english

He who has never left home is “heimskur”: Current affairs explained through Icelandic etymology

The Icelandic word for “stupid” is “heimskur”. This has long been one of my favorite words, because it comes from the word “heima” which means “home”: He who has never left home is “heimskur” – stupid.

At a book award ceremony in Iceland yesterday, one of Iceland’s best authors pointed out another interesting fact: Icelandic is the only language that also uses the same word for “home” (“heima”) and “the world” (“heimurinn”). Our world is our home, and our home is the whole wide world.

In that sense, the only people who have ever left “home” are the lucky few that have travelled to space. The rest of us are still “heimsk”.

image-20150323-14609-1x0mv4q

What makes this incredibly interesting is that many astronauts have described an enlightening experience that they have when they see the world from space for the first time. A kind of empathy for all of mankind when they see that our home is only a speck of dust in the vastness of space. This experience is in fact so common that it has a name. It’s called the “overview effect“.

With the recent rise of protectionism and nationalism in some circles, this seems highly relevant.

We can´t all travel to space, but we should all strive to think more broadly and openly about the world and those that share our global home.

Don’t be “heimskur” – you’re bigger than that!

You want to start a company. But why?

Having been through the startup process several times (DataMarket was my fourth as a founder), I have come to the conclusion that the most important part of starting a company is for the founder or founders to think about and agree upon why they want to build the company in the first place, and what they want to achieve. Interestingly enough, this is typically not a priority for founding teams. Working on “the what” – i.e. building the product, growing the team, funding the operations, figuring out how to make the business model work, etc. – is so challenging, time consuming and exciting that we never stop to think about “the why”. Why do we want to start a company? What is our motivation, our purpose and our end goal? But thinking about this in the beginning will help guide many important decisions further down the road.

Let’s imagine a few possible motivations one might have for doing their own startup:

  • Autonomy: Wanting to be independent, working for yourselves and not be controlled by somebody else’s agenda.
  • Desire to create: Wanting to see your idea become a reality.
  • Riches: You want to become wealthy.
  • Glory: You want to become known for your creation whether in certain circles or simply become famous.
  • Fun: You’re in it for the excitement and the joy of working with a good group of co-founders and co-workers.
  • Challenge: You want to prove to yourselves (and/or others) that you can achieve something that’s notoriously hard to do.

There are surely other possible motivations, and most likely your motivations are a combination of more than one of those. But you should really think about what they are, because this will help guide you through some key decisions as you build your company. What follows is an attempt to illustrate that for a few key areas.

The team

The most important part of any start-up – or any company for that matter – is the people. However, the composition, size and nature of your team may be guided by your core motivations. If your primary motivation is to become rich, you may want to have a smaller founding team. If your primary motivation is to have fun, you might focus on a different group of people, and if it’s autonomy you’re after you most likely want to make sure you are the one(s) in charge. It might also change how you want to compensate the team, who get’s in on a founding share, who gets stock options, how much you pay in salaries, bonuses, etc. It is even likely to guide how fast you want to grow the team, and how urgently you want to fill certain positions.

The funding

When it comes to the funding strategy, your core motivations have to be crystal clear. We’re so used to the startup stories that make the headlines that we tend to think about this almost as a single track: First you bootstrap and/or self fund, then you take in an angel investment, next a seed or Series A, then Series B, C, D, etc. until you IPO (or get acquired somewhere along the way). It is true that in most cases as soon as you take in external funding from a typical outside investor, this is the expected path. Money may already be one of your motivations, but rest assured that for outside investors it is almost guaranteed to be the primary – if not the only – reason they want to be involved.

There is nothing wrong with that. In most cases that is the reason for their existence as “investors” (otherwise they would be called something else, like “givers” or “splurgers”). But if you have other motivations too, you now have conflicting interests. When you take in an investment, money becomes the primary target, and you’ve started down the single-track path described above.

If your core motivations are any different, the honest thing to do is to either have an open discussion with your potential investors before they come on board or give in to the fact that money is now your primary game. Some – especially early stage – investors will in fact be open to a different or supplementary agenda. And all of them will appreciate your honesty. You will too, even if it ruins some of your funding opportunities. Also: You may have to compromise some of your motivations in order to achieve others. Many ideas are very hard to make a reality without serious funding, so even if your primary motivations are different, you’ll have to make the money part work out too.

There are other paths, less traveled in the tech startup world. In fact most businesses outside that world are started with much more modest plans and needs for funding, and yet they sometimes manage to make their founders well off, or flat out rich without ever taking in outside funding. This usually takes longer, and doesn’t get as big as a Silicon Valley-type startup, but can get quite big nevertheless.

And this is where your best interests and those of a typical VC investor may diverge significantly. Their business is about maximizing their potential upside even by taking excessive risk: Go big, or go home.

Modest success is not among their desired outcomes, but it may well be yours.

