myndrit

Hans Rosling strikes again

Hans RoslingI’m a big fan of Hans Rosling. He’s really the guy that opened up the eyes of the world to the importance of availability of and open access to data.

His latest presentation, from Google’s Zeitgeist08 conference, is now available on YouTube. It is not as stunning as his original TED eye-opener, but still among the best material you’ll find online, and has surprisingly not made its rounds on the web for real yet. In this new video, he brings good news about AIDS, unveils the realities of oil production in US and Russia, discusses CO2 emissions and how the economic power is shifting from the west to the east. Oh, and there is stuff about money and sex also 🙂

The video can be seen here: 10 years in, 10 years out – Hans Rosling

See my previous blog entries about Hans Rosling here:

P.S. Also speaking at Zeitgeist08 was Paul Hawken. Hawken is giving a speech on sustainability here in Reykjavik on Saturday (Icelandic). From the little stuff I’ve seen he seems a little too evangelistic for my taste, but I’ll check it out anyway – ready to be converted 🙂

Fjárlagafrumvarpið í myndum

Fjárlagafrumvarp ársins 2009 var kynnt í dag. Frumvarpið sjálft er doðrantur sem fáir hafa undir höndum. Hægt er að lesa sig í gegnum frumvarpið á Fjárlagavef Fjármálaráðuneytisins, en það er ekki beinlínis aðgengilegt og ekki auðvelt að átta sig á stóru samhengi hlutanna.

DataMarket brást skjótt við og vann gögnin á meðfærilegara form. Útkoman er vefsvæði þar sem hægt er að sjá með þægilegum hætti í hvað stjórnvöld ætla að nota peningana okkar á komandi ári.

Á forsíðunni er yfirlit yfir ráðuneytin, raðað eftir útgjaldaröð. Með því að smella á súluna fyrir eitthvert ráðuneytið birtist skipting útgjalda þess og svo koll af kolli. Gögnin ná reyndar bara 3 þrep niður og oft langar mann að komast dýpra, en fjárlagafrumvarpið nær einfaldlega ekki lengra. Næsta þrep eru rekstraráætlanir einstakra stofnana og þær eru ekki fáanlegar að svo komnu máli.

Ég fullyrði að aldrei hefur verið jafnauðvelt að túlka, rýna og gagnrýna fjárlagafrumvarp á Íslandi eins og með þessu einfalda tóli. Ég bendi á að ef þið viljið efna til umræðu um einstök ráðuneyti eða rekstrarliði, þá á hvert þeirra sér sína slóð, sem hægt er að tengja beint á í bloggi eða senda tengil í tölvupósti eða á MSN.

Hér eru – sem dæmi – áætluð útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs á komandi ári.

Skemmtið ykkur!

– – –

P.S. Þeir sem hafa áhuga á að komast í sjálf gögnin á einhverju formi sem leyfir frekari úrvinnslu (t.d. í Excel) eru hvattir til að setja sig í samband.

Myndræn framsetning gagna: Mannfjöldaþróun á Íslandi

Eins og nafnið gefur til kynna snýst DataMarket um öflun og miðlun hvers kyns gagna. Ég er þessvegna búinn að vera að velta mér mikið síðustu vikurnar uppúr allskyns gagnamálum og þeim möguleikum sem góð og aðgengileg gögn opna.

Myndræn framsetning er eitt af því sem getur gefið gögnum mjög aukið vægi og – ef vel tekst til – dregið fram staðreyndir sem annars eru faldar í talnasúpunni.

Ég gerði smá tilraun með mannfjöldagögn frá Hagstofunni. Byggt á tölum um aldurs- og kynjaskiptingu frá 1841 til dagsins í dag bjó ég til gagnvirka hreyfimynd sem sýnir hvernig mannfjöldapíramídinn (einnig þekkt sem aldurspíramídi) þróast á tímabilinu. Útkomuna má sjá með því að smella á myndina hér að neðan.

Smellið á myndina til að spila

 

Græni liturinn sýnir 18 ára og yngri, rauði liturinn 67 ára og eldri og guli liturinn þá sem eru þar á milli.

Myndin bendir á nokkrar áhugaverða hluti í mannfjöldaþróun Íslendinga:

  • Barnadauði: Fyrstu árin er sorglegt að sjá hvernig yngstu árgangarnir – sérstaklega sá allra yngsti – ná ekki að færast upp. Þetta segir sína sögu um barnadauða, aðbúnað barna og “heilsugæslu” þessa tíma.
  • “Baby boom”: Fram að lokum seinni heimstyrjaldarinnar vex og eldist þjóðin nokkuð jafnt og þétt. Reyndar dregur aðeins úr fæðingum framan af seinna stríði, en svo verður alger sprenging – það sem kallað er “baby boom” upp á ensku og á sér klárlega sína hliðstæðu hér. Þessi “barnasprengja” hefur verið rakin til aukinnar hagsældar, betra heilbrigðiskerfis og almennrar bjartsýni í kjölfar stríðsins. Uppúr 1960 jafnast svo stærð árganganna út aftur með tilkomu getnaðarvarna og skipulagðari barneignum en tíðkuðust fram að því.
  • Erlent vinnuafl: Síðasta sagan í þessum gögnum sýnir svo uppgangssveiflu síðustu ára. Ef þið skrefið ykkur í gegnum árin frá 2005-2008 (til þess eru örvatakkarnir) má sjá greinilega aukningu í aldurshópnum á bilinu 20-50 ára, sérstaklega karla megin. Aldurshópar geta eðli málsins ekki stækkað af náttúrulegum ástæðum (enginn fæðist 25 ára) þannig að þessi aukning stafar af aðfluttum umfram brottflutta. Þarna er líklega kominn hluti þess erlenda vinnuafls sem hingað hefur leitað í góðæri og framkvæmdum síðustu ára.

Sjálfsagt má lesa fleira út úr þessari mynd, en ég eftirlæt ykkur frekari greiningu 🙂

Örfá orð um tæknina

Myndin er gerð í stórskemmtilegu tóli sem nefnist Processing og gerir svona vinnslu tiltölulega einfalda. Hægt er að keyra bæði stakar myndir og vídeó út úr Processing, en til að ná fram gagnvirkni er keyrt út svokallað Java Applet. Sjálfur væri ég hrifnari af að sjá þetta sem Flash, þar sem stuðningur við það er almennari og útfærsla þess í vöfrunum á margan hátt skemmtilegri en Java (fljótara að ræsast, flöktir síður, o.fl.), en það verður ekki á allt kosið.

Allar hugmyndir, ábendingar og álit vel þegin.