About / Um Hjalla

My name is Hjalmar Gislason*. I’m the founder and CEO of GRID, where we empower people to turn their spreadsheets into beautiful web reports, dashboards and interactive applications. Prior to founding GRID I was a VP of Product Management at business intelligence vendor Qlik, whom I joined through the acquisition of DataMarket, a company I founded in 2008 and built with an incredible group of people.

I started coding at age 8, and sold my first software license at age 14, but my start-up carrier began in 1996 when I founded a casual gaming company – Lon&Don – with three of my college friends in Iceland. Lon&Don merged with multimedia firm Gagarin in 1999. In true dotcom fashion, I left Gagarin to found a mobile software firm – Maskina – in the year 2000. We raised a lot of money, ran too fast, with too many ideas, and too little of a plan to ever stand a chance. I left in 2003 after a merger with a Norwegian mobile media company that is now in a long and complicated turn of events known as Vyke.

In early 2004 I accidentally started an online service called Spurl.net – a concept that later became known as social bookmarking. Trying to retrofit a business plan to quite a popular consumer site led us to experiment with search technologies, and for that we got acquired in 2006, forming the technology foundation for directory services firm , then being spun out of Iceland Telecom.

For 2 years I worked on new business initiatives at Iceland Telecom group before the urge to start something hit again, and I founded DataMarket – with the vision to put the world’s data at decision-makers’ fingertips. With the Qlik acquisition the quest for that vision just got more interesting. Stay tuned!

I’m also a news junky with mild journalistic tendencies. I have written articles for various Icelandic and international publications, and been a weekly radio and TV commentator on tech, software and data in Icelandic media. I am an investor in Icelandic media company Kjarninn that delivers news and analysis on Icelandic business, economy, politics and society in both Icelandic and English, and serve as a Chairman of their Board of Directors.

On this blog you’ll find various musings about my business projects, technology, startups and other things as they come to mind. Oh – and don’t be surprised if you’ll see some gibberish in-between the English postings. That would be Icelandic, my native language, and those posts more geared towards that audience.

If you are dying to know more, here’s my LinkedIn profile.

* That’s “He-all-mar Geese-la-son” for you English speakers (you’ll never get the correct pronunciation anyway)


Ég er Hjálmar Gíslason. Ég er óseðjandi áhugamaður um tölvur, tækni og þau tækifæri sem í þeim felast. Ég er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID – sem gerir notendum töflureikna kleift að búa til nútímaleg veföpp á afar einfaldan hátt. Áður en ég stofnaði GRID var ég “framkvæmdastjóri gagna” / “VP of Data” hjá viðskiptagreindarfyrirtækinu Qlik, en ég gekk til liðs við Qlik þegar Qlik keypti DataMarket, fyrirtæki sem ég stofnaði árið 2008 og byggði upp ásamt frábærum hópi samstarfsmanna, fjárfesta og ráðgjafa.

Ég byrjaði að forrita þegar ég var 8 ára og seldi fyrsta hugbúnaðarleyfið mitt 14 ára gamall. Árið 1996 leiddist ég svo út á braut sprotafyrirtækjanna þegar ég stofnaði leikjafyrirtækið Lon&Don ásamt 3 félögum úr Menntaskólanum að Laugarvatni. Lon&Don sameinaðist margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín 1999. Á hápunkti dotcom-bólunnar árið 2000 yfirgaf ég Gagarín og stofnaði Maskínu, fyrirtæki sem þróaði hugbúnað fyrir farsíma. Við öfluðum okkur mikils fjár, uxum of hratt og eltum of margar hugmyndir með of óljós plön. Ég sagði skilið við Maskínu 2003 eftir samruna við norskt farsímatæknifyrirtæki. Maskína lifir óbeint ennþá sem fyrirtækið Vyke eftir langa og flókna atburðarás.

Í upphafi árs 2004 setti ég saman einfalda þjónustu – Spurl – sem geymdi bókamerki fólks á netinu (eða í “skýinu” eins og það væri nú kallað) og leyfði því að deila áhugaverðum tenglum hvert með öðru. Mér algerlega að óvörum varð þessi þjónusta gríðarlega vinsæl. Í tilraun til að skella viðskiptamódeli ofan á þjónustuna eftir á fórum við að fikta með leitartækni sem síðan leiddi til þess að Já – upplýsingaveitur gerðu kauptilboð í fyrirtækið 2006 þegar það fyrirtæki var að stíga sín fyrstu skref eftir að hafa verið hluti af Símanum um árabil. Okkar tækni – og þróunarteymið – urðu grunnurinn að tækniuppbyggingu Já sem hefur síðan vaxið og þroskast mikið.

Í kjölfarið sinnti ég viðskiptaþróun fyrir Skipti og Símann, en sumarið 2008 tók bakterían sig upp aftur og ég sagði skilið við Símann til að stofna DataMarket. Markmið DataMarket var að gera gögn heimsins aðgengileg stjórnendum í viðskiptalífinu með lágmarksfyrirhöfn – markmið sem hefur nú fengið nýjan byr í seglin innan veggja Qlik. Stórra hluta að vænta þar!

Ég er líka fréttafíkill. Hef skrifað fjöldan allan af greinum í íslenska og erlenda miðla, einkum um tölvur og tækni og sömuleiðis verið með vikuleg innslög á sömu nótum í útvarpi og sjónvarpi á RÚV, NFS, Talstöðinni og víðar. Ég er stjórnarformaður og einn af hluthöfum Kjarnans sem miðlar fréttum og greiningu á stöðu mála í íslensku viðskiptalífi, efnahagsmálum, stjórnmálum og samfélagsmálum.

Hér á blogginu eru margvíslegar vangaveltur. Sumar um þjóðmál og íslensk hugðarefni á íslensku, en aðrar um tækni, heimspeki og furður heimsins á ensku.

Fyrir þá sem vilja vita meira um feril minn, bendi ég á LinkedIn.

3 comments

  1. Sæll, Hjálmar,
    Ég sé að þú ert vel upplýstur um bæði íslensk og erlend efnahags- og fjárhagsmál.
    Þess vegna langar mig að spyrja þig um ákveðin íslensk hugtök á alþjóðlegum tungumálum:

    VERÐBÓLGA = inflation
    VERÐTRYGGING = ??
    VERÐHJÖÐNUN = ??

    Mig langar nefnilega að skrifa sögu verðtryggingar á Íslandi en vantar að finna sögulega forsendur.
    Þá vantar mig að vita hvað “verðtrygging” er á erlendum tungumálum til að geta fundið alþjóðlegar forsendur fyrir þessum ráðstöfunum.

    Kveðja, Guðbjörg Þ.

  2. Verðtrygging er “indexation” (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Indexation). Í okkar tilfelli myndi vera talað um “indexation to Consumer Price Index” (þ.e. miðað er við vísitölu neysluverðs), en aðrar tegundir verðtryggingar þekkjast líka, s.s. “indexation to wages” (þar sem uppreiknun á höfuðstól miðast við launavísitölu í stað verðlags).

    Verðhjöðnun er “deflation”

    Verðtrygging er í sjálfu sér alls ekki óþekkt annars staðar. Hún er t.d. vel þekkt á Bandarískum lánamarkaði, en hún er hvergi almenn eins og verið hefur hér á Íslandi.

Leave a comment