Sala Spurl ehf.

Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar.

Í síðustu viku komum við Magga heim úr 17 daga reisu um Austur-Afríku, nánar tiltekið um Kenía og Tansaníu. Miklu meira um það síðar.

Rétt áður en við fórum út var líka gengið frá kaupum Já (sem gefur út Símaskrána, rekur 118 símaþjónustuna og vefsvæðið ja.is) á Spurl ehf. Fyrir þá sem hafa fylgst með Spurl síðustu misserin fannst mér rétt að skjóta hér inn smá klausu um þessi kaup.

Kaupverðið er vitanlega trúnaðarmál. Ég get þó sagt að fjárfestar fengu góða ávöxtun á þann pening sem þeir lögðu í fyrirtækið og ég sömuleiðis á minn tíma og pening. Fleira verður ekki sagt um það – útrætt mál.

Ástæður Já fyrir kaupunum liggja einkum í leitartækninni okkar, sem í dag knýr leitina á Já.is, leitarvélina Emblu á mbl.is og vefsvæðaleit á nokkrum stöðum, t.d. á Vísindavefnum. Já mun halda áfram þessum rekstri og leggja aukin kraft í söluna á leitarlausnunum okkar á önnur vefsvæði og ýmiskonar sérverkni, sem sum hver eru þegar í vinnslu. Kaupin opna líka ýmsa nýja möguleika fyrir Já, sem eru í skoðun.

Spurl er nú formlega tækni- og leitararmur Já, en öll tæknivinna hafði verið aðkeypt fram að þessu. Spurl-hópurinn, sem telur 4 (auk mín), mun halda þarna áfram þeirri þróun sem við höfum verið að vinna að, með lítillega breyttum áherslum eftir því sem hentar Já. Sjálfur dreg ég mig útúr daglegum tæknimálum og rekstri, en mun áfram koma að hönnun og vöruþróun. Fram á haustið mun ég einnig sinna sölumálum og samskiptum við samstarfsaðila okkar.

Samhliða þessu tek ég að mér nýtt starf hjá Símanum (Já er dótturfyrirtæki Símans) með þann fróma titil “Forstöðumaður vöruþróunar” á þróunarsviði. Spennandi og fjölbreytt starf og það litla sem ég er kominn inn í þetta lýst mér gríðarlega vel á. Með haustinu er miðað við að ég verði kominn að mestu leyti í þetta nýja starf, þó ég muni ekki sleppa hendinni af Spurl/Já alveg.

Spurl.net bókamerkjaþjónustan verður áfram rekin með sama sniði og þar erum við auk þess að vinna í ákveðnum málum sem gætu endurnýjað kraftinn í þróun hennar. Þið fáið að vita allt um það þegar þar að kemur.

Sem sagt, ekki alveg viðburðalaust sumar á mínum vígstöðvum – og það er bara rétt byrjað 🙂

P.S. Uppfæriði addressubækurnar ykkar:
S: 863-6456
Vinnupóstur: hjalmarg [hjá] siminn.is
Persónulegur póstur: hjalli [hjá] hjalli.com

4 comments

  1. Eins og ég sagði við þig um daginn, þá er þetta mikið þrekvirki að unga út úr sér 1stk fyrirtæki, sérstaklega með “dot com” fyrirtæki.
    Sýnir kannski enn og aftur að maður uppsker eins og maður sáir.

  2. Skoh, til lukku með það.
    Svo er bara að fá símann til að kaupa Maskínu aftur og fara að gera einhverja áhugaverða hluti! Þ.e. ef síminn vill ennþá vera að selja fólki símaþjónustu eftir 5 ár.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s