hýsing

hjalli.com á nýjum slóðum

Ég er horfinn í skýið.

Ég hef ákveðið að hætta að reka minn eigin vefþjón og bloggkerfi og koma þessu frekar fyrir í hýstri umsjón hjá WordPress.com. Þá þarf ég ekki lengur að sjá sjálfur um að uppfæra bloggkerfið, viðhalda spamvörnunum og tryggja að óprúttnir aðilar nýti ekki nýjustu öryggisholurnar í viðkomandi kerfum. Það er alveg 700 króna virði á ári 🙂

Í sama mund flutti ég reyndar hjalli.com póstinn yfir á Google Apps – þar get ég notað allar Google þjónusturnar, s.s. GMail, Google Calendar og Google Docs á eigin léni. Ekki slæmt.

Þetta hefur hingað til verið hýst hjá snillingunum í Basis og ég þakka þeim fyrir frábæra þjónustu. Ég verð áfram með sandkassann minn (tilraunaserverinn þar sem ég fikta með forritun eins og How far… þjónustuna) hjá þeim.

Annars er þessi færsla mest tilraunafærsla til að sjá hvort þetta er allt komið í lag. Það brotna einhverjar gamlar slóðir við yfirfærsluna, en RSS-slóðirnar eiga að vera óbreyttar. Ef þið rekist á eitthvað sem ég hef bramlað í hamaganginum þá eru ábendingar vel þegnar.