The end-game

Are you prepared to see your baby go? On the typical start-up route there are only three possible outcomes: an acquisition, an IPO or – the most common one – a failure. In the case of an IPO or an acquisition you may still be in a position to control some things, but getting there will take years of good fortune and great execution. Well before the exit you are likely to hold a minority of the shares, often a smaller stake than one or more of your investors. You will be in control as long as everything is going relatively well, but if things go south – you’re no longer in a position to control the outcome. The same is true after an exit. In the case of an IPO you will now be subject to the forces of the markets, quarterly filings, growth and profit expectations and general emphasis on short-term results. Often at the cost of longer term goals. In the case of an acquisition, your level of control will depend on the motivations and goals of the acquirer, as well as the success executing on those plans after the acquisition.

But all of this may be fine. By this time, you may well have reached your goals. The product is out there, the money is in the bank, you managed to pull of something extremely hard that most that try fail at, and you may still be having a lot of fun and autonomy. In fact, even in the case of a “failure”, many of your motivations may have been met.

But if you didn’t think about your motivations beforehand, you may actually realize that you went down a path where your motivations or those of some of your team members weren’t fulfilled. That’s why spelling them out, discussing them and monitoring them on the way is so important.

– – –

Originally published as a guest article on Northstack

Negative news: You’re reading them wrong

Hindenburg_disaster,_1937People involved in developing software tend to mostly hear negative feedback: What’s missing, what’s not working, what’s been implemented poorly. Hearing this, it is easy to imagine that your software is shit.

Exactly the same is true of the news. We all tend to hear mostly negative news: Wars. Disasters. Crime. Hearing this, it is easy to imagine that the world is shit.

However. Realizing that this is NOT the case is a part of most software people’s learning process. In fact the opposite is true. The reason you’re hearing the negative feedback indicates that there are people out there that care about what you’re developing. What you’re doing is important enough to them that they took the time to report it to help you make it even better.

A lot fewer take the time to communicate things that are working well, are enjoyable or even delightful. And while positive feedback is certainly more gratifying, negative feedback is more valuable. Negative feedback indicates things you can improve. Positive feedback just confirms that you did something right.

So remember: Despite all the negative news, the world is a mostly wonderful place. Look at the news as bug reports. They are an indication of things to improve, but not an accurate depiction of the state of the world.

Qlik kaupir DataMarket

dm-qlik-logos

Þær eru stórar og skemmtilegar fréttirnar sem við gátum loksins deilt opinberlega núna í kvöld.

Viðskiptagreindarfyrirtækið Qlik sendi eftir lokun markaða í Bandaríkjunum frá sér tilkynningu þess efnis að það hafi keypt allt hlutafé í DataMarket ehf.

DataMarket er því hér með í raun orðið “Qlik á Íslandi” (og já, það er fyndið þegar maður segir það upphátt! 🙂 )

Aðeins meira um Qlik og þetta allt saman á bloggsíðu DataMarket. Um kaupin sjálf og fyrirætlanirnar í framhaldinu munum við ekki segja meira en þar kemur fram í bili.

Þar sem ég þykist viss um að margir vilji vita hvað þetta þýðir fyrir starfsemi DataMarket á Íslandi og hvernig þetta gekk allt fyrir sig, þá er rétt að koma nokkrum hlutum að:

  • Óbreytt þjónusta við viðskiptavini: Þjónusta við viðskiptavini okkar á Íslandi verður óbreytt. Viðskiptavinir munu fá póst þess efnis eftir helgi og við munum glaðir veita frekari upplýsingar.
  • Fjárfest verður í aukinni þróun á Íslandi: Við erum ekki – frekar en fyrri daginn – að flytja úr landi. Þvert á móti stefnum við á umtalsverða uppbyggingu hér á næstu misserum og munum fljótlega þurfa að finna fólk til að fylla í ný og spennandi störf. Það verður virkilega gaman að geta boðið íslensku gagna- og hugbúnaðarfólki upp á tækifæri til að vinna hjá stóru og farsælu alþjóðlegu fyrirtæki.
  • Gjaldeyrishöftin verða að fara: Þetta er búið að vera langt og snúið ferli, og stærsti flækju- og áhættuþátturinn í ferlinu öllu var íslenskt efnahagsumhverfi. Gjaldeyrishöft, “gulir miðar”, undanþágur og lagabreytingar sem höfðu bein áhrif á fyrirhugaða útfærslu viðskiptanna kölluðu á mikla yfirlegu, ráðgjöf, kostnað, áhættu og óvissu sem hvorki kaupandinn né seljendur hefðu þurft að glíma við annars staðar. Það er þó rétt að taka fram að starfsmenn Seðlabanka reyndust okkur vel og á endanum fannst viðunandi lausn á öllum málum. Þeir sem eiga pirringinn skilinn eru þeir sem ollu því að setja þurfti höftin á til að byrja með, og svo stjórnvöld (núverandi og fyrrverandi) sem ekki hafa fundið leið út úr þeim.
  • Það munar um minna: Kaupverðið kemur svo sem fram í tilkynningunni, þannig að það er ekkert leyndarmál. Fjárfestar eru allir að fá mjög góða ávöxtun á sitt fé og eru ánægðir með árangurinn. Þetta er meira að segja nóg til að hreyfa nálina pínulítið í einhverjum hagstærðum, sem er umhugsunarvert. Að 15 manns sem setjast niður við Klapparstíg með svolitla fjármögnun, kaffi og aðgang að internetinu geti búið til slík verðmæti í formi hugverka. Með öðrum orðum: Með því einu að hugsa um það.

Ég er auðvitað stoltur af því að hafa fengið að leiða þessa uppbyggingu, en umfram allt er þetta árangur heildarinnar. Hópsins sem stóð að baki fyrirtækinu með fjármögnun og stjórnarsetu og hinum ýmsu sem gáfu okkur góð ráð og bendingar og studdu áfram þegar á þurfti að halda. Tækniþróunarsjóður og endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar frá Ríkinu skipti okkur líka miklu. En umfram allt er þetta samt árangur starfsmanna, bæði núverandi og fyrrverandi. Þið hafið búið til afburðatækni sem nú finnur sér farveg á markað í gegnum stórt og alþjóðlegt fyrirtæki – og gæti breytt markaði viðskiptagreindarlausna til frambúðar þegar nýjum lausnum verður hleypt af stokkunum undir merkjum Qlik. En meira um það síðar.

Stórt TAKK til ykkar sem stóðuð með okkur í þessu. Nú tekur við nýr og spennanndi áfangi á nýjum vettvangi!

Krónuheilkennið

Mynd: Danny Nicholson

Mynd: Danny Nicholson

  • Það var krónan* sem olli fáránlegu innstreymi fjármagns á bóluárunum (nú “snjóhengjan”)
  • Það var krónan sem gerði íslensku bönkunum kleift að vaxa langt umfram svipaða banka annars staðar í heiminum
  • Það var vegna krónunnar sem sá vöxtur olli kerfisáhættu meðal 300þús manns sem ekki höfðu sér neitt til saka unnið (annað en að vera ekki búin að sjá í gegnum krónuna)
  • Það var krónan sem minnkaði kaupmátt Íslendinga í Hruninu
  • Það er krónan sem þarf að plástra með gjaldeyrishöftum og draga þar með úr tækifærum Íslendinga til þátttöku í alþjóðaviðskiptum og -tækifærum
  • Það er krónan sem þarf að plástra með verðtryggingu og gerir það að verkum að Íslendingum bjóðast ekki og mun ekki bjóðast sambærileg kjör til fjármögnunar húsnæðiskaupa og fólki í nágrannalöndunum.

Samt elska menn krónuna. Hvað er þetta? Eitthvað tilbrigði við Stokkhólmsheilkennið?

Og svo þetta sé nú ekki bara kvart og kvein án þess að leggja til lausnir, er best að ég vitni af hógværð í 2 árum yngri sjálfan mig:

Þetta er mikilvægasta mál íslensks samtíma. Miklu mikilvægara en flestir gera sér grein fyrir,

[…]

Að halda – og halda fram – að aðeins ein leið sé fær og skella sjálfkrafa skollaeyrum við öllum hugmyndum um annað er barnaskapur. Möguleikarnir eru fjölmargir. Viðfangsefnið er að finna þann sem hefur fæsta galla.

Það þarf að fá bestu hagfræðinga og peningamálamenn samtímans til að vega og meta þessa kosti í opnu ferli þar sem jafnframt er lögð áhersla á að útskýra stöðuna, leiðirnar og kosti og galla hverrar um sig á einfaldan og skiljanlegan hátt fyrir almenningi. Jafnframt þarf að tryggja að öllum spurningum og ábendingum sem upp koma sé svarað skýrt og skilmerkilega og þær metnar inn í leiðirnar eftir því sem við á áður en ákvörðun er tekin.

Af gjaldeyrishöftum, dægurþrasi og sandkassapólitík, 12. apríl 2012

* Krónan er hér í merkingunni íslenska krónan með því peningastjórnunakerfi sem komið var á laggirnar 2001 og hefur ekki verið breytt í neinum grundvallaratriðum að öðru leyti en að bæta við gjaldeyrishöftum.

Tæknispá 2014

Þessi spá mín um þróun komandi árs í heimi tækninnar birtist í hátíðarútgáfu Kjarnans fyrir nokkrum dögum.

Hér eru 6 hlutir sem ég spái því að muni gerast, eða við munum að minnsta kosti sjá stór skref í átt að á árinu 2014.

  • “Tölvan er dauð”, hefði Nietzsche kannski sagt. Það er nú kannski ekki alveg svo, en á meðan fartölvusala stendur nokkurnveginn í stað og borðtölvur eru sannarlega deyjandi fyrirbæri, er snjallsíma- og spjaldtölvueign á hraðri uppleið. Sífellt stærri hluti netnotkunar fer nú fram í gegnum þessi tæki. Þessi þróun mun halda áfram á árinu 2014 og því munum við sjá miklu fleiri vefsvæði þannig úr garði gerð að þau geri ráð fyrir að notkun sé að meirihluta með þessum hætti, eða “mobile first”, eins og það er kallað upp á ensku. Vonandi munu flestir vefir (íslenskir fréttavefir, ég er að tala við ykkur!) hætta að halda úti aðskildum vefslóðum fyrir mismunandi tæki og einbeita sér frekar að vefhönnun sem aðlagar sig að skjástærð og eiginleikum þess tækis sem lesandinn er að nota hverju sinni.
  • Öppin hverfa: Síðustu ár hefur verið það alheitasta að búa til “öpp” til að sinna hinum ýmsu afmörkuðu verkefnum á farsímum og spjaldtölvum. Við erum þarna á sama stigi farsímaþróunarinnar og þegar allir kepptust við að dreifa margmiðlunarefni fyrir tölvur á geisladiskum um og fyrir aldamótin. App er í eðli sínu forrit sem er sérskrifað til að keyra á tilteknu stýrikerfi og jafnvel afmörkuðum útgáfum þess. Geisladiskarnir dóu þegar bandbreidd á netinu og vafrar þróuðust nægilega til að ná að skapa í flestum tilfellum nokkurnveginn sömu upplifun á hefðbundinni vefsíðu og en ná í staðinn margfaldri dreifingu á við það sem diskarnir buðu upp á. Öppin hafa sannarlega sína kosti, en mörg þeirra eru í raun ekkert annað en þunn skel utan um það sem vafrinn í tækinu getur gert hvort sem er. Eftir því sem vafrar og vefþjónustur verða almennt í boði sem bjóða upp á þægilegar smágreiðslur, einfaldar leiðir til að “branda” og bókamerkja vefsíður á aðalvalmyndir tækjanna og ekki síst bjóða upp á þann sýnileika sem “app store”-in bjóða upp á, munu hefðbundnar vefsíður sækja á aftur, enda má ná sömu upplifun á þann hátt, en spara sér að gera sérstaka útgáfu fyrir hverja gerð stýrikerfis. Öppin munu enn eiga sinn sess, en meira í líkingu við það sem við þekkjum sem muninn á forriti og vefsíðu á tölvunni okkar.
  • Símafyrirtæki í vanda: Símafyrirtæki, einkum þau rótgrónari, hafa um langt árabil haft gífurlega framlegð af landlínuáskriftum – tækni sem fáir nota, en margir borga fyrir. Í þónokkurn tíma hafa þau reyndar þurft að þola að ný heimili bætist ekki endilega í þennan hóp, enda upfyllir nettenging og farsímaáskrift allar fjarskiptaþarfir og -venjur ungs fólks. Nú er þessi tekjustraumur farinn að láta verulega á sjá og eftir því sem ljósleiðaratengingar og 4G farsímasamband verður algengara og áreiðanlegra eru eldri hóparnir jafnvel að segja upp landlínuáskriftunum líka. Alltaf leiðinlegt þegar fólk hættir að gefa manni peninga.
  • Facebook alls staðar: Fyrir nokkrum árum lét ég hafa eftir mér að “Facebook væri sjónvarpið” í þeim skilningi að nú væri kvöldrútínan á heimilum landsmanna farin að snúast um að vaska upp, hátta börnin og fara svo á Facebook í stað þess – eða í raun samhliða því – að horfa á sjónvarpið. Nú er Facebook orðið miklu meira en það. Facebook er til að mynda líka dagblaðið (á dauðum stundum í deginum), sígarettan (til að taka sér hlé) og sjampóbrúsinn (til að lesa á klósettinu). Þetta er gríðarlega sterk staða sem fyrirtækið og fyrirbærið Facebook er komið í og með nær 1 af hverjum 5 jarðarbúum sem notendur eru þeir rétt að byrja að nýta sér þessa stöðu til að afla tekna. Það kæmi mér ekki á óvart að við ættum eftir að sjá Facebook rúlla út greiðslulausnum (PayPal), vefleit (Google) og verslunarlausnum (Amazon) áður en langt um líður. Og það er fátt sem getur hindrað þeirra í þessari samkeppni. Ekkert fyrirtæki veit meira um notandann, langanir hans, þrár og drauma – og hvernig má uppfylla þá.
  • Þrívíddarprentun: 2014 er ár þrívíddarprentarans. Tæknin er orðin nógu góð og ódýr til að fara að komast í almenna útbreiðslu, og notkunarmöguleikarnir eru fleiri en flesta órar fyrir. Hönnuðir eru auðvitað fyrir allnokkru búnir að tileinka sér þessa tækni sér til mikils gagns, en með almennri útbreiðslu munu hlutirnir komast á verulegt skrið. Fólk mun prenta sér leikföng, nytjahluti og listmuni. Föndurfíklar fá alveg ný tækifæri fyrir útrás. Möguleikarnir í kennslu eru ótakmarkaðir. Heimurinn er áþreifanlegur og áþreifanlegir hlutir höfða til fólks á allt annan og “náttúrulegari” hátt en það sem er bara til í tölvu. Aukin útbreiðsla mun líka kveikja nýjar hugmyndir, sprotafyrirtæki munu spretta upp og hlutirnir fara að gerast á þessum vettvangi með auknum hraða. Hugmyndaríkt fólk mun láta sér detta í hug hluti til að nýta þessa tækni á vegu sem ómögulegt er að spá fyrir um. Ég spái því sem sagt að einhver muni gera eitthvað með þessari tækni sem mér tekst ekki að spá fyrir um!
  • Sprotauppskeran heldur áfram: Árið 2013 fórum við að sjá uppskeruna af þeirri bylgju sprotafyrirtækja sem mörg hver fóru af stað eftir hrunið 2008 þegar margt hugmyndaríkt og kraftmikið fólk stóð á krossgötum í lífinu og ákvað að eltast við gamla – og stundum nýja – drauma. Plain Vanilla, Meniga, Clara, Betware og fleiri voru að ná eftirtektarverðum árangri á árinu. Við eigum eftir að sjá nokkur slík dæmi til viðbótar árið 2014 og þá fer athygli fjárfesta sem leita logandi ljósi að nýjum bólum til að blása í á bakvið gjaldeyrishöft að beinast að þessum geira. 2014 verður upphaf nýrrar sprotabólu. Þar mun margt misgáfulegt gerast, en heildaráhrifin verða sannarlega af hinu góða. Íslenski tæknigeirinn ætti að búa sig undir nýja rússíbanareið!

Þankatilraun um RÚV

RÚV-betaÞankatilraun: Hvernig stofnun væri “Ríkisútvarpið”, ef það væri stofnað í dag?

Gefum okkur að RÚV hefði einhverra hluta vegna ekki verið stofnað á sínum tíma, en menn kæmu sér saman um að Ríkið þyrfti að sinna eftirfarandi hlutverkum:

  1. Að miðla upplýsingum til landsmanna á neyðartímum (öryggishlutverk)
  2. Að stuðla að gerð vandaðs innlends dagskrárefnis (menningarhlutverk)
  3. Að miðla fréttum á vandaðan og hlutlægan hátt (fréttahlutverk)

Nú sinnir RÚV fleiri hlutverkum, en þetta er þau sem oftast koma upp í umræðunni um nauðsyn RÚV, enda má undir stærstum hluta litrófs íslenskra stjórnmálaskoðana færa góð rök fyrir þeim öllum.

Augljóst er að útfærslan yrði verulega önnur en núverandi fyrirkomulag undir hatti einnar stofnunar. Svona gæti þetta til dæmis litið út núna á tímum internetsins og nútímafjarskipta og -miðlunar:

  • Öryggishlutverkinu yrði sinnt með því að tryggja Almannavörnum útsendingar- og miðlunarbúnað og vald til að taka yfir dreifikerfi annarra fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækja á neyðartímum. Jafnframt yrði Fjarskiptasjóður efldur til að tryggja örugg dreifikerfi á þeim svæðum sem fjarskiptafyrirtækin sjá sér ekki hag í að gera það á markaðsforsendum.
  • Menningarhlutverkinu yrði sinnt með því að efla – og helst sameina – Kvikmyndasjóð og Menningarsjóð útvarpsstöðva sem samkeppnissjóð sem aðrir miðlar gætu sótt í óháð formi efnisins. Þannig ætti slíkur sjóður ekki síður að styrkja metnaðarfull verkefni í vefmiðlun eða annarri stafrænni miðlun en kvikmynda- og útvarpsefni.
  • Fréttahlutverkinu yrði að langmestu leyti sinnt af fréttastofu, líklega ekki ósvipaðri þeirri sem nú er rekin á RÚV, sem legði megináherslu á metnaðarfulla miðlun á vefnum, þar með talið samfélagsmiðlum. Hugsanlega yrðu þar líka lesnar fréttir (á bæði útvarps- og sjónvarpsformi) sem rekstraraðilum dreifikerfa bæri að gera aðgengilega í gegnum sínar aðal-, eða aukarásir.

– – –

ATH: Þessi pistill er ekki settur fram sem gagnrýni á kjarnastarfsemi RÚV, hvað þá starfsfólkið sem þar starfar. Flest af því sem stofnunin fæst við á sér eðlilegar og skiljanlegar skýringar í sögu og þróun tækni, fjölmiðlunar og samfélags. Stundum er bara áhugavert að stíga eitt skref til baka og hugsa hlutina upp á nýtt og út fyrir kassann.

Ef Voltaire hefði verið uppi á Íslandi um þessar mundir…

candide…hæfist umsögn um hans þekktasta verk ef til vill svona:

Sagan um Myrk-Víði er sögð í þrjátíu köflum og ber hver kafli lýsandi yfirskrift. Á undan fyrsta kafla segir til að mynda: „Hér segir frá því, hvernig Myrk-Víðir var uppfóstraður í fögrum kastala, og hvernig sannfærður um að sá væri kot.“

Sagan hefst í Vesturbæju, í borginni við Sundin. Þar á Myrk-Víðir heima, ungur, óspilltur sakleysingur „sem náttúran hafði gætt mjúkátu hátterni“. Lærifaðir hans, Fjölmiðill, kennir honum að þeir lifi í hinum versta heimi hugsanlegra heima og að allt sem gerist miði til ills.

Þekkt er sena Fjölmiðils í upphafi sögu. Fjölmiðill segir að sýnt hafi verið fram á að hlutirnir geti ekki verið öðruvísi en þeir eru, því að allt sé miðað við einn endi, sem hljóti þar með að vera hinn allra versti endir – heimsendir. Hann segir: „Athugið hvernig nef manna hafa verið gerð fyrir lýtalækningar; enda höfum við líka lýtalækningar til að laga þennan óskapnað. Það er bersýnilegt að fætur manna eru ekki til þess gerðir að ganga á þeim, enda höfum við fjórhjóladrifsjeppa jafnvel til skemmri ferða. Grjót hefur orðið til svo að hægt væri að grýta með því Alþingishúsið; skattakonungurinn í landsfjórðungnum er augljóslega ótíndur glæpamaður; og til þess eru svínin gerð að maður éti þau, enda fengjum við etv. einstaka sinnum brauðskinkusneið ef launin væru mannsæmandi: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í versta lagi eru hálfvitar, maður á að segja að alt sé á leiðinni þráðbeint til andskotans.“

Kannski hefði hann samt látið sér athugasemdakerfi vefmiðlanna duga … eða hugað að framboði til Alþingis?

Af netsíum, klámi og vondum hugmyndum

BigBrotherFyrir nokkrum vikum kynnti innanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi aðgerðir er lúta að klámi.

Í kjölfarið hefur skapast mikil umræða. Þar hafa margir orðið til þess að benda á þá stórkostlegu galla og hættur sem í þessum hugmyndum felast, þó svo þeir séu hratt og örugglega stimplaðir í “hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn” af ráðherra sjálfum og af öðrum jafnvel eitthvað þaðan af verra. Ögmundur segir að þessar ábendingar séu gerðar “undir formerkjum tjáningarfrelsis”. Eins og það sé skammarlegt!

Í minnisblaði ráðherra sem vefritið Smugan hafði fengið í sínar hendur stendur orðrétt:

„Hópnum er gert að taka til sérstakrar skoðunar möguleg úrræði sem heimila lögreglu að knýja eiganda, hýsingaraðila eða fjarskiptafyrirtæki til að loka á dreifingu efnis, þ.m.t. efnis sem hýst er erlendis og/eða hýsingaraðili er óþekktur.“

Ímyndið ykkur þessa setningu í einhverju öðru samhengi. Mér er illmögulegt að lesa ofangreint á annan hátt en að til skoðunar sé að koma upp einhvers konar eftirlitsstofnun eða öðru valdi sem geti stjórnað því miðlægt hvaða efni sé aðgengilegt fólki á Íslandi á netinu.

Það er frægt að leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi. Að baki þessum hugmyndum liggur meðal annars “mikilvægi þess að börn hafi ekki aðgang að grófu efni”.

Af þeim sem ég þekki og bent hafa á gallana og hætturnar við þessar hugmyndir, veit ég ekki um neinn sem er ósammála því að þetta sé mikilvægt. Til þess að sporna við því eru hins vegar ótalmargar leiðir sem ekki fela í sér miðlæga stjórnun á því hvaða efni sé aðgengilegt á Íslandi.

Fjarskiptafyrirtækin bjóða flest upp á lausnir sem leyfa foreldrum að stjórna slíku aðgengi mjög nákvæmlega (Síminn, Vodafone). Málið er mér nokkuð hugleikið, enda var ég meðal þeirra sem unnu að því að Síminn setti slíka lausn á markaðinn fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja.

Jafnframt er til margskonar hugbúnaður sem setja má upp á tölvum og heimanetum til þess að stjórna aðgengi barna að netinu eða tilteknum hlutum þess. Leiðin til að taka á vandanum er nefnilega, eins og við svo mörgu öðru fræðsla og vitundarvakning. Ekki miðstýring og bönn!

Í hvert sinn sem við veitum stjórnvöldum ný tæki eða völd, verðum við líka að hugsa hvernig gætu stjórnvöld sem okkur hugnast síður nýtt sér þau sömu tæki og völd? Stjórnvöld með miðstýrð tæki og völd til að loka aðgengi að efni á internetinu og þar með – óhjákvæmilega – einnig til að fylgjast með netnotkun Íslendinga, eru stjórnvöld sem við eigum að óttast.

Í síðustu viku átti ég spjall við nokkuð áhrifamikinn bandaríkjamann sem er með áform uppi um að bjóða hýsingu á efni og þjónustu til félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja sem vilja ekki vera undir ægivaldi því sem Patriot Act og önnur rannsóknaleyfi og takmörkun á frelsi sem bandarísk yfirvöld hafa sett upp í nafni hryðjuverkaógnar hafa haft í för með sér. Einn af þeim stöðum sem honum hafði þótt koma til greina fyrir slíka hýsingu var Ísland. Hann hafði hins vegar heyrt af þessum hugmyndum Ögmundar og afskrifaði landið umsvifalaust sem mögulegan hýsingarstað. Það kaldhæðnislega er að mig grunar að sumir fylgismenn hugmynda Ögmundar myndu að sama skapi rifna af stolti ef Ísland gæti veit meðlimum samtaka eins og t.d. Occupy skjól fyrir sambærilegu valdi bandaríkjastjórnar.

Að lokum: Fólk í ábyrgðarstöðum verður að tala af ábyrgð. Ágæt regla fyrir ráðamenn gæti verið að viðra hugmyndir sínar fyrst í litlum hópum áður en þeir fara með mál í formlegan feril í kerfinu. Nýlega höfum við séð fleiri mál þar sem farið er af stað með alvarlega vitleysu (t.d. græðaraályktun Ólínu og co) í feril hjá Alþingi eða ráðuneytum og því svo haldið fram – þegar umræðan leiðir þau út í horn – að þetta hafi bara verið gert “til að hefja umræðu” eða “setja mál til skoðunar”. Er virkilega “vert að efna til umræðu um” miðlægt ríkisvald til að stjórna því hvaða efni sé aðgengilegt fólki á Íslandi í upphafi 21. aldar?

Íslenskar rafbækur – bókaútgefendur í tómu rugli

Mynd: The Unquiet LibraryÓfáir Facebook-notendur í mínum kunningjahópi hafa lýst vandræðum við lestur á rafbókum sem þeir hafa keypt eða fengið að gjöf um jólin. Hér er frásögn eins þeirra:

Ég hef átt lesbretti í meira en ár og bæði sótt mér fríar íslenskar rafbækur og keypt bækur á epub-formi hér í Svíþjóð án vandamála. Taldi mig lesa mér sæmilega til á vef Forlagsins áður en ég keypti rafbók hjá þeim. Tókst ekki að setja upp á tölvuna hjá mér lesforrit (ADE) sem þeir benda á og hringdi því í forlagið, sagði frá þessum vanda og spurði jafnframt á hvaða formati bækurnar frá þeim væru. Var sagt að þær væru á epub-formi og ég taldi mér því óhætt að kaupa. Annað kom í ljós, fékk bara tengil sem ekkert forrit getur notað nema þetta ADE sem tölvan mín tekur ekki við. Fékk loforð um endurgreiðslu eftir að hafa náð símleiðis í Forlagið. Vonast til að það standi og þar var svarað í síma á laugardegi svo Forlagið fær smáplús 🙂

Þvínæst fór ég á vef Eymundsson þar sem stóð skýrum stöfum að bækurnar væru epub og bara tekið greinilega fram að þær væru ekki leshæfar í Kindle. Svo ég tók sjensinn og keypti bókina sem ég ætlaði mér. Allt fór á sama veg nema nú náði ég ekki einu sinni símasambandi við Eymundsson þótt þeir gefi upp símanúmer til að leita aðstoðar hjá. [Makinn] náði svo að setja ADE upp á tölvuna sína og tókst eftir talsverða fyrirhöfn að ná leshæfu eintaki inn á lesbrettið sitt en ekki á mitt, þar sem þó eru epub-bækur fyrir. Nú hef ég komist að því að þessir kónar eru með svokallaða DRM-afritunarvörn á söluvöru sinni til þess að valda fólki vandræðum – þykjast vera að koma í veg fyrir ólöglega fjölföldun. Skv. þeim upplýsingum gætum við verið búin að eyða 3 af 5 lesmöguleikum bókarinnar sem ég keypti þannig að ef ég fæ mér nýja tölvu og nýtt lesbretti sem tekst að ráða við þennan ófögnuð eru lesmöguleikar bókarinnar búnir. Í þetta vesen allt fór stór hluti gærkvöldsins, með takmörkuðum árnangri svo mér finnst full ástæða til að vara fólk við þessum viðskiptaháttum. Ég taldi mig fara varlega en það dugði ekki til.

(Áhugavert væri ef aðrir lýstu reynslu sinni, góðri eða slæmri af íslenskum rafbókakaupum í athugasemdum hér neðan við pistilinn)

Þar sem ég reyndi hástöfum að vara suma forsvarsmenn bókaútgefenda við einmitt þessu á sínum tíma varð ég sorgmæddari fyrir hönd íslenskra bókaunnenda með hverri svona frásögninni sem ég las. Rangar ákvarðanir bókaútgefenda við val á tæknilausnum eru að valda íslenskum neytendum og þeim sjálfum stórkostlegum skaða.

Forsagan er sú að í lok síðasta árs sammæltust íslenskir bókaútgefendur um að nota tiltekna afritunarvörn á íslenskar rafbækur. Þetta er lausn frá fyrirtækinu Adobe og þarf að setja upp sérstakan hugbúnað í hverju tæki sem lesa skal slíka bók í. Slíkur hugbúnaður er fáanlegur fyrir margar gerðir stýrikerfa, hvort heldur er fyrir spjaldtölvur, hefðbundnar tölvur eða lesbretti (e-Readers). Mikilvægar undantekningar eru þó Kindle lesbrettin frá Amazon – sem reyndar vill svo til að eru vinsælustu lesbretti veraldar – og Linux stýrikerfið. Uppsetning á umræddum hugbúnaði – eins og flestum hugbúnaði – vill líka vefjast fyrir notendum sem ekki eru þeim mun tölvuvanari.

Þar að auki eru ýmsar takmarkanir á því hvernig “eigandi” bókarinnar má nota hana eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan. Án þess að fara í smáatriðum út í þær takmarkanir leyfi ég mér að fullyrða að þær takmarkanir koma í veg fyrir að hægt sé að tala um “eiganda” með sama hætti og eiganda bókar í pappírsformi. Ég heiti hreinlega verðlaunum þeim sem mun vandræðalaust geta lesið íslenska rafbók sem keypt er í dag á sínu helsta lestæki eftir 20 ár (meðan eintökin mín tvö af “Tár, bros og takkaskór” sitja uppi í hillu tilbúin til aflestrar hvenær sem er).

Hins vegar er sáraeinfalt að gefa út rafbækur án afritunarvarnar sem lesa má beint á öllum þessum tækjum og stýrikerfum án nokkurra takmarkana á notkun bókareigandans á sínu eintaki og í flestum tilfellum án þess að til komi nokkur sérstakur hugbúnaður. Sú útgáfa væri þá jafnframt á sniði sem hægt er að fullyrða að unnt verði að lesa í stýrikerfum og með tækni fyrirsjáanlegrar framtíðar, einfaldlega vegna þess hve útbreidd notkun hennar er.

Það fyrsta sem okkur var sagt um þessa afritunarvörn var reyndar hversu óskaplega mikill kostnaður hlytist af henni fyrir bókaútgefendur, en ástæðan fyrir því að henni skal beitt er ótti útgefenda við það að Íslendingar leggist að öðrum kosti í mikinn bókastuld og ólögleg afrit muni valda hruni í bóksölu.

Við þessu eru tvenn einföld mótrök:

  1. Fólk sem á annað borð kaupir bækur er heiðarlegt og stelur ekki efni, allra síst íslensku efni og alls ekki til gjafa, en stór hluti íslenskrar bóksölu er einmitt til gjafa.
  2. Umrædd DRM vörn stoppar engan sem ætlar að afrita efnið. Vopnaður Google og meðal-tölvukunnáttu tekur það innan við 20 mínútur.

Hér er semsagt verið að leggja í “afar mikinn kostnað” (svo notuð séu orð formanns samninganefndar rithöfunda) til þess að flækja málin fyrir heiðarlegum kaupendum og þjófkenna þá um leið, en án þess að ná minnsta árangri í átt að því markmiði að hindra afritun. Hver er þá tilgangurinn? Að halda sölu rafbóka “agnarögn” af bóksölunni?

Sjálfur er ég mikill bókaunnandi og virkur kaupandi pappírsbóka og erlendra rafbóka. Með fullri virðingu fyrir bókaútgefendum og þeirra hag fyrir brjósti engu síður en okkur neytendanna segi ég því: Þið að gera alvarleg mistök og gætuð valdið óbætanlegum skaða á íslenskri bókaútgáfu ef ekki er skipt um kúrs þegar í stað.

Nútíminn – þar sem hlutfall rafbóka er allt að fjórðungur allrar bóksölu á þessu ári, og vex hratt – mun nefnilega koma til Íslands, án íslenskra bókaútgefenda ef ekki vill betur til.

Uppfært 28. desember kl 12:55: Rétt er að minnast á lofsvert framtak Emma.is sem gefur út fjölda bókatitla án afritunarvarnar. Það breytir þó því miður ekki þeirri staðreynd að meginþorri íslenskra bókatitla – og allir þeir vinsælustu – eru aðeins fáanlegir með þessari hamlandi afritunarvörn.