Bensínverð: Samsetning

Viðbót 6. febrúar, 2012: Þessum gögnum er nu viðhaldið mánaðarlega á DataMarket.

Uppfært 4. ágúst, 2011: Bætti við mynd af hlutfallslegri þróun.

Bensínverð var umræðuefni í vikulegu spjalli mínu í Morgunútvarpinu í morgun. Meðal þess sem var til umræðu var samsetning á verði á lítra af bensíni.

Myndin hér að neðan sýnir samsetningu á bensínverði og þróun hennar frá því í ágúst 2007 til ágúst 2011:

Í stuttu máli fær Ríkið í sinn hlut 115,48 kr af lítranum (virðisaukaskattur, almennt og sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald). Þetta nemur u.þ.b. 47,5% af heildarverðinu. Líklegt innkaupaverð (reiknað útfrá heildsöluverði á blýlausu bensíni í Bandaríkjunum) er 92,45 kr eða u.þ.b. 38,1% og álagning olíufélagsins, flutningar o.fl. 34,57 kr eða um 14,2%.

Hlutfallslega skiptingu og þróun á henni má annars sjá á þessari mynd:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kafa í útreikningana og leita í upprunalegar heimildir má nálgast gögnin á bakvið myndina í þessu Excel-skjali. Gagnrýni er velkomin!

Sjá einnig umræðu á Facebook-síðu DataMarket.

– – –

E.S. Í spjallinu í morgunútvarpinu fór ég því miður með lítillega rangar tölur sem gerðu það að verkum að hlutur ríkisins var sagður hærri en raunin er og hlutur olíufélaganna (flutningar, tryggingar, álagning) minni. Biðst velvirðingar á því. Kennir manni að liggja ekki yfir útreikningum langt fram á nótt! Annað sem sagt var stendur óhaggað.

11 comments

  1. Í orði er sérstaka bensíngjaldið eyrnamerkt Vegagerðinni en hið almenna rennur beint í Ríkissjóð. Má nú eiginlega segja að það sé leikur að orðum. Þetta eru jú sitthvor vasinn á sömu brók.

  1. Hlutföllin í upphafi tímabilsins (ágúst 2007)

   Var að vona að það skilaði sér án útskýringa. Þarf að endurskoða þá pælingu eitthvað og gera hana skýrari…

 1. ok, þannig að álögur ríkissins á eldsneyti hafa lækkað um rúmlega 7% síðan ágúst 2007 og álögur olíufélagana hækkað um sömu upphæð? Þetta kemur á óvart.

 2. Ég var að velta fyrir mér í Excel skjalinu , en þá ertu með 3 dálka sem er hlutur ríkissins á Olíu

  Bensíngjald, sérstakt bensíngjald og síðan kolefnisgjald sem er = 66,2 kr , og síðan ef að innkaupaverð leggst ofan á það í águst ’11 sem er 92,4 kr þá ertu kominn í 158,6 kr sem 1 ltr kostar í innkaupum án VSK ,
  Er það ekki rétt skilið hjá mér ?

  og síðan væri ég til í að vita hvernig þessi tala 158 kr án VSK en ca 200 kr með VSK fer uppí 242 kr …

  Eða er ég kannski bara í tómu tjóni hérna með þetta .. 🙂

  Annars flott samantekt

  1. Ertu ekki að gleyma liðnum “Flutningar, tryggingar, álagning” sem er hlutur olíufélagsins (og á móti því auðvitað líka kostnaður hjá þeim)?

   Þú getur lagt þetta saman svona (tölur fyrir ágúst 2011):
   (Almennt bensíngjald + sérstakt bensíngjald + kolefnisgjald + innkaupaverð + Flutningar, tryggingar og álagning) + 25,5% VSK

   Sem lítur þá svona út:
   (23,86 + 38,55 + 3,80 + 92,45 + 34,57) * 1,255 = 242,5

   1. Jú ,ég reyndar gleymdi honum,

    Þannig m.v. að innkaupaverðið hefur lækkað núna um ca 10 % á nokkrum dögum, þá “ætti” olian að kosta 231 kr, en kostar 235 kr,

   2. Já, það má færa rök fyrir því. Svona að öðru óbreyttu. Svo er spurning hversu hratt olíufélögin reikna verðbreytingar á heimsmarkiði inn og svona, en það verður a.m.k. að vera samræmi í því hvernig þeir gera það í verðhækkunum og verðlækkunum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s