsingatækninnar er þegar kemur að því að greina gögn. Ég á von á að sjá þar tengslanet, atburðarásir og hreinlega uppljóstranir á einstökum málum sem fengnar hafa verið með því að keyra greiningar á gríðarlegt magn gagna í leit að eftirtektarverðum mynstrum, óeðlilegum færslum og grunsamlegum tengslum og samskiptum ýmissa aðila. Ég skrifaði pistil um þetta efni í byrjun árs og þykist vita að þessi mál hafi verið tekin traustum tökum.

   Ég sé fyrir mér að þetta muni opna augu atvinnulífsins og stjórnvalda fyrir því hversu verðmæt og öflug greining og úrvinnsla gagna getur verið.

 • Vélabú og annar milli-orkufrekur iðnaður: Mér leiðist orðið “gagnaver” og held mig því við að reyna að koma nýyrðinu “vélabú” að í staðinn. Vélabú Verne var mikið í umræðunni í lok árs. Ég tel litlar líkur á að verkefnið detti uppfyrir, en það er þó ljóst að aðkoma Novator mun breytast. Það hefur alltaf legið fyrir að þeirra hlutur myndi minnka við þá fjárfestingu sem nú er á lokametrunum. Ekki er ólíklegt að hlutafjáraukningin sé á bilinu 25%-50% og þá fer 40% hlutur Novators í Verne niður í 20%-30%. Eins er ekki alveg loku fyrir það skotið að Novator verði keypt út úr hluthafahópnum til að sefa gagnrýnisraddirnar. Verkefnið er hins vegar af þeirri stærðargráðu að það verður varla stoppað. 90 milljarða fjárfesting í erlendum gjaldeyri er satt að segja svo stór að burtséð frá öllum framkvæmdunum, störfunum og öðrum umsvifum, kann slíkt gjaldeyrisinnstreymi jafnvel að lyfta gengi krónunnar lítillega. Það er líklegt til að hljóma eins og of góð músík í eyrum fleiri en bara stjórnmálamanna.

  Eins er með þessu verkefni loksins verið að dreifa orkueggjunum okkar í fleiri körfur en áliðnaðarins eins. Segja má að aflþynnuverksmiðja Becromal hafi verið fyrsta skrefið í þá átt í seinni tíð. Ýmsar þreifingar eru einnig í gangi um framleiðslu bæði á sólarkísil og koltrefjum.

  Ég sé fyrir mér (og vona) að fleiri slík verkefni komist af stað á árinu og þá í stað álvers á Bakka og jafnvel líka í Helguvík.

 • Pólitík og netið: Um síðustu áramót spáði ég því að netið, og þá ekki síst samfélagsvefir, ættu eftir að leika lykilhlutverk í pólitísku starfi árið 2009. Þetta er reyndar orðið svo áberandi núna að það er ótrúlegt að á sama tíma fyrir ári síðan voru til dæmis aðeins örfáir stjórnmálamenn og líklega enginn stjórnmálaflokkur með opna síðu á Facebook.

  Við sáum líka ýmsa aðra pólitíska vinkla spretta upp úr þessum jarðvegi: Mótmælin voru að miklu leyti skipulögð á Facebook, Appelsínuguli-hópurinn, hópar með og á móti ESB, með og á móti ýmsum útgáfum af Icesave samningum, með og á móti lýðræði, með og á móti sól. 2010 verða sveitastjórnarkosningar og strax má sjá þess merki að frambjóðendur í prófkjörum og listar sem boðnir eru fram eru komnir í startholurnar með Facebook-viðveru, Twitter-tilraunir og notkun nýrra miðla til að dreifa upplýsingum og áróðri.

  Að teknu tilliti til takmarkaðra fjárráða held ég að Facebook og netið verði þungamiðjan í aðdraganda þessara sveitastjórnarkosninga, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum.

 • Opinn hugbúnaður: Sífellt fleiri eru að átta sig á því að í boði eru ágætir valkostir við flestan séreignarhugbúnað. Ýmislegt mælir með aukinni notkun opins hugbúnaðar jafnt hjá hinu opinbera, í einkageiranum og á heimilum landsins. Kostnaður er eitt þeirra atriða, en þó ekki endilega eins borðleggjandi og hörðustu fylgimenn vilja meina. Þjálfunarkostnaður, þjónusta og töpuð vinna á meðan skiptin fara fram er umtalsverður og sumar “commercial” lausnir standa reyndar samkeppni frá opnum hugbúnaði enn langtum framar (og öfugt – svo það sé sagt).

  Persónulega þykja mér rök á borð við þau að gæta þess að starfsaðferðir festist ekki í viðjum einstakra framleiðanda, t.d. vegna lokaðra skráarsniða eða að verkferlar krefjist ákveðinna, dýrra séreignarlausna vega mun þyngra. Eins þarf skólakerfið að gæta þess að draga ekki vagn tiltekinna fyrirtækja. Það er hins vegar jákvæð þróun að sem flestir átti sig á því að það eru valkostir við þann hugbúnað sem þeir hafa vanist.

  Ég sé fyrir mér að opinn hugbúnaður muni ryðja sér nokkuð afgerandi til rúms hjá hinu opinbera á árinu og í auknum mæli í einkageiranum líka.

 • Hræringar á fjarskiptamarkaði: Fjarskiptamarkaðurinn er – eins og svo margt annað í samfélaginu – dálítið upp í loft eftir bankahrunið.

  Teymi, aðaleigandi Vodafone fór á hausinn árið 2009, félögin fengu gríðarmiklar skuldir afskrifaðar og eignarhaldið er núna í höndum Landsbankans að mestu leyti. Landsbankinn leysti jafnframt til sín stóran hluta í Tali á árinu.

  Nova hefur gengið framúrskarandi vel að ná til sín viðskiptavinum í farsímaþjónustu, en er nánast örugglega enn rekið með allmiklum halla. Ólíklegt er að eigendur hafi mikið fé til að standa undir því áfram og því er 2010 líklega árið sem Nova þarf að fara að standa undir sér. Það þýðir væntanlega gerbreytta verðskrá og tilboð. Fyrirtækið er að auki að stórum hluta í eigu Novators, og ég get ímyndað mér að stjórnendur Nova hafi svitnað verulega í látunum vegna Verne. Það er aldrei að vita hvenær sambærileg reiði gæti bitnað á öðrum fyrirtækjum sem tengjast Novator og Nova liggur vel við höggi, þar sem fyrirtækið starfar á einstaklingsmarkaði fyrst og fremst.

  Hlutdeild Símans á farsímamarkaði fór í fyrsta sinn niður fyrir 50% á árinu, en fyrirtækið er engu að síður í afburðastöðu í fjarskiptageiranum í heild. Afkoma Símans er líklega mjög góð eins og alltaf hefur verið, en eignarhaldið gæti raskast verulega á árinu. Síminn er jú í eigu Skipta og þar liggja að mestu leyti lánin sem notuð voru til kaupanna á Símanum á sínum tíma. Skipti eru svo aftur í eigu Exista og “Exista er í eigu guðs almáttugs” eins og einn félagi minn komst að orði.

  Það er engin leið að sjá fyrir hvernig þessi markaður á eftir að stokkast upp á árinu, en það er deginum ljósara að hér verða miklar hræringar. Ólíklegt er að Síminn fái að taka of mikinn þátt í samþjöppun á þessum markaði af samkeppnisástæðum og því ætla ég að leyfa mér að spá því að eignarhald Nova, Tals og Vodafone eigi eftir að renna saman að einhverju leyti á árinu 2010.

Hvað haldið þið að muni gerast á árinu? Einhver til í að veðja á móti mér í einhverjum af þessum vangaveltum? Er ég úti á þekju í einhvejrum málum?

Gleðilegt tækniár